Fagnaðarár Ísraels!

Fagnaðarár Ísraels

Þriðja Mósebók‬ ‭25‬:‭12‬-‭13‬
„Þetta er fagnaðarár, það á að vera ykkur heilagt. Þá skuluð þið neyta afurða landsins beint af jörðinni. Á slíku fagnaðarári skal hver maður halda heim til jarðeignar sinnar.“

Á fagnaðarárun frá 1867 hefur gerst stórir og þýðingarmiklir atburðir í sögu Ísraelsmanna sem eru hluti af áætlun Guðs

Jeremía‬ ‭23‬:‭3‬-‭6‬
„En ég mun sjálfur safna saman þeim sem eftir eru af sauðum mínum frá öllum þeim löndum sem ég tvístraði þeim til. Ég mun leiða þá aftur í haglendi þeirra og þeir verða frjósamir og þeim mun fjölga. Ég mun setja hirða yfir þá sem munu gæta þeirra. Þeir munu hvorki skelfast framar né óttast og einskis þeirra verður saknað, segir Drottinn. Sjá, þeir dagar koma, segir Drottinn, að ég mun láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun ríkja sem konungur, breyta viturlega og iðka rétt og réttlæti í landinu. Um hans daga verður Júda bjargað og Ísrael mun búa óhultur. Þetta er nafnið sem honum verður gefið: „Drottinn er réttlæti vort.““
‭

1867 - Mark Twain heimsækir Ísrael og skrifar bók um upplifun sína! Og uppfyllir þar spádóm úr 5 Móse 29: 21-23

https://www.myolivetree.com/whats-the-connection-between-mark-twain-deuteronomy-28-and-biblical-prophecy/amp/

1917 - 2.Nóv 1917 undirritar Arthur Balfour Yfirlýsingu til Síonista!

https://da.m.wikipedia.org/wiki/Balfour-deklarationen#/media/Fil%3ABalfour_declaration_unmarked.jpg

1948 - Stofnun Ísraels ríkis!

https://da.m.wikipedia.org/wiki/Israel

Ríki stofnað á einum degi!

Jesaja‬ ‭66‬:‭8‬
„Hver hefur heyrt annað eins, hver séð nokkuð þessu líkt? Fæðist land á einum degi, þjóð í einni andrá? Óðar en Síon fékk hríðir fæddi hún syni sína.“

https://da.m.wikipedia.org/wiki/Israel

1967 - 6 daga stríð og Ísrael endurheimtir Jerúsalem!

2017 - Donald Trump viðurkennir Jerúsalem sem hofiðborg Ísrael! Og fleirri lönd fylgja í kjölfarið!

Fíkjutréð er laufgað! Og byrjað að bera ávöxt!
🇮🇱❤️🇮🇱

Lúkasarguðspjall‬ ‭21‬:‭29‬-‭33‬
„Jesús sagði þeim og líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.“
‭‭

Í Biblíunni er Ísraelsfólk á táknrænan hátt lýst sem fíkjur á fíkjutré

Hósea 9:10,
„Ég fann Ísrael eins og vínber í eyðimörkinni, sem snemmsprottinn ávöxt á fíkjutré sá ég feður yðar. Þeir komu til Baals Peórs, helguðu sig hinum svívirðilega og urðu viðurstyggilegir eins og sá sem þeir elskuðu.“

Jeremía 24, og eða fíkjutré sem ber engan ávöxt

Jeremía 8:13
„Þegar ég ætlaði að taka til við uppskeru meðal þeirra, segir Drottinn, voru engin ber á vínviðnum, engar fíkjur á fíkjutrénu og laufið var fölnað. Ég hef því framselt þá eyðendum sem tortíma þeim.“
‭‭
Esk 39.21-29

Endurreisn Ísraels
21 Ég birti dýrð mína á meðal þjóðanna. Allar þjóðir skulu sjá hvernig ég fullnægi refsidómi mínum og sjá hönd mína sem ég legg á þá. 22 Frá þeim degi og um alla framtíð munu Ísraelsmenn skilja að ég er Drottinn, Guð þeirra. 23 Þjóðirnar munu skilja að Ísraelsmenn fóru í útlegð vegna sektar sinnar. Ég huldi auglit mitt fyrir þeim, af því að þeir sviku mig, og seldi þá í hendur fjandmanna þeirra svo að þeir féllu allir fyrir sverði. 24 Ég fór með þá eins og þeir áttu skilið vegna saurgunar sinnar og afbrota.
25 Þess vegna segir Drottinn Guð svo: Nú sný ég högum Jakobs og sýni öllum Ísraelsmönnum miskunn og ég er fullur af ákafri afbrýði vegna míns heilaga nafns. 26 Þeir verða að bera smán sína og öll sín svik við mig þegar þeir eru sestir að óhultir í landi sínu og enginn hrekur þá burt. 27 Þegar ég hef leitt þá frá framandi þjóðum og safnað þeim saman úr löndum fjandmanna þeirra mun ég birta heilagleika minn á þeim fyrir augum fjölmargra þjóða. 28 Þá munu þeir skilja að ég er Drottinn, Guð þeirra því að eftir að ég hafði látið flytja þá til framandi þjóða í útlegð safnaði ég þeim saman aftur í þeirra eigin landi og skildi engan eftir. 29 Ég mun aldrei framar hylja auglit mitt fyrir þeim þegar ég hef úthellt anda mínum yfir Ísraelsmenn, segir Drottinn Guð.

Guð blessi ykkur og varðveiti! ❤️lightX


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband