“Ísrael” Útvalinna þjóð Guðs! Eða?

Fyrir ca. 2300 árum skrifar Móse allt sem á eftir að koma yfir Ísraelsmenn allt fram á þennan dag t.d. Í 5.mósebók 28 kafla og víðar! Allir spámennirnir hafa einnig skrifað um ást Guðs á Gyðingum og þann kaleik sem lagður hefur verið á þá í aldanna rás, þeirra hlutverk hefur verið að fullkomna sáttmála Guðs til þess að leiða mannin aftur heim í Guðs ríki!  

Ísrael leitt heim fyrir kraft Guðs

Ég trúi orðinu eins og það er skrifað

Guð lýgur ekki! Guð sér sig ekki um hönd, Guð segir ekkert sem hann ekki framkvæmir.

 

Sjá 4. Mós 23:19-21.

19  Guð er ekki maður, að hann ljúgi, né sonur manns, að hann sjái sig um hönd. Skyldi hann segja nokkuð og gjöra það eigi, tala nokkuð og efna það eigi?20  Sjá, að blessa var mér falið, fyrir því blessa ég og tek það eigi aftur.

21  Eigi sést óheill með Jakob, né heldur má mein líta með Ísrael. Drottinn, Guð hans, er með honum, og konungsfögnuður er hjá honum

5. Mós 28:64 þar segir Guð frá því að hann muni dreyfa Ísrael meðal þjóðana, þar sem þeir munu ganga undir oki annars þjóða.

5. Móse 29:12-15

12  til þess að gangast undir sáttmála Drottins, Guðs þíns, og í eiðfest samfélag við hann, er Drottinn Guð þinn gjörir við þig í dag,

13  til þess að hann gjöri þig í dag að sínum lýð og hann sé þinn Guð, eins og hann hefir heitið þér og eins og hann hefir svarið feðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakob.

14  En ég gjöri ekki þennan sáttmála og þetta eiðfesta samfélag við yður eina,

15  heldur bæði við þá, sem standa hér með oss í dag frammi fyrir Drottni Guði vorum, og einnig við þá, sem ekki eru hér með oss í dag.

Guð gerði sáttmála við Ísrael um eiðfest samfélag við hann, og þarna koma hinir kristnu inn í myndina.

5. Móse 30:1-3

1  Þegar allt þetta, blessunin og bölvunin, sem ég hefi lagt fyrir þig í dag, kemur fram við þig, og þú hugfestir það meðal allra þeirra þjóða, er Drottinn Guð þinn rekur þig til,

2  og þú snýr þér aftur til Drottins Guðs þíns og hlýðir raustu hans í öllu, sem ég býð þér í dag, bæði þú og börn þín, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni,

3  þá mun Drottinn Guð þinn snúa við högum þínum og miskunna þér og safna þér aftur saman frá öllum þjóðum, þeim er Drottinn Guð þinn hefir dreift þér á meðal.

5. Móse 32:3-4

3  Ég vil kunngjöra nafn Drottins: Gefið Guði vorum dýrðina!

4  Bjargið - fullkomin eru verk hans, því að allir vegir hans eru réttlæti. Trúfastur Guð og tállaus, réttlátur og réttvís er hann. 

Öll verk Guðs eru fullkomin

Jerimía 31:37

Jer 31:37  Svo segir Drottinn: Svo sannarlega sem himinninn hið efra verður eigi mældur né undirstöður jarðarinnar hið neðra rannsakaðar, svo sannarlega mun ég ekki hafna öllum Ísraels niðjum sakir alls þess, er þeir hafa gjört - segir Drottinn.

Í Esíkel 16:59-60

59  Svo segir Drottinn Guð: Ég gjöri við þig, eins og þú hefir gjört, þar sem þú hafðir eiðinn að engu og raufst sáttmálann.

60  En þó vil ég minnast sáttmála míns, þess er ég við þig gjörði á dögum æsku þinnar, og binda við þig eilífan sáttmála. 

Hér er stutt samantekt á því sem Guð hefur heitið Ísrael og því hvernig hann sagði fyrir um allt sem átti yfir þá að koma vegna óhlýðni þeirra og hvernig hann munu fyrirgefa þeim t.d í

Esíkel 16:63

63  til þess að þú minnist þess og skammist þín og ljúkir eigi framar upp munni þínum sakir blygðunar, er ég fyrirgef þér allt það, sem þú hefir gjört - segir Drottinn Guð."

Þegar Jesú segir lærisveinum sínum að nema líkingu af fíkjutrénu í Matteus 24:32 þar er hann að vísa til Ísraels og heimkomu Ísraelsmanna sem er alls ekki mannana verk heldur hefur Guð leitt þá heim eins og hann lofaði.

Róm 11:25-29

Þarna lýsir Páll hlutverki Gyðinga í heim förinni aftur heim til Guðs!

Vegna hlutverks Gyðinga í áætlun Guðs, hatar heimurinn þá og hefur Satan gert allt til þess að eyða þeim og sverta í augum almennings til að koma í veg fyrir að fullkominn áætlun Guðs nái fram að ganga!

Sjá Jesaja 45:17

17  En Ísrael frelsast fyrir Drottin eilífri frelsun. Þér skuluð eigi verða til skammar né háðungar að eilífu.

18  Já, svo segir Drottinn, sá er himininn hefir skapað - hann einn er Guð, sá er jörðina hefir myndað og hana til búið, hann, sem hefir grundvallað hana og hefir eigi skapað hana til þess, að hún væri auðn, heldur myndað hana svo, að hún væri byggileg: Ég er Drottinn, og enginn annar.

19  Ég hefi ekki talað í leynum, einhvers staðar í landi myrkranna. Ég hefi eigi sagt við Jakobsniðja: "Leitið mín út í bláinn!" Ég, Drottinn, tala það sem rétt er og kunngjöri sannmæli.

20  Safnist saman og komið, nálægið yður, allir þér af þjóðunum, sem undan hafið komist: Skynlausir eru þeir, sem burðast með trélíkneski sitt og biðja til guðs, er eigi getur hjálpað.

21  Gjörið kunnugt og segið til! Já, ráðfæri þeir sig hver við annan! Hver hefir boðað þetta frá öndverðu og kunngjört það fyrir löngu? Hefi ég, Drottinn, ekki gjört það? Enginn Guð er til nema ég. Fyrir utan mig er enginn sannur Guð og hjálpari til.

22  Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar.

23  Ég hefi svarið við sjálfan mig, af munni mínum er sannleikur út genginn, orð, er eigi mun bregðast: Fyrir mér skal sérhvert kné beygja sig, sérhver tunga sverja mér trúnað.

24  "Hjá Drottni einum," mun um mig sagt verða, "er réttlæti og vald." Allir fjendur hans skulu til hans koma og blygðast sín.

25  Allir Ísraelsniðjar skulu réttlætast fyrir Drottin og miklast af honum.

Þannig er það í mínum huga það sem Guð hefur sagt er og verður.

 

Guð blessi þig kæri bróðir/systir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband