Hvert er hlutverk samfélags? Erum við á réttri leið?

 

Nei því fer fjarri! Við búum í samfélagi þar sem auðvaldið fóðrar okkur með LYGI! OG ÁRÓÐRI sem er markvisst stýrt af valdaklíkum auðvaldsins.

Það vekur furðu mína hvert allt í þessum blessaða heimi er að stefna! Ríku verða ríkari og almenningur verður fátækari og fátækari og er nú svo komið víða að stór hópur íslendinga sem býr við mjög kröpp kjör.

Hvernig má þetta vera, við höfum frá lýðveldisstofnun haft þingræði sem bersýnilega er ekki að virka.

Þar hafa valdaöfl náð að snýða lög og reglugerðir á þann hátt að þau þjóni sérhagsmunum ferkar en hagsmunum heildarinnar.

Það er að segja að íslendingar búa ekki lengur við lýðræði þar sem meirihluti þjóðar ræður, heldur eru valkostirnir þeir að sama hvað þeir kjósa.

SÞá er það alltaf samkurl þingsins sem endanlega tekur kosningarloforðinn sem fólk kaus þá útá og umbreytir þeim og eða hreynlega svíkur þau með öllu allt eftir hvað valdaöflunum þóknast.

Við sjáum vel hvernig þessu er háttað þegar einn af ríkustu aðilum landsins sem efnaðist á gjafakvóta kærði ríkið vegna auðlegðarskattsins sem á hana var innheimtur. Það mál tapaðist í hæðstarétti 2014 en núverandi ríkistjórn gerði það að forgangsverkefni að afnem skattinn. Hér má sjá hver ræður.

Sami einstaklingur fékk svo að kaupa stórann hlut í Borgun án undangengis útboðs til þess að tryggja þjóðinni hæðsta mögulega verð fyrir hlut sinn. Það virðist allt vera á sömu bókinna lagt og en kannast engin við neitt og enginn spilling í gangi.

Við erum svo fljót að gleyma það er talað um hluti í c.a viku þá er svo margt annað óréttlát búið að gerast að við erum löngu búinn að gleyma því síðasta.

Álftarnesveginnum - Borgunn - Einkavinavæðingu sjúkrahótels -
700 millj. Styrk til fiskeldis - Hluti Símans seldur til sérvina - Sala gagnaveitunar án útboðs
Styrkir XB heimildarmyndir - o.s.f.v.......................... o.s.f.v............

Meira að segja þurfa efnameiri aðilar að greiða magfalt minni skatta en annar almenningur, í formi skatts á arð sem var einungis 10% nú 15% sem gerir það að verkum að bilið verður en breyðara á milli stétta, reyndar svo breytt að engin leið fyrir venjulegt fólk til þess að geta keppt við þessa vitleysu. Skattur á að vera ein tala á allar tekjur. Allt annað er lygi þeirra sem vilja komast hjá samfélagslegri þáttöku.

Hér að ofan er aðeins tiplað á tánnum í þessari óhóflegu spillingu og græðgisvæðingu, það tæki ár og aldir að nefna alla vitleysuna sem er í og hefur verið í gangi á íslandi.

Svo þegar þjóðinn fer af stað og reynir að gera breytingar s.s. með þjóðarátaki um nýja og betri stjórnaskrá þá tekur þingið við keflinu sendir það til umsagnar hjá stjórnarskrá nefnd sem er klárlega á bandi auðvaldsins og gersamlega eyðileggur alla þá góðu vinnu á einum degi, tekur út auðlyndarákvæði og allt það sem gæti gert ísland að betra þjóðfélagi.

Fyrir mér er þetta einfalt valdaöfl í þjóðfélaginnu hafa logið og prettað almenning svo mikið, og svo lengi að þjóðinn er farinn að trúa lyginni eins og nýju neti, sjómenn verja kvótakerfið af hræðslu við að missa vinnuna, o.s.f.v. ........

Lífeyrissjóðir landsmanna eru handónýtir og halda þjóðinni í gíslingu okurvaxta og er stjórnað af valdaklíku auðvaldsins til þess eins að hafa aðgang að fjármagni, enda eru varðsveitir settar í stjórn sjóðan s.s. stjórn Gildi Lífeyrissjóðs eru helmingur sjórnar skipaðir af Samtökum Atvinnulifsins.

Ekki er langt síðan að heyrðist í útvarpi í þáverandi formanni sjórnar Gildis Vilhjálmi Egilssyni þegar sagt var að þetta væri jú eign sjóðsmanna var svari NEIIII þetta er samtryggingarsjóður! Sem að mínu mati er alveg rétt þetta er samtryggingarsjóður AUÐVALDSINS en ekki sjóðsfélaga.

Enda hef ég aldrei hitt nokkurn mann sem fær góðan lífeyrissjóð nema ef vera skyldi openberir aðilar og þingmenn eða þeir aðilar sem hafa sjálfir samið um sín réttindi með tugi prósenta hærra mótframleg en við, á kostnað almennings.

Hvers virði eru lífeyrissjóðir sem eru svo dýrir í rekstri að almenningur þarf að vera í heljargreypum verðtryggingar alla æfi? Til þess eins að fá svo eftir allt léagan lífeyrissjóð. Nei takk má ég þá heldur biðja um gamla sparimerkjakerfið þar sem hver átti sína söfnun.

Í tíð uppbyggingar Kárahnjúkavirkjunar var þjóðinni lofað mikilli hagsæld og framlegð af þessu öllu saman en staðreyndin er allt önnur kostnaður virkjunar er sagður um 130.000.000.000, kr + óbætanlegan skaða á náttúruni þá er niðurgreitt rafmagn til álvers sem aldrei hefur greitt skatta á íslandi og eftir situr þjóðinn og hefur aldrei fengið að heyra hvað þessi framkvæmd var galinn.

Þetta er nýyfirstaðið og en er hrópuð lygi á torgum og segja það verður að virkja meira til að halda uppi vexti! VEXTI?
Vöxtur sem byggir á að ganga á auðlyndir landsins eru ekki vöxtur heldur niðurbrot og eyðilegging.

Eins og sannast hefur í virkjunum eins og á Hellisheiði og Svartsengi þar sem virkjuninn hefur verið seld í hendur útlendinga sem hafa þann einn hag að nýta allt í botn og hækka gjöld á almenning með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Hvað er vöxtur? Vöxtur er að reka samfélag þar sem allir hafa það gott, þar sem bæði fólk og náttura lifa í jafnvægi og að auðlyndir landssins hverjar sem þær eru eru nýttar til þess að fólkið í landinu geti haft gott líf.

Það er mín skoðun að allt samfélagið þurfi að opna augun fyrir áralangri lygi, samkurli og spillingu, menn tala endalaust um ekki neitt, og ef það er einhver glóra í því sem sagt er, þá er það kostningarloforð sem verð hvort hið er svikinn.

Og merkilegt nok það sem sýnir best hvað lygin hefur blindað okkur, það að þeir svíkji blákalt loforð við kjósendur hefur engar afleiðingar fyrir þá.

Ísland býr við:
1. Grasserandi spillingu í öllu stjórnkerfi landsins
2. Meðvirkni í lyginni sem er borinn á borð almennings vegna ótta við afleiðingar.
3. Ónýtri skattalöggjöf þar sem hinum ríku er hygglað umfram almenning sem viðheldur fátækt
4. Blindu á hvað samfélag gengur út á ss. Almenna velsælld, heilsugæslu, skóla, elliheimili, o.s.f.

Í mínum huga er samfélag félagskapur fólks með það að markmiði að allir geti haft það gott!

Það er mín trú að við séum löngu búinn að missa sjónar á því markmiði, vegna þess og auðvaldssynnar hafa verið allt of lengi við sjórnvöldinn, svo lengi að okkur er farið að finnast óréttlætið gott og rétt. Og þegar skrifað er um hve spilltir leiðtogar eru, þá rísa upp raddir sem verja óréttlætið með kjafti og klóm með von um að einhverjir brauðmolar falli útaf borðinu til þeirra.

Í samfélagi á að jafna út ofur auðlindasöfnun með sköttum, samkeppnislögum og öllum mögulegum ráðum. Því að tilgangur samfélags er ekki að búað ríkum gott í haginn, þeir hafa það þegar gott. Ekki að ég hafi neitt á móti ríku fólki en þeir eiga bara að borga skatta eins og við hin.

Guð blessi Ísland!


Lífið!

Gangan í gegnum lífsins braut
Er bæði, sorg og gleði
Að trúa á Jesús, léttir alla þraut.
Að eiga von, það læknar sár í hverju skrefi.

Það er mín von, það er mín trú.
Að loknum lífsins göngum þeim.
Þá hittumst við aftur ég og þú.
Er Jesús sækir okkur, aftur heim.

 


Ísrael Guðs útvalda þjóð!

AR-150919202Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael

 

 

 

 

Það að íslenskir stjórnmálamenn séu í einka baráttu við Ísrael er stærra mál en svo að þetta sé einhver leikur!

í 1. Mosesbók kemur það fram að allir þeir sem setja sig á móti Ísrael kalli yfir sig reiði Guðs! Vegna þess að Ísrael er Guðs útvalda þjóð, 

12:1 Drottinn sagði við Abram: "Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á.

12:2 Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.

12:3 Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta."

Guð blessi Israel

 

 


Ert þú tilbúinn endurkomu Jesú krists?

Luk 21:7 - 38

En þeir spurðu hann: "Meistari, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn þess, að það sé að koma fram?" Hann svaraði: "Varist að láta leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Það er ég!' og ,Tíminn er í nánd!' Fylgið þeim ekki.

En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki. Þetta á undan að fara, en endirinn kemur ekki samstundis." Síðan sagði hann við þá: "Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða landskjálftarmiklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum, en ógnir og tákn mikil á himni.

En á undan öllu þessu munu menn leggja hendur á yður, ofsækja yður, færa yður fyrir samkundur og í fangelsi og draga yður fyrir konunga og landshöfðingja sakir nafns míns. Þetta veitir yður tækifæri til vitnisburðar.

En festið það vel í huga að vera ekki fyrirfram að hugsa um, hvernig þér eigið að verjast, því ég mun gefa yður orð og visku, sem engir mótstöðumenn yðar fá staðið í gegn né hrakið. Jafnvel foreldrarog bræður, frændur og vinir munu framselja yður, og sumir yðar munu líflátnir. Og þérmunuð hataðir af öllum vegna nafns míns, en ekki mun týnast eitt hár á höfði yðar.

Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar. En þegar þér sjáið herfylkingar umkringja Jerúsalem, þá vitið, að eyðing hennar er í nánd. Þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla, þeir sem íborginni eru, flytjist burt, og þeir sem eru á ekrum úti, fari ekki inn í hana. Því þetta erurefsingardagar, þá er allt það rætist, sem ritað er.

Vei þeim, sem þungaðar eru, og þeim sem börn hafa á brjósti á þeim dögum, því að mikil neyð mun þá verða í landinu og reiði yfir lýð þessum. Þeir munu falla fyrir sverðseggjum og herleiddirverða til allra þjóða, og Jerúsalem verður fótum troðin af heiðingjum, þar til tímar

heiðingjanna eru liðnir. Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða,ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá

Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd." Hann sagði þeim og líkingu: "Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd.

Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.

Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjurþessa lífs og komi eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum."

Á daginn var hann að kenna í helgidóminum, en fór og dvaldist um nætur á Olíufjallinu, sem svo er nefnt. Og allt fólkið kom árla á morgnana til hans í helgidóminn að hlýða á hann.

 


Ég veit, ég trúi!

Ég veit, þú er sú von 
Sem gefur visku og trú
Ég veit, þú ert Guðs son
Ég veit, þú ert Jesú

Ég ætla, eftir þér að bíða 
Með olíu á lampa vísa
Orðið þínu, ávallt hlíða
Svo megi ég öllum, á þig lýsa.

Ég þakka lífið elsku Guð 
Og allt þitt, þolgæði
Þína þolinmæði, á mitt bæna suð
Og þinn kærleik, sem á mig flæðir.

Ég er klár, þegar kallið kemur.
Ég þekki kærleik, og elsku þína.
Að þjóna þér vil ég ekkert fremur.
Gefðu Guð, notaðu krafta mína.




Að vaxa í Guðsríki !!

Það að vera undir ljósi fagnaðarerindisins, reynist mér og mörgum mjög erfitt, þrátt fyrir að Guð hafi gert alla hluti eins einfalda og raun ber vitni, þá er eins og myrkrið sé svo dimmt að það virðist byrgja okkur sýn, sýn á einfaldleika fagnaðarerindisins, einfalleika velsældar, allt í Guðs ríki er byggt upp á lögmálum sem hétu í gamla testamentinu blessun og bölvun.

Þessi orð hefur herra þessa heims afbakað í hugum fólks og nú er svo komið að flestum finnst það vera hræðileg hugtök, og þannig afbakað sannleikan staðreyndin er sú að orðin blessun og bölvun má í raun og veru bera saman við afleiðingu gjörða okkar ef við breytum rétt þá eru afleiðingarnar góðar, og ef við breytum rangt þá eru afleiðingarnar slæmar sem sagt gott/blessun, vont /bölvun.

Biblían er  full af leiðbeiningum um hvað við eigum að gera til að halda okkur undir þeim blessunum sem Guð hefur gefið. Og segir einnig að ávöxtunum skulum við þekkja þá sem framganga í guðsríki vegna þess að þeir að þeir trúa á Jesú Krist og hlýða boðum Guðs.

Op 12:17  Þá reiddist drekinn konunni og fór burt til þess að heyja stríð við aðra afkomendur hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.

Op 14:12  Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.

Hér er greinilega talaðu hina heilögu á þann hátt að það eru þeir sem vitna um Jesú og þá sem halda boð Guðs. Það eru hinir heilögu. Samkvæmt mínum skilning er hér verið að tala um þá sem tekið hafa á móti frelsisverki  Jesú Krists og hafa gengið veginn þrönga og agað sig eftir vilja Guðs.

Og þannig tekið á móti ávöxtum Guðs sem Jesú talar um í guðspjallinu

 Mat 7:16 - 20   

Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af

þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið

vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður

upp höggvið og í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

 

Í öðru Pétursbréfi er líst hvernig við eigum að aga okkur að orði Guðs og þannig vaxið og lært að bera himneska ávexti.                                                                                                                                                                                                    2. Pétursbréf  1.5 - 10

Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.

Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi. En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna.

Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.

Öll boð Guðs eru létt og engin ánauð og þau eru sett okkur til góða, gleði og hamingju, en ekki sem byrgði. Eitt eiga þau sameiginlegt að herra þessa heims hatar þau og gerir allt til þessa að við flækjum þetta fyrri okkur og ljúga að þetta sé bara vistleysa. Fyrirheitin eru einföld : t.d

1.       Heiðra föður þinn og móður þína, eins og Drottinn Guð þinn hefir boðið þér, svo að þú verðir langlífur og svo að þér vegni vel í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.

Hér er eitt dæmi um fyrirheit um langlífi og velgengni

2.       Fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum

Ef við fyrir gefum ekki þá byggist upp myrkur í okkar hjarta og líf okkar umlykst myrkri og vanlíðan og viðberum ekki ávexti hamingju og gleði.

Jesú sagði:

 Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.  En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yðurÞannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta

 Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama?  Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum einum? Það gera jafnvel heiðnir menn.  Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

Jesú hvetur okkur til að vera fullkomin það getum við ekki án hans hjálpar og fyrirgefningar, en það á greinilega að vera okkar markmið.

 Í biblíunni má finna fullkomna leiðbeiningu um allt sem okkur ber að varast og hvað okkur ber að iðka lag fram á einfaldan máta svo að allir megi skilja það.

 Baráttan við herra þessa heims er líka hörð hann faðir lygina hefur fyllt alla okkar tilveru af myrkri svo erfitt er að sjá ljósið.

Péturstigi

 

 

 

 

 

 

Í mínum huga er þetta þannig:

 1.       Trú - Að taka á móti frelsinu sem við eigum í Jesú Kristi.

2.       Dyggð - Að sýna dyggð, og tryggð í trúnni

3.       Þekking - Að læra að þekkja orð Guðs og hans vilja með okkar líf.

4.       Sjálfsögun - Að aga sig og temja sér að ganga inn í vilja Guðs

5.       Þolgæði - Að sýna sjálfum okkur þolgæði og þolinmæði.

6.       Guðræki - Að rækta trú okkar samkvæmt orðinu.

7.       Bróðurelsku - Að elska náungan eins og sjálfan sig.

8.       Kærleika - Að ganga í fang Jesú Krists í fullkomnum kærleika

 Þessi ganga upp stigann í andlegt faðmlag með Jesú það er leiðinn að fullkomnum kærleika hún er okkur mannlega ekki fær, þess vegna sendi Jesú okkur hjálparann heilagan anda til að gera okkur kleift að ganga þennan stiga til áttar við fullkominn kærleika sem aðeins Guð getur gefið okkur við getum sett okkur undi blessanir Guðs með því að vaxa í Guði og þekkingu á honum. Það er að bera ávöxt samkvæmt orði Guðs.

Eina vopn sem við hofum eru sömu vopn og Jesú notaði á Satan í eyðimörkinni og það er þekking á orði Guðs. Ef við hofum hana ekki þá erum við auðveld bráð fyrir lygi Satans, hann gengur um sem öskrandi ljón og lýgur og gerir allt sem hann getur til að fella alla til fráhvarfs við Jesú til þess notar hann allt sem okkur er kært og allt sem gæti virkað jafnvel, kemur hann sé inn í kirkjur til þess eins að ljúga og sverta orð Guðs svo lýðurinn sem ekki þekkir frelsarann vilji ekkert með Guð hafa. 

Svo sanfærandi verður hann að jafnvel hin heilagi mun falla fyrir lygi hans. 

Verum því vakandi og fyllum okkur af þekkingu á yndislegu orði Guðs sem er okkar eina vörn gegn lyginni frá herra þessa heims.

 Guð blessi þig lesandi góður !


Fíkjutréð er farið að bruma, sumarið er í nánd !

Luk 21:7 - 38

En þeir spurðu hann: "Meistari, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn þess, að það sé að koma fram?" Hann svaraði: "Varist að láta leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Það er ég!' og ,Tíminn er í nánd!' Fylgið þeim ekki.

 En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki. Þetta á undan að fara, en endirinn kemur ekki samstundis." Síðan sagði hann við þá: "Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða landskjálftarmiklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum, en ógnir og tákn mikil á himni.

 En á undan öllu þessu munu menn leggja hendur á yður, ofsækja yður, færa yður fyrir samkundur og í fangelsi og draga yður fyrir konunga og landshöfðingja sakir nafns míns. Þetta veitir yður tækifæri til vitnisburðar.

En festið það vel í huga að vera ekki fyrirfram að hugsa um, hvernig þér eigið að verjast, því ég mun gefa yður orð og visku, sem engir mótstöðumenn yðar fá staðið í gegn né hrakið. Jafnvel foreldrarog bræður, frændur og vinir munu framselja yður, og sumir yðar munu líflátnir. Og þérmunuð hataðir af öllum vegna nafns míns, en ekki mun týnast eitt hár á höfði yðar.

Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar. En þegar þér sjáið herfylkingar umkringja Jerúsalem, þá vitið, að eyðing hennar er í nánd. Þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla, þeir sem íborginni eru, flytjist burt, og þeir sem eru á ekrum úti, fari ekki inn í hana. Því þetta erurefsingardagar, þá er allt það rætist, sem ritað er.

Vei þeim, sem þungaðar eru, og þeim sem börn hafa á brjósti á þeim dögum, því að mikil neyð mun þá verða í landinu og reiði yfir lýð þessum. Þeir munu falla fyrir sverðseggjum og herleiddirverða til allra þjóða, og Jerúsalem verður fótum troðin af heiðingjum, þar til tímar

heiðingjanna eru liðnir. Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða,ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá

Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd." Hann sagði þeim og líkingu: "Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd.

Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.

Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkjuáhyggjurþessa lífs og komi eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum."

Á daginn var hann að kenna í helgidóminum, en fór og dvaldist um nætur á Olíufjallinu, sem svo er nefnt. Og allt fólkið kom árla á morgnana til hans í helgidóminn að hlýða á hann.

 


Að falla í freistni !

Það er erfitt að halda sé á þrönga veginum. Alla daga eru freistingar og efasemdir.

Jafnvel þó ég efist ekkert um Guð, þá er baráttan sem við eigum við ekki af holdi og blóði heldur við tignir og völd.

Og þær tignir og völd sem Satan stýrir una sér ekki hvíldar, svo ef við erum ekki vakandi þá er hætta á að við  föllum í freistni.

Það var enginn tilviljun að í bæninni sem Jesús kenndi okkur segir ”eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa þú oss frá illu”.

Mat 6:13 

Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. [Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.]

svo sannarlega er Guðsríki  hér á jörð og er í hans eigu þar er drottinn Jesú konungurinn og það var tilgangur hans með frelsisverkinu stofna sitt ríki hér á jörð til allir menn geti frelsast og fæðst nýju inn í hans ríki. 

Svo sannanlega búum við einnig í öðrum heimi þar sem Satan ríkir með allri sinni spillingu og synd, þar er ekki hægt lifa af nema vera birgur af veraldlegum auð, annars er maður í fjötrum fátæktar.

Og hafi maður hefur nóg fé,  þá er hætta á að ofmetnast og maður telur sig yfir aðra hafin, og gleymir smæð sinni þar til allt er um seinan.

 (Þetta er vandrataður vegur)

Það er mér erfitt að halda mér frá freistingum alla daga. Ég ákalla Guð um hjáp til þess ég þekki leiðina, en fer aðra leið, ég vil en geri annað en ég vil holdið er veikt og það er hugurinn líka. Það er bara einn vegur og hann er að treysta á drottin. Vaka og biðja.

1Tím 6:9 

En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.

Vissulega þurfum við fjármagn til lifa af í þessum heimi ! En við megum aldrei láta stjórnast af græðgi því þaðan kemur undirrót alls ills og við missum sjónar á fagnaðarboðskapnum.

Mat 26:41

Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt."

Það er stöðug vinna og mikil að halda sé frá syndinni, gerum hana að vana í lífi okkar.

2Pét 1:3-11

Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð.

Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur.

 

Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.

Mar 14:38 

Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt."

 

Jesús kenndi okkur hvernig þekking á orði Guðs er verkfærið til að standast lygi Satans er hann svaraði Satan í eyðimörkinni ”Ritað er” þarna kemur líka fram að Satan notaði orð Guðs til að reyna að blekkja Jesú er hann og sagði  ”Ritað er” hann reynir að rangtúlka orð Guðs til að afvegaleiða og leiða til fráfalls.

Jesú kennir okkur að fyrir þekkingu á orði Guðs Getum við varist vélarbrögðum Satans og svarð eins og Jesú gerði.  ”Ritað er”. Biblían er vopnið sem við eigum að nota gegn öllu sem frá Satan kemur.

Satan þekkir orðið og notar það  til að blekkja okkur og ljúga og treystir á og vonar að við þekkjum ekki sannleikan nógu vel svo að  hann geti leitt okkur í freistni, til þess notar hann alla sem hafa fallið frá eða afvegaleist frá orði Guðs.

Gætið að Það geta verið prestar pastorar, vinir ættingjar og hverjir þeir sem falla fyrir lygavef Satans og oftast eru það fólk sem gegna ábyrgðarstöðum sem ná árangri í falsboðun á orði Guðs, þá er hafa fallið fyrir lygi hans, nýtir hann sér til fulltingis. Þess vegna er það lífsnauðsyn að læra og þekkja orð Guðs.

Lúk 4:13 

Og er djöfullinn hafði lokið allri freistni, vék hann frá honum að sinni.

Guð þekkir okkar veikleika og okkar synduga eðli og þess vegna gefur hann okkur styrk til þess að standast freistingar biðjum við hann um það.

Lúk 22:40 

Þegar hann kom á staðinn, sagði hann við þá: "Biðjið, að þér fallið ekki í freistni."

Sofum ekki á verðinum rísum upp og biðjið að vé föllum ekki í freistni.

Lúk 22:46 

Og hann sagði við þá: "Hví sofið þér? Rísið upp og biðjið, að þér fallið ekki í freistni."

 

Biblían er eini mælihvarði kristinna manna á því hvað er rétt eða rangt !  Þess vegna er lífsnauðsynlegt að þekkja boðskap hennar.


Tilgangur lífsins !

Frelsið þitt fagra, ég á mér von

fyrir lífsins vatn, ég verð aldrei þyrstur

Ég trúi og treysti, á þinn son

frelsarann trygga, Jesú Kristur

Frelsari Jesú , ég fagna þér

Með fögnuði ég frelsið sá.

Fylltu mig kærleika, og gefðu mér.

Að allir menn, fái þig að sjá.

Leystu mig, lífsins fjötrum frá

Losaðu syndar hlekki

Með þér er lífið, ljúft sem brá

Og lífsins góða veg ég þekki.

Í orði þínu, er lífsins lind

leikur einn að læra.

Þar læri ég, að þekkja synd

Og þýðast orðið tæra.

Höf: Kristinn Ingi Jónsson

Úr ljóðasafni 2010


Okkur er ætlað að bera raunverulega ávexti !

Jesús hefur ákvarðað okkur, sem honum tilheyra að fara og bera ávöxt, ávöxt sem varir. 

Jóh 15: 14-17 

14Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður. 15Ég kalla yður ekki framar þjóna því þjónninn veit ekki hvað húsbóndi hans gerir. En ég kalla yður vini því ég hef kunngjört yður allt sem ég heyrði af föður mínum. 16Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt sem varir svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni. 17Þetta býð ég yður, að þér elskið hvert annað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband