Að vaxa í Guðs ríki !

Að trúa á Jesús og játa að hann er frelsarinn, veitir okkur frelsi sem er eini vegurinn til eilífs lífs. Á því er enginn vafi .

Rom 10:9 

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, mun tu hólpinn verða.

En að vaxa í trú og bera ávexti, fæst með því að hlýða boðum hans og fara eftir hans orði.

Joh 15:2 

Hverja þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af, og hverja þá, sem ávöxt ber, hreinsar hann, svo að hún beri meiri ávöxt.

Joh 15:4 

Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.

Joh 15:5

Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.

Í síðara Pérursbréfi er farið yfir það hvernig við vöxum í Guði, og hvernig viå berum ávexti sem allir kristnir menn eiga að gera til að vaxa í Guði og verða hluttakendur í guðlegu eðli.

2Pét 1:3-11 

Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð. Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur. Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.

Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi. En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna. Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.

Pétursstigi 

Þetta er boðskapurinn að vaxa

í trú             (fyrsta þrep)  - að taka á móti frelsinu í Jesú

dyggð,         (annað þrep) - að vera staðfastur og heill í frelsinu

þekkingu,   (þriðja þrep) - að læra að þekkja orð Guðs og vaxa í því

sjálfsögun, (fjórða  þrep)   - aga sig í hlýðni, við orð Guðs og boðorð hans.

þolgæði,     (fimmta þrep)  - að hafa þolinmæði gagnvart eigin breiskleika og gefast ekki upp

guðrækni, (sjötta þrep)  - að vaxa og rækta trú sína að bera ávexsti samkvæmt fyrirheitunum

bróðurelsku (sjöunda þrep)  - að elska náungan eins og sjálfan okkur

kærleika (síðasta þrep)  - að ganga í faðmlag við Jesú Krist á krossinum og upplifa hin fullkomna kærleik sem engin getur sýnt eða gefið nema Jesú það er okkur ómögulegt að fyllast Þeim kærleika nema í gegnum gjöf andans fyrir Jesú krist þetta er leiðinn þangað.              

Þannig er það alveg ljóst í mínum huga að við þurfum að ástunda trú okkar vinna í því að læra að þekkja orðið læra að vaxa í Guði.

Til þess að geta staðist vélabrögð Satans sem gengur um sem öskrandi ljón og leitar að einstaklingum sem hann getur leitt til fráfalls við Jesú Krist.

1Pét 5:8 

Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt.

Það er bara en ein lygi Satans að við þurfum ekkert að gera nema lifa í frelsinu sem við fáum við það að játa Jesú Krist, hann vill ekki að við vöxum í þekkingu á bíblíunni , Því þá getur hann ekki leitt okkur til fráfalls með lyginni.

Satan þekkir orðið og notar það gegn okkur ef við höfum ekki næga þekkingu til að verjast vélabrögðum hans og lygini sem honum einum er lagið, hann er svo falskur að jafnvel hinir heilögu munu falla fyrir lygi hans.

Prestar, leiðtogar og fólk sem við treystum hvað mest á, geta og munu falla og boðað hans lygi.

Þess vegna er það okkur lífsnauðsyn að þekkja orðið af eigin raun og vega og meta allt sem sagt er út frá orði Guðs, það er eini mælikvarðinn á réttu og röngu. 

Orðs 12:17 

Þá reiddist drekinn konunni og fór burt til þess að heyja stríð við aðra afkomendur hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.

Mat 5:17-18

Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.

Ef við þyrftum ekki að fara eftir boðorðum Guðs, hefði Guð ekki ritað þau á hjartaspjöld okkar.

2kor 3:3 

Þér sýnið ljóslega, að þér eruð bréf Krists, sem vér höfum unnið að, ekki skrifað með bleki, heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi. 

Dan 9:10 

og ekki hlýtt raustu Drottins Guðs vors, að breyta eftir boðorðum hans, þeim er hann fyrir oss lagði fyrir munn þjóna sinna, spámannanna.

Sef 2:3 

Leitið Drottins, allir þér hinir auðmjúku í landinu, þér sem breytið eftir hans boðorðum.  Ástundið réttlæti, ástundið auðmýkt, vera má að þér verðið faldir á reiðidegi Drottins.

1Jóh 5:2 

Að vér elskum Guðs börn þekkjum vér af því, að vér elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans.

2Jóh 1:6 

Og í þessu birtist elskan, að vér lifum eftir boðorðum hans. Þetta er boðorðið, eins og þér heyrðuð það frá upphafi, til þess að þér skylduð lifa í því.


Verum viðbúinn, tökum afstöðu, eigum von!

Jóh 3:16

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Mat 24:36-39 

36 En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn. 37 Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. 38 Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina. 39 Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.

Eph 6:11 - 18 
11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12  Því aðbaráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. 13 Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. 14  Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins  15 og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. 16  Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. 17  Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. 18  Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.


Erum við tilbúinn endurkomu frelsarans Jesú?

Þegar ég hugsa um endatíma jarðarinnar þá er það ekki með ótta eða kvíða þetta á að verða. Jesú sagði lærisveinum sínum frá þessu og hver tákn þess væru. Fyrir mér er orðið endatími jarðarinnar ekki endir, heldur upphaf.

Það fer heldur ekki hjá því að þegar maður lítur á heimsfréttirnar að manni verði hugsað til orða Jesú.

Staðan í dag er nokkurn veginn á þeim stað sem hann lýsti fyrir um 2000 árum.

Þjóð rís gegn þjóð vegna spillingar, og ríki gegn ríki sem aldrei fyrr, landskjálfta á ýmsum stöðum. Barátta illskunnar nær hámarki með yfirráðum auðs og valds, allar þjóðir heims skulda svo mikið að fólk getur nánast ekki framleitt sér. Boð og bönn um frásagnir um kærleiksboðskap Jesú Krists í skólum og leiksólum, ýmis tákn á láð og legi en augu okkar eru alveg lokuð við neitum að horfast í augu við staðreyndir. Hver á allar þessar skuldir?

1.   Olían er að klárast, sem og margt annað með óábyrgri notkun s.s fiskur, kol, og margt fleira, þar sem græðgi stýrir notkun en ekki viska.

2.   Mengun er að gera heiminn óbyggilegan. Og breytt veður og lífskilyrðI, svo jafnvel verða uppskerubrestir og margt fleira sem valdið getur hungri og vosbúð.

3.   Heilbrigt siðferði er að dala. Blöð og fréttamiðlar birta fréttir af óhugnaði og viðbjóð, það er orðið svo algeng að jafnvel börninn kippa sér ekki upp við fréttir af óhugnaði  

4.   Spilling og misskipting hefur aldrei verið meiri.

Mat 24:3 - 8

Þá er hann sat á olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta?

Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?"  

Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.  

Margir munu koma í mínu nafni og segja: , Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu.   Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.

Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn.   

Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.  Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. 

Samkvæmt  manntali gamlatestamentisins kemur fram að c.a. 2000 ár eru frá sköpun Jarðar til sáttmála sem Guð gerði við Abraham,  frá þeim sáttmála til Sáttmálans sem gerður var á Gogata  með blóði Jesú Krists eru c.a. 2000 ár frá sáttmála sem gerður var með blóði Jesú Krists eru c.a. 2000 ár. 

Og það lögmál, að Guð skapaði jörðina á sex dögum og hvíldist þann sjöunda, hann setti manninum það fyrir í boðorðunum að vinna sex daga og hvílast hin sjöunda,   

Og einnig að hver dagur sem er sem þúsund ár hjá Guði  þýðir æi mínum huga að nú fer að líða að lokum sjötta dags   

2Pet 3:8  

En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. 

Samkvæmt mínum skilningi mun Jesú Kristur koma aftur í sinni fyllingu, og síðan líða þúsund ár áður en endi veraldar í núverandi mynd verður,  og Guð mun skapa nýja jörð 

Opb 20:6  

Sæll og heilagur er sá, sem á hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald, heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og þeir munu ríkja með honum um þúsund ár.

Opb 20:2  Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. 

Opb 21:1 

Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til.

Minn skilningur samkvæmt biblíunni er sá að um leið og við deyjum er okkar endatími kominn þá höfum við ekki lengur tækifæri til þess að iðrast, og eða gera betur þannig að í þeim skilningi er tíminn alltaf í nánd, og endatími einhvers alla daga.

Ég bið þess að sem allra flestir hafi notið þeirra gæfu að hafa tekið á móti frelsis verki Jesú Krist og safnað raunverulegum fjársjóðum, sjóðum sem felast í því að gera góðverk, elska náungan, og eða fengið að njóta þeirra fyllingar sem líf með Jesú er.

Það er líf í gnægð og raunveruleg hamingja, það votta ég. 

Guð blessi þig

(Áður birt 2012)


Lífsins ljóð !

Á lífsins leið koma, þrautir og sár

Sem leggja á sálina ótal ör.

listinn að lifa er þó ávalt klár.

Lofaðu Jesús, og hafðu hann, með í för.

Hann læknar sár, hann frelsar þig.

 Hann verndar mig alla stund

Ég lofa þig drottinn,  þú frelsaðir mig.

 Í fyllingu tímans,  geng ég á þinn fund.      

Þú sonur Guðs,  þú drottinn minn. 

Þú frelsari heimsins, sem elskar alla menn

Veittu mér  visku,  og þekking á vilja þinn.  

Takk Drottinn,  ég veit þú kemur senn.  

Höf. Kristinn Ingi Jónsson


Barátta góðs og ills !

Ísland nýlega

http://visir.is/blossi-fra-gervitungli-og-loftsteinn-hrapadi/article/2011710289947

Sjá tákn í Jerúsalem ekki fyrir löngu:

http://www.youtube.com/watch?v=AXr8sWo5Ju4&NR=1


Lúk 21:7-11

         7 En þeir spurðu hann: "Meistari, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn þess, að það sé að koma fram?" 8  Hann svaraði: "Varist að láta leiða yður í villu.

      Margir munu koma í mínu nafni og segja:, Það er ég!' og ,Tíminn er í nánd!' Fylgið þeim ekki. 9  En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki.

      Þetta á undan að fara, en endirinn kemur ekki samstundis." 10  Síðan sagði hann við þá: "Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki,  11  þá verða landskjálftar  miklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum, en ógnir og tákn mikil á himni.

 Lúk 21:25 

Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný.

Táknin eru augljós öllum þeim er vilja sjá, og láta ekki myrkur heimsins byrgja sér sýn. Jafnvel veðrið lætur ekki að stjórn, flóð og ofsaveður sem aldrey hafa sést.

Ýmis tákn á himni Þjóðir rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, við höfum dæmin allt í kringum okkur, Jesú varar okkur við að láta nokkurn leiða okkur í villu, hann varar líka við því að falsspámenn munu koma í Jesús nafni (og eru komnir).

Við getum ekki treyst því að þó fólk kenni sig við Jesú að hann boði eða iðki sannleikann. Bara þekking okkar á orðinu getur greint rétt frá röngu.

  Eph 6:11-12 

11  Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12  Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs.

Það er okkur nauðsynlegt að þekkja orð Guðs vegna þess að baráttan er á milli herra þessa heims (Satans) og herra Guðs ríkis það er (Jesú).

það kemur fram í Jóhannes 8:44 að Satan er faðir lyginnar og notar lygina til að afvegaleið okkur frá Guði og þess vegna er nauðsynlegt að þekkja orðið til að verjast vélabrögðum falsspámanna sem eru á vegum vonskunnar en kenna sig við nafn Jesú.

Satan kann best allra að blekkja og afvegaleiða fólk, Hann reyndi það við Jesú og notaði þekkingu sýna á biblíuni og reyndi að rangtúlka það er þar stóð en Jesú sýndi okkur hvernig við eigum að verjast með þekkingu á orði Guðs.

Eph 6:10-18 

10  Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. 11  Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12  Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.

13  Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. 14  Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15  og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja

fagnaðarboðskap friðarins.

16  Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. 17  Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. 18  Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.  

Guð blessi ykkur öll !


Með kærleikan að vopni !

Þegar ég horfi á langvinnar þrætu milli Israelsmanna og palistínumanna sem eru hræðilegar, og ætla ég ekki að taka afstöðu í jafn flóknum málum og þeim ég hef einfaldlega ekki þekkingu til þess.

En ég sé klárlega að ofbeldið sem þar er stundað skilar ekki réttlátri niðutstöðu fyrir hvorugum aðilan. Sáning á vondum tilfinningum, hatur og hefnigirni, réttlætt með gjörðum hins aðilans er klárlega ekki að skila árangri þar.

Ef við sáumm ofbeldi þá uppskerum við ofbeldi. Okkur er mjög gjarnt að réttlæta ofbeldi með því að hinn hafi byrjað, og þess vegna eigi hinn aðilinn ofbeldið skilið. Þannig lítur þetta út fyrir mér í Ísrael tveir ágætir málstaðir þar sem báðir aðilar beita ofbeldi til að vinna að bættum lífskilyrðum. (án árangurss)

Mér hugsað til ástandsins á íslandi þar sem þjóðinni hefur að því virðist verið skipt í tvo hópa, annar sem hefur völdin og hinn sem þarf að sætta sig við hvað sem, er hversu óréttlátt sem það er. Ofbeldi á sér margar byrtingarmyndir. Sýnilegar, andlegar, einelti, aðgerðarleysi, skeytingarleysi, vanvirðing, og fl.

Það er mín einlæga skoðun að ekki sé hægt að reka illt út með illu, og verðum við því að taka upp jákvæðari vinnubrögð rekum illt út með góðu, vinnum maður á mann notum valdið sem okkur er fært með kosningarrétti.

Tökum afstöðu með jákvæðni, réttlæti og virðingu. Við skuldum börnunum okkar að byggja upp betra samfélag. Bylltinginn byrjar innan frá og við verðum að byrja á okkur SJÁLFUM með hugafarsbreytingu taka upp jákvæðni og stefna að betra samfélagi það er ótrúlegt hvað uppskeran getur verið margföld ef við tökum upp kærleika og jákvæðni inn í allt okkar líf.

Látum börninn okka heyra jákvæðni við matarborðið í staðin fyrir bölv og ragn um það hversu ömurleg þessi fossetisráðherra, og eða ríkistjórn sé. Börnin okkar og jafnvel vinir taka eftir því hvernig við bregðumst aðstæðum við jafnvel útfrá minnstu viðbrögðun og taka afstöðu út frá því sem við segjum og gerum og taka okkur sem fyrirmyndum

Þau eiga að síga upp frá matarborðinu full af jákvæðni og vilja til að bæta okkar samfélag í stað þess að vilja fara niður á Austurvöll og gríta eggjum í Forsetisráðherra.

Festumst ekki í fjötrum ofbeldis þar sem heift og illska stjórna gjörðum.

Tökum heldur upp jákvæðni gleði, bjartsýni og góðvilja, það eru ávextirnir sem við viljum uppskera.

GUÐ BLESSI ÍSLAND !

Lögmál Guðs ( Boðorðinn 10 )

Sálmar 1, 1:1-6

Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði, heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.

Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki.

Allt er hann gjörir lánast honum. Svo fer eigi hinum óguðlega, heldur sem sáðum, er vindur feykir.

Þess vegna munu hinir óguðlegu eigi standast í dóminum og syndugir eigi í
söfnuði réttlátra.

Því að Drottinn þekkir veg réttlátra, en vegur óguðlegra endar í vegleysu.


Kærleikur er afl til góðara verka !

Fullkomið líf er:


Að henda út græðginni og fylli í tómarúmið með kærleika


Það er fullkominn lygi að græðgi sé kraftur sem drýfur fólk áfram til athafna og jafnvel góðra hluta.


Græðginn er undirrót vondra verka sem leiða til óhamingju og vansældar fyrir alla, hvort sem er geranda græðginar eða þeirra sem eru í hans nánasta umhverfi.


Kærleiki er vekfæri sem leiðir til hamingju, velsældar, umburðalindis, vinsemdar, eða beinlínis leið til fulkominnar hamingu.


Skiptum út hugtakinu græðgi fyrir KÆRLEIKA !


Spádómar bíblíunar rætast !

 

Allir spádómar bíblíunar koma fram ein af öðrum ekkert kemur í veg fyrir að orð Guðs rætist. 

Skýr merki þess að allir spádómar komi fram, margir eru þegar framkomnir. En virðast ekki ná til okkar.

Þetta var ritað fyrir ca. 2000 árum um síðustu daga

Jakob 5:1 - 6

Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin,  gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur.

Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum.

Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna.

Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafið sakfellt og drepið hinn réttláta. Hann veitir yður ekki viðnám.

Og en erum við hvött til að halda okkur við frelsarann,

því koma drottins er í nánd  

Jakob 5:7 - 12

Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn,

hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn.

Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd.

Kvartið ekki hver yfir öðrum, bræður, svo að þér verðið ekki dæmdir.

Dómarinn stendur fyrir dyrum.

Bræður, takið spámennina til fyrirmyndar, sem talað hafa í nafni Drottins og liðið illt með þolinmæði.

Því vér teljum þá sæla, sem þolgóðir hafa verið. Þér hafið heyrt um

þolgæði Jobs og vitið, hvaða lyktir Drottinn gjörði á högum hans. Drottinn er mjög miskunnsamur og líknsamur.

En umfram allt, bræður mínir, sverjið ekki, hvorki við himininn né við jörðina né nokkurn annan eið. En já yðar sé já, nei yðar sé nei, til þess að þér fallið ekki undir dóm.

Fyrheit og leiðbeiningar um hvernig við getum treyst Guði og tekið á móti hans stórkoslegu gjöfum.

Jakob 5:13 - 20

Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín

öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum.

Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á

fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar.

Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þessað þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.

Elía var maður sama eðlis og vér, og hann bað þess heitt, að ekki skyldi rigna, og það rigndi ekki yfir landið í þrjú ár og sex mánuði.

Og hann bað aftur, og himinninn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt. Bræður mínir, ef einhver meðal yðar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur,

þá viti hann, að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans mun frelsa sálu hans frá dauða og hylja fjölda synda.

 


Grundvöllur kristinar trúar er stjórnarskrá Guðsríkis Boðorðinn 10

Guð talaði öll þessi orð og sagði:

1.   "Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

Ég er Drottinn Guð þinn, hann leiddi okkur út úr þrælahúsi sem samkvæmt mínum skilning lausn úr þrælmdóm syndarinnar, Hann gefur okkur svo fyrirmæli um að hafa engan annan Guð en hann.

Öll hans fyrirmæli eru sett okkur til góða af fullkomnum kærleik, svo að við förum okkur ekki að voða. Líkt og foreldri varar barnið sitt við að leika sér ekki við árbakkan svo það falli ekki útí og drukkni.

2.   Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni.  Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

Í mínum huga er það skýrt að með því að gera líkneski í hvaða mynd sem er hvort það er stytta, mynd, eða hvað annað hvort sem það er likneski af Jesú eða einhverju öðru þá gerir það okkur ekki gott, líkneskji geta verið í mörgum myndum svo sem fjármunir, og eða hvað sem er, sem taka hug okkar frá Guði ,og við tilbiðjum og eða látum stjórnast af eða hvað eina annað sem skyggir á hin eina sanna lifandi Guð.

3.   Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.

4.   Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna,  því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Menn eru oftast sammála því að það eigi að hvílast einn dag í viku, en eru svo alfarið á móti því að það eigi að vera laugardagur eins og í frum kristninni, í mínum huga virðist þetta boðorð vera mjög mikilvægt fyrir Guð því hann helgaði hvíldardaginn.

Hann sendirspámennina til að árétta fyrir okkur aftur og aftur um mikilvægi þess að halda hvíldardaginn heilagan

Esikíel  20: 19 -20  

Ég er Drottinn Guð ykkar. Farið að lögum mínum og haldið reglur mínar og framfylgið þeim.  Haldið hvíldardaga mína heilaga svo að þeir verði tákn sáttmálans milli mín og ykkar og þið skiljið að ég er Drottinn Guð ykkar.

Mar 2:27 

Og hann sagði viðþá: "Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.

Jer 17:21 

Svo segir Drottinn: Gætið yðar - líf yðar liggur við - og berið eigi byrðar á hvíldardegi, svo að þér komið með þær inn um hlið Jerúsalem.

5.   Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.

Heiðra föður þinn og móður þína, svo þú verðir langlífur.  En og aftur eru fólginn fyrirheit í því aðfara eftir boðorðunum

6.   Þú skalt ekki morð fremja. 

7.   Þú skalt ekki drýgja hór.

8.   Þú skalt ekki stela.

9.   Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekkigirnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, nénokkuð það, sem náungi þinn á."

6 til 10 boðorðið geta allir samþykkt, enginn vill leifa morð, þjófnað og eða annað sem er augljóst að gerir öllum illt.

Boðorðin voru sett til að við lærum að þekkja synd

2Jn 1:5  Og nú bið ég þig, frú mín góð, og er þá ekki að skrifa þér nýtt boðorð, heldur það, er vér höfðum frá upphafi: Vér skulum elska hver annan.

2Joh 1:6  Og í þessu birtist elskan, að vér lifum eftir boðorðum hans. Þetta er boðorðið, eins og þér heyrðuð það frá upphafi, til þessað þér skylduð lifa í því.

1Joh 5:3  Því að í þessu birtist elskan til Guðs, aðvér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung

Rom 7:7  Hvað eigum vér þá að segja? Er lögmálið synd? Fjarri fer því. En satt er það: Ég þekkti ekki syndina nema fyrir lögmálið . Ég hefði ekki vitað um girndina, hefði ekki lögmálið sagt: "Þú skalt ekkigirnast."

Fyrir boðorðinn er tilkominn þekking á synd.

Op 14:12  Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband