Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Uxinn og bóndinn

Uxi gekk hjá mjög veiklulegur og þjáður, Þar kom aðvífandi bóndinn allnokkuð við skál og feldi veikburða uxann,  þannig hafði hann nægt kjöt til skamms tíma. En morguninn eftir kom þynnkan þá rann upp fyrir honum að hann að ekki gat hann ekki plægt akurinn og eða sáð til nýrra uppskeru.

Þá ég fyrir mér annan endir sem var þannig að bóndinn kom og lagði dag og nótt í að hjúkra uxanum þar til uxinn var orðin heill þá notaði bóndinn uxann við að plægja akurinn og vöru afköst uxans undraverð þar sem uxinn mundi eftir alúð bóndans og uppskeran var góð um alla framtíð.Við almúgurinn erum uxinn sem eftir fjárhagslegar hamfarir í Íslensku efnahagslífi hafa slasast illa við liggjum sárir og ósjálfbjarga, margir horfa fram á gjaldþrot og atvinnuleysi . Aðrir hyggja á flytja af landi brott jafnvel í þúsundartali og kemur þá upp í hugann orð úr biblíunni.

Orðsk 14:4

Þar sem engin naut eru, þar er jatan tóm, en fyrir kraft uxans fæst mikill ágóði.  

Nú er komið að því að vekja bóndann af ölæðinu, og passa að hann slátri ekki, heldur hjúkri, Því einungis fyrir kraft fólksins fæst aftur auður 

 „Bara að bóndinn viti að það kemur nýr dagur“ 

Ríkisstjórn það þarf álvöru aðgerðir til að bjarga fólkinu ! 

Stöndum vörð um fólkið !


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband