Lífið með Jesú er eina leiðinn heim!

Rómverjabréfið 8

Lífið í andanum
1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig [1]frá lögmáli syndarinnar og dauðans. 3Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju [2]mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum. 4Þar með gat réttlætiskröfu lögmálsins orðið fullnægt hjá okkur sem andinn fær að leiða en ekki sjálfshyggjan. [3]5Þau sem stjórnast af eigin hag [4]hafa hugann við það sem hann krefst. En þau sem stjórnast af anda Guðs hafa hugann við það sem hann vill. 6Sjálfshyggjan [5]er dauði en hyggja andans líf og friður. 7Sjálfshyggjan [6]er fjandsamleg Guði og lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki. 8Þau sem lúta eigin hag [7]geta ekki þóknast Guði.
9En þið eruð ekki á hennar valdi heldur andans sem í ykkur býr. En sá sem hefur ekki anda Krists er ekki hans. 10Ef Kristur er í ykkur er líkaminn að sönnu dauður því að syndin er dauð en andinn er líf sakir sýknunar Guðs. 11Ef andi hans sem vakti Jesú frá dauðum býr í ykkur þá mun hann sem vakti Krist frá dauðum einnig lífga dauðlega líkami ykkar með anda sínum sem í ykkur býr.
12Þannig erum við, systkin, [8]í skuld, ekki við eigin hyggju [9]að við skyldum lúta henni 13því að ef þið gerið það munuð þið deyja. En ef þið látið anda Guðs deyða gjörðir sjálfshyggjunnar [10]munuð þið lifa. 14Allir sem leiðast af anda Guðs eru Guðs börn. 15Þið hafið ekki fengið anda sem hneppir í þrældóm og leiðir aftur til hræðslu. Þið hafið fengið þann anda sem gerir mann að barni Guðs. Í þeim anda áköllum við: „Abba, faðir.“ 16Sjálfur andinn vitnar með anda okkar að við erum Guðs börn. 17En ef við erum börn erum við líka erfingjar og það erfingjar Guðs en samarfar Krists því að við líðum með honum til þess að við verðum einnig vegsamleg með honum.

Dýrðarfrelsi Guðs barna
18Ég lít svo á að þjáningar þessa tíma séu ekki neitt í samanburði við þá dýrð sem á okkur mun opinberast. 19Því að sköpunin vonar og þráir að Guðs börn verði opinber. 20Sköpunin er hneppt í ánauð hverfulleikans, ekki sjálfviljug heldur að vilja hans sem bauð svo, 21í þeirri von að sjálf sköpunin verði leyst úr ánauð sinni undir hverfulleikanum og fái frelsið í dýrðinni með börnum Guðs.
22Við vitum að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. 23Og ekki það eitt, heldur stynjum við sem eigum frumgróða andans einnig með sjálfum okkur meðan við bíðum þeirrar stöðu Guðs barna sem í vændum er með endurlausn líkama okkar. 24Í þessari von erum við hólpin. Von, sem menn sjá fram komna, er ekki von. Hver vonar það sem hann sér? 25En ef við vonum það sem við sjáum ekki bíðum við þess með þolinmæði.
26Eins hjálpar andinn okkur í veikleika okkar. Við vitum ekki hvers við eigum að biðja eins og ber en sjálfur andinn biður fyrir okkur með andvörpum sem engum orðum verður að komið. 27En hann sem hjörtun rannsakar veit hver hyggja andans er, að hann biður fyrir heilögum samkvæmt Guðs vilja.
28Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni. 29Þau sem hann þekkti fyrir fram hefur hann og fyrirhugað til þess að mótast eftir mynd sonar síns svo að hann sé frumburður meðal margra systkina. [11]30Þau sem hann fyrirhugaði hefur hann og kallað. Þau sem hann kallaði hefur hann og réttlætt og þau sem hann réttlætti hefur hann og gert vegsamleg.

Kærleikur Guðs í Kristi Jesú
31Hvað eigum við þá að segja við þessu? Ef Guð er með okkur hver er þá á móti okkur? 32Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni heldur framseldi hann fyrir okkur öll, hvort mundi hann ekki líka gefa okkur allt með honum? 33Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Það er Guð sem sýknar. 34Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir okkur. 35Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists? [12]Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð? 36Það er eins og ritað er:
Þín vegna er okkur dauði búinn allan daginn
og við metin sem sláturfé.
37Nei, í öllu þessu vinnum við fyllsta sigur í krafti hans sem elskaði okkur. 38Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, 39hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum.


Vegurinn að lífsins tré!

Vegurinn að lífsins tré!

Veginum að lífsins tré lokaði Guð vegna synda mannsins sjá:

1 Mós 3:24 Og hann rak manni burt og setti kerúbana fyri Austin Eden og loga hins sveipandi sverðs til þess að gæta vegarins að lífsins tré.

1. Kron 16:11

Leitið Drottins og máttar hans, leitið sífellt eftir augliti hans.

Amos 5:14

Leitið hins góða en ekki hins illa, þá munuð þér lifa og þá verður Drottin, Guð hersveitanna, með yður eins og þér hafið sagt.

Guð setti manninum leiðarvísi um hvers við eigum að leita! "lífsins tré"

Matt 7:7

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.

Jóh. 3:16

því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að Hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Opinb. 22:14

Sælir eru þeir sem þvo skykkjur sínar. Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðið inn í borgina.

þetta er eina leiðinn að lífsins tré það er í gegnum trú á hinum lifandi syni Guðs Jesú Kristi.

Jesaja 34:16

Leitið í bók Drottins og lesið: Ekkert mun vanta, ekkert þeirra saknar annars því munnur Drottins hefur boðið þetta, andi hans hefur sjálfur stefnt þeim saman.

Jesaja 8:19-20

Ef sagt er við yður: "Leitið til framliðinna og anda sem hvískra og muldra," skuluð þér svara:"Á fólk ekki frekar að leita til Guðs síns? Hvers vegna ættu menn að leita til dauðra vegna hinna lifandi? "Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins" Hver sem ekki talar þannig mun ekki líta mörgunroðann.

Öll önnur leit er varasöm og til þess eins að eyðileggja og afvegaleiða fólk frá sannleikanum og valda fólki skaða.

Verum því staðföst í Guði og orði hans.


Að eiga lifandi samfélag við Guð!

Þessi sálmur er mér mjög hugleikinn, og skýrir vel samband mitt við Guð, og vonina sem ég á í Jesús frelsara mínum.

Hvert orð Davís í þessum sálmi eru eins og töluð frá hjarta mínu, og set ég þau fram í bæn til Drottins. 

 

Sálmarnir 25 

Davíðssálmur.

Til þín, Drottinn, hef ég sál mína,
Guð minn, þér treysti ég,

lát mig eigi verða til skammar, 
lát eigi óvini mína hlakka yfir mér.

Enginn sem á þig vonar
mun til skammar verða,

þeir einir verða til skammar
sem ótrúir eru að tilefnislausu. 

Vísa mér vegu þína, Drottinn,
kenn mér stigu þína.

Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér

því að þú ert Guð hjálpræðis míns, allan daginn vona ég á þig.

Minnst þú, Drottinn, miskunnar þinnar og gæsku
sem er frá eilífð.

Minnst þú ekki æskusynda minna og afbrota,
minnstu mín í elsku þinni sakir gæsku þinnar, Drottinn.

Góður og réttlátur er Drottinn,
þess vegna vísar hann syndurum veginn.

Hann leiðir hógværa á vegi réttlætisins
og vísar auðmjúkum veg sinn. 

Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti 
fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð.

Vegna nafns þíns, Drottinn,
fyrirgef mér sekt mína þó að hún sé mikil. 

Hverjum þeim sem óttast Drottin
vísar hann veginn sem hann skal velja.

Sjálfur mun hann búa við hamingju
og niðjar hans munu erfa landið.

Drottinn sýnir þeim trúnað sem óttast hann
og gerir þeim sáttmála sinn kunnan.

Ég beini augum sífellt til Drottins
því að hann leysir fætur mína úr snörunni.

Snú þér til mín og ver mér náðugur
því að ég er einmana og beygður.

Frelsa mig frá kvíða hjarta míns,
leið mig úr nauðum.

Lít á neyð mína og eymd
og fyrirgef allar syndir mínar.

Sjá, hve fjandmenn mínir eru margir,
þeir hata mig ákaft.

Varðveit líf mitt og frelsa mig,
lát mig ekki verða til skammar
því að hjá þér leita ég hælis.

Heilindi og ráðvendni verndi mig
því að á þig vona ég.

Guð, frelsa Ísrael
úr öllum nauðum hans. 

 


Hin fullkomna áætlun Guðs !

Eins og sjá má í 5.Mósebók 3: 14-30

Þá vissi Guð hvernig allt kæmi til með að verða og öll orð Guðs hafa ræst og eru óskeikul.

Í Sálmunum 22. Kafla spáir Davíð fyrir um komu og örlög Jesús Krists sem frelsara mannkynsins Jesaía spáiði fyrir um komu Jesú ca sexhundrum árum áður en hann kom.

Sjá Jóhannesarguðspjall 3:16 16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Við getum farið í gegnum alla spádóma Bíblíunar og séð að allir eru þeir óskeikulir og þeir munu allir rætast.

Heimför heitið

1Þegar allt þetta, blessunin og bölvunin sem ég hef lagt fyrir þig í dag, er yfir þig komið og þú minnist þeirra orða á meðal allra þeirra þjóða sem Drottinn, Guð þinn, hrekur þig til, 2munt þú og niðjar þínir snúa ykkur aftur til Drottins, Guðs þíns. Þið munuð hlýða boði hans af öllu hjarta og allri sálu, öllu sem ég býð þér í dag, 3þá mun Drottinn, Guð þinn, snúa við högum þínum. Hann mun sýna þér miskunn og safna þér saman frá öllum þeim þjóðum sem Drottinn, Guð þinn, hafði dreift þér á meðal. 4Jafnvel þótt nokkrir ykkar hafi hrakist allt til endimarka himins mun Drottinn, Guð þinn, safna ykkur saman og sækja þangað. 5Og Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig aftur inn í landið sem forfeður þínir tóku til eignar. Þú munt taka það til eignar og hann mun láta þér farnast betur og gera þig fjölmennari en forfeður þína.

6Drottinn, Guð þinn, mun umskera hjarta þitt og hjarta niðja þinna svo að þú elskir Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni svo að þú lifir.

Nú hefur Guð leitt Israelsmenn heim aftur eins og hann hefur lofað og eru það í mínum huga tákn um að Kristur mun koma brátt!

 

Rómverjabréfið 11

Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum

1Ég spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum? Öðru nær! Sjálfur er ég Ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns. 2Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum sem hann þekkti fyrir fram. Ég minni á það sem Ritningin segir í kaflanum um Elía, hvernig hann kemur fram fyrir Guð með kæru á hendur Ísrael: 3„Drottinn, spámenn þína hafa þeir drepið og rifið niður ölturu þín, ég er einn eftir og þeir sitja um líf mitt.“ 4En hvaða svar fær hann hjá Guði? „Ég hef tekið frá handa mér sjö þúsundir manna sem hafa ekki beygt kné fyrir Baal.“ 5Eins eru á okkar tíma leifar eftir sem Guð hefur valið af náð. 6En sé það af náð er það ekki vegna verka, þá væri náðin ekki orðin náð. 

7Hvað merkir þetta? Að það sem Ísrael keppir eftir hlotnaðist honum ekki en útvöldum hlotnaðist það. Hinir urðu forhertir 8eins og ritað er: „Guð gaf þeim sljóan anda, augu sem sjá ekki, eyru sem heyra ekki allt fram á þennan dag.“

9Og Davíð segir: „Verði borðhald þeirra snara og gildra þeim til falls og refsingar. 10Blindist augu þeirra að þeir sjái ekki og ger bak þeirra bogið um aldur.“ 

11Nú spyr ég: Hrösuðu þá Ísraelsmenn til þess að falla að fullu? Fjarri fer því. Fall þeirra varð heiðingjum hjálpræði. Það átti að vekja afbrýði hjá Gyðingum. 12Hafi fall þeirra orðið heiminum auður og ófarir þeirra heiðingjum auður, hve miklu mun þá muna þegar þeir koma allir með tölu? 

 

Jóhannesarguðspjall 3:16

16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Fyrirmæli Drottins til Móse og Jósúa

14Drottinn sagði við Móse:

„Dagar þínir eru brátt taldir. Kallaðu nú á Jósúa og gangið inn í samfundatjaldið því að ég mun setja hann í embættið.“ Móse fór þá ásamt Jósúa og þeir tóku sér stöðu í samfundatjaldinu. 15Þá birtist Drottinn í skýstólpa í tjaldinu og skýstólpinn nam staðar við tjalddyrnar.

16Drottinn sagði við Móse:

„Nú leggst þú til hvíldar hjá forfeðrum þínum. Þá mun þetta fólk gera uppreisn. Það mun taka fram hjá með því að elta hina framandi guði í landinu sem það heldur nú inn í. Það mun yfirgefa mig og rjúfa sáttmála minn sem ég gerði við það.

17Á þeim degi mun heift mín blossa upp gegn því. Ég mun yfirgefa það og hylja auglit mitt fyrir því og þá verður það auðveld bráð. Margs kyns böl og þrengingar munu hremma það. Á þeim degi mun fólkið spyrja: Er þetta böl komið yfir mig af því að Guð minn er ekki með mér?

18En á þeim degi mun ég hylja auglit mitt sakir alls hins illa sem það gerði með því að snúa sér að öðrum guðum.

19Skrifið því upp þetta ljóð og kennið það Ísraelsmönnum. Leggið það þeim í munn svo að þetta ljóð verði vitni mitt gegn Ísraelsmönnum. 20Þegar ég hef leitt þetta fólk inn í landið sem ég hét feðrum þess, landið sem flýtur í mjólk og hunangi, mun það eta nægju sína og fitna. Þá mun það snúa sér að öðrum guðum og þjóna þeim en mér mun það hafna og rjúfa sáttmála minn. 21Þegar margs kyns böl og þrengingar hremma það mun ljóð þetta bera vitni gegn þessu fólki því að það mun ekki gleymast, það mun geymast í munni niðja þess. Ég veit hvert hugur þess hneigist nú þegar, áður en ég leiði það inn í landið sem ég hét því.“

22Sama dag ritaði Móse upp ljóð þetta og kenndi það Ísraelsmönnum.

23Síðan skipaði Drottinn Jósúa Núnsson í embætti sitt og sagði: „Vertu styrkur og djarfur því að þú átt að leiða Ísraelsmenn inn í landið sem ég hét þeim. Ég verð með þér.“ 24Þegar Móse hafði lokið við að skrá sérhvert ákvæði þessa lögmáls á bók 25bauð hann Levítunum sem báru örk sáttmála Drottins og sagði: 26„Takið við þessari lögbók og leggið hana við hliðina á örk sáttmála Drottins, Guðs ykkar. Þar skal hún vera vitni gegn ykkur. 27Ég þekki svo sannarlega mótþróa þinn og þrjósku. Þið hafið óhlýðnast Drottni nú í dag á meðan ég er enn á lífi og hjá ykkur. Hvað verður þá að mér látnum? 28Stefnið nú til mín öllum öldungum ættbálka ykkar og skrifurum. Ég ætla að flytja þeim þessi orð og kveðja himin og jörð til vitnis gegn þeim 29því að ég veit að eftir dauða minn munuð þið gerspillast og víkja af þeim vegi sem ég hef boðið ykkur. Síðar mun ógæfan koma yfir ykkur af því að þið gerið það sem illt er í augum Drottins og vekið reiði hans með athæfi ykkar.“

30Móse flutti þá öllum söfnuði Ísraels þetta ljóð allt frá upphafi til enda.

 

Í 22 Davíðssálmi spáir Davíð fyrir um komu Krists með einstakri ná

Sálmarnir 22

 

1Til söngstjórans. Lag: Hind morgunroðans. Davíðssálmur.

2Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig?

Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg.

3„Guð minn!“ hrópa ég um daga en þú svarar ekki,

og um nætur en ég finn enga fró.

4Samt ert þú Hinn heilagi

sem ríkir yfir lofsöngvum Ísraels.

5Þér treystu feður vorir,

þeir treystu þér og þú hjálpaðir þeim,

6hrópuðu til þín og þeim var bjargað,

treystu þér og vonin brást þeim ekki.

7En ég er maðkur og ekki maður,

smánaður af mönnum, fyrirlitinn af öllum.

8Allir, sem sjá mig, gera gys að mér,

geifla sig og hrista höfuðið.

9Hann fól málefni sitt Drottni,

hann hjálpi honum,

og frelsi hann, hafi hann þóknun á honum.

10Þú leiddir mig fram af móðurlífi,

lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.

11Til þín var mér varpað úr móðurskauti,

frá móðurlífi ert þú Guð minn.

12Ver eigi fjarri mér

því að neyðin er nærri

og enginn hjálpar.

13Sterk naut umkringja mig,

Basans uxar slá hring um mig, [1]

Basan nefndist hérað austan Jórdanar. Nautpeningurinn þar þótti sérstaklega stórvaxinn. Basans uxar merkja illvirkja.

 

14glenna upp ginið í móti mér,

sem bráðsólgið, öskrandi ljón.

15Ég er eins og vatn sem hellt er út,

öll bein mín gliðnuð í sundur,

hjarta mitt er sem vax,

bráðnað í brjósti mér.

16Kverkar mínar eru þurrar sem brenndur leir,

tungan loðir við góminn,

þú leggur mig í duft dauðans.

17Hundar umkringja mig,

hópur illvirkja slær hring um mig, 

þeir hafa gegnumstungið hendur mínar og fætur. 

18Ég get talið öll mín bein,

þeir horfa á og hafa mig að augnagamni.

19Þeir skipta með sér klæðum mínum,

kasta hlut um kyrtil minn.

20En þú, Drottinn, ver ekki fjarri,

styrkur minn, skunda mér til hjálpar.

21Frelsa mig undan sverðinu

og líf mitt frá hundunum.

22Bjarga mér úr gini ljónsins

og frá hornum villinautanna. 

Þú hefur bænheyrt mig.

23Ég vil vitna um nafn þitt

fyrir bræðrum mínum,

í söfnuðinum vil ég lofa þig.

24Þér, sem óttist Drottin, lofið hann,

tignið hann, allir niðjar Jakobs, óttist hann, allir niðjar Ísraels.

25Því að hvorki fyrirleit hann hinn hrjáða

né virti að vettugi neyð hans.

Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum

heldur heyrði hróp hans á hjálp.

26Frá þér kemur lofsöngur minn í stórum söfnuði,

heit mín vil ég efna frammi fyrir þeim sem óttast Drottin.

27Snauðir munu eta og verða mettir,

þeir sem leita Drottins skulu lofa hann.

Hjörtu yðar lifi að eilífu.

28Endimörk jarðar skulu minnast þess og hverfa aftur til Drottins

og allar ættir þjóðanna falla fram fyrir augliti hans.

29Því að ríkið er Drottins,

hann drottnar yfir þjóðunum.

30Öll stórmenni jarðar munu falla fram fyrir honum

og allir sem hníga í duftið beygja kné sín fyrir honum.

31En ég vil lifa honum,

niðjar mínir munu þjóna honum.

32Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni

og óbornum mun boðað réttlæti hans

því að hann hefur framkvæmt það. 

 

 

Í fyllingu tímans sendi Guð Jesú

Jóhannesarguðspjall 3:16

16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

 

Guð gefur son sinn til að allir öðlist líf

(Jóh 3.13-21)

Það var vegna eirormsins sem Móse hóf á loft í eyðimörkinni (4Mós 21.8) að Gyðingar björguðust. Með líkum hætti á fyrir Jesú að liggja að vera „hafinn á loft“ (v.14) á krossinum, orðasamband sem tekur í senn til fórnarinnar og dýrðarinnar sem bíður hans. Vegna kærleika síns færir Guð heiminum einkason sinn, sem aftur megnar að veita líf. Guð fellir ekki dóm yfir heiminum, en með því að færa honum ljósið stillir hann honum upp andspænis valinu um að vera áfram í myrkri eða meðtaka ljósið.

Jesaja 11

Konungur friðarríkisins

1Af stofni Ísaí mun kvistur fram spretta

og sproti vaxa af rótum hans.

2Andi Drottins mun hvíla yfir honum:

andi speki og skilnings,

andi visku og máttar,

andi þekkingar og guðsótta.

3Guðsóttinn verður styrkur hans.

Hann mun ekki dæma eftir því sem augu hans sjá

og ekki skera úr málum eftir því sem eyru hans heyra.

4Með réttvísi mun hann dæma hina vanmáttugu

og skera með réttlæti úr málum hinna fátæku í landinu.

Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns,

deyða hinn guðlausa með anda vara sinna.

5Réttlæti verður belti um lendar hans,

trúfesti lindinn um mjaðmir hans.

6Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu

og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum.

Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman

og smásveinn gæta þeirra. 

7Kýr og birna verða saman á beit, 

ungviði þeirra hvílir hvort hjá öðru,

og ljónið mun bíta gras eins og nautið.

8Brjóstmylkingurinn mun leika sér 

við holu nöðrunnar

og barn, nývanið af brjósti, 

stinga hendi inn í bæli höggormsins.

9Enginn mun gera illt,

enginn valda skaða 

á mínu heilaga fjalli

því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni

eins og vatn hylur sjávardjúpið. 

 


Nýárs hugleiðing!

Ég er lánsamur maður, ekki bara fyrir það að eiga yndislegu konu, yndisleg börn og hafa góða heilsu og í gegnum það heila átt yndislegt líf, heldur fyrst og fremst fyrir þá náð að Guð hefur opnað augu mín fyrir þeim stórkostlega sannleika að hann elskaði mig svo mikið (þrátt fyrir alla mína galla, og breyskleika) að hann sendi son sinn Jesús til þess að frelsa mig frá dauða til eilífs lífs.

Ég elska lífið vegna þess að það hefur tilgang og vegna Jesús hef ég fengið veg til lífsins, lífs í gnægð.

Minn Guð elskar alla menn og hefur gert áætlun um frelsi fyrir alla sem það kjósa.
Jesú kom í heiminn til þess að gefa frelsi og kenna okkur rétta veg til frelsisins.

Hans æðsta boðorð er elska skalt þú náungan eins og sjálfan þig! Og ekki bara þá sem eru þér nánir. Heldur alla menn sama hverrar trúar, kynþáttar og hvaða skoðanir þeir hafa!

Mat 5:43-48
Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.' En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama? Og hvað er það, þótt þér heilsið bræðrum yðar einum. Gjöra heiðnir menn ekki hið sama? Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

Jesú kom ekki til þess að dæma heldur til þess að frelsa okkur frá hinu illa hann hjálpar okkur til,að finna vegin aftur heim.

Hver er ég að dæma nokkurn mann á ég að fordæma fólk eftir skoðunum, trú, kynhneigð, lyga tali, þjófa, eða nokkru öðru sem skilur fólk frá hvort öðru?

NEI engin er betri en annar, allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.

Það er því mín skoðun að ef einhver dæmir fólk, þá er hann að kasta steinum úr glerhúsi, og þannig steinar koma alltaf til baka. Sýnum því hvort öðru elsku og virðingu, það er aldrei okkar hlutverk að dæma nokkurn mann.

Jóh 12:57
Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn.

Joh 8:7-11
Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: "Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana." Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum. Hann rétti sig upp og sagði við hana: "Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?" En hún sagði: "Enginn, herra." Jesús mælti: "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar."]

Hver er ég til að Dæma?

Verum góð við hvort annað, elskum hvort annað. Því að Jesús kemur fljótt!

Luk 21:25-28
Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd."


Guð er kærleikur!

Ég heyri hjartað, taktfast slá
Og hamingju flæða, um æðar mér
Ég gleðst, því Guð er mér ávalt hjá
Og gefur mér, hluta af sjálfum sér.

Knúinn af kærleik, og ástarþrá.
Ég kalla á náðargjöf þína
Þú fyllti mig þreki, svo augu mín sjá
Ég þakka þér Guð, því þú heyrir bæn mína.

 

 

 

 


Ættartala Adams til Jakobs (Ísraels):

Ættartala Adams til Jakobs (Ísraels)

aettartala1.Mós 5:24 Enok gekk með Guði og hvarf af því að Guð nam hann á burt!

Það segir frá í 1. Mos 6:1-4 að synir Guðs sáu dætur mannanna voru fríðar og tóku sér konur meðal þeirra , allar sem þeim geðjust.

Á þeim tíma voru risarnir á jörðinni og einnig síðar, er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og fæddu þeim sonu. Það eru kapparnir , sm í fyrndinni voru víðfrægir.

Nói var 10. Ættliður frá Adam.

Nói var réttlátur og vandaður á sinni öld. Nói gekk með Guði! og Jörðinn var spillt orðinn.

1.Mós 11:10 segir að Sem gat Arpaksad tveimur árum eftir flóðið sem er misræmi við aldur Metusala við dauða hans en þar á ég en eftir að finna skýrirngu, þar sem aðeins Nói, Sem, Kam og Jafet og konur þeirra fóru í örkina, eða alls 8 manns.

Ég hef gert mér í hugalund út frá biblíulegum forsendum að jörðinn sem var fullkominn skopun Guðs hafi verið fyrir flóð eitthvað á þessa leið sjá mynd:

jordin fyrir flod

Mós 7:11 Á sexhundraðasta aldursári Nóa, í öðrum mánuðinum, á seytjánda degi mánaðarins, á þeim degi opnuðust allar uppsprettur hins mikla undirdjúps og flóðgáttir himinsins lukust upp.

1.Mós 7:12 Og steypiregn dundi yfir jörðina fjörutíu daga og fjörutíu nætur.

1.Mós 6:13 Þá mælti Guð við Nóa: "Endir alls holds er kominn fyrir minni augsýn, því að jörðin er full af glæpaverkum þeirra. Sjá, ég vil afmá þá af jörðinni.

Guð gaf Nóa fyrirmæli um hvernig örkin ætti að vera:

Gjör þú þér örk af góferviði. Smáhýsi skalt þú gjöra í örkinni og bræða hana biki utan og innan.

300 alnir að lengd eða u.þ.b. 150 metrar,

50 alnir að breidd eða u.þ.b. 25 metrar

30 alnir á hæð eða u.þ.b. 15 metrar

orkinn

 

 

 

 

  

Nói er sexhundruðára þegar flóðið kemur yfir jörðina og 17 Ijjar eða árið 1556 eftir sköpun Adams kom flóð yfir heiminn fljóðið.

Þá opnuðust allar uppsprettur hins mikla undirdjúps og fljóðgáttir himinssins lukust upp. og steypiregn dundi yfir jörðina fjörtíu daga og fjörtíu nætur.

Fimtán álna hátt óx vatnið svo að fjöllin fóru á kaf. Það dó allt hold sem hreyfðist á jörðinni. Allt sem hafði lífsanda í nösum sínum.

27 Ijjar árið 1557 eftir sköpun Adams gekk Nói út úr örkinni og með honum synir hans þrír og konur þeirra samtals 8. Manneskjur.

þannig var Nói og fjölskylda hans í eitt ár og 10 daga í örkinni.

Allir aðrir dóu og líka afkomendur sona Guðs og mannanna dætra sem sýnir okkur að þeir voru fallnir frá Guði eins og Satan.

Guð gerði við mannin sáttmála:

Aldrei framar skal allt hold tortímast í vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma og eyða jörðinni. Og hann setti boga sinn í skýinn sem merki þess sáttmála milli allra lifandi sálna.

Boginn skal standa í skýunum, og ég mun horfa á hann til þess að minnast hins eilífa sáttmála.

regnbogi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það vekur einnig athygli mína að frá Nóa flóði til fæðingu Abrahans eru einungis 388 ár og þegar Abraham er 75 ára fer hann frá Harran og nokkrum árum seinna u.þ.b. 470 árum eftir flóð er spillinginn orðinn svo mikkil að Guð eyðir Sódómu og Gómorru.


Barátta góðs og ills!

Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Jörðinn var þá auð og tóm og myrkur gnúfði yfir djúpinu. Og Guð sagði: Verði ljós! og það varð ljós.

Þegar ég las þessar fyrstu línur úr Biblíunni gerði ég mér grein fyrir hvað það þarf mikkla trú til að vera trúleysingi! Því meira sem ég les og kynni mér orð Bíblíunar sé ég hvað þessi bók er uppfull af sannleika, kærleika og þrá Guðs eftir því að leiða okkur aftur heim í fyrirheitna landið.

Það fer ekki mikið fyrir lýsingum á hvernig allt gerðist í upphafi en þó kemur þar fram allt sem við þurfum að vita að jörðinn og maðurinn eru stórkostleg sköpun Guðs, maðurinn er skapaður í Guðs mynd og með frjálsan vilja.

Guð blés lífsanda í nasir mansins og þannig varð maðurinn lifandi sál. Þannig er það samkvæmt mínum skilning að andi Guðs er í okkur á meðan við drögum andan. (job 27:3 meðan lífsönd er í mér og andi Guðs í nösum mínum,)

Guð bjó manninum stað í Paradís, og setti okkur einfaldar reglur okkur til góða þær voru að við máttu eta af öllum tjám aldingarðsins nema af skilningstré góðs og ills.

En höggormurinn var slægari en öll önnur dýr merkurinnar og hann mælti við konuna er það réttt að þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðininum? Þá sagði konan við höggorminn: „Af ávextum trjánna í aldingarðinum megum við eta, en af ávexti trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, af honum, sagði Guð, megið þið ekki eta og ekki snerta hann ella munið þið deyja“

Þá sagði höggormurinn við konuna „Vissulega munuð þið ekki deyja!“

(Þetta vat fyrsta lyginn og því er það augljóst að höggormurinn var Satan.) Joh_8:44 Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.

Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum munu augu ykkar upp ljúkast og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills. (Fyrsta syndin var að óhlýðnast boðum Guðs)

Samkvæmt þessum fyrstu lýsingum Biblíunar er mér það ljósara að Við erum sköpuð af Guði og eigum slóttugan óvin sem notar alla mögulega klæki til að slíta okkur frá Guði.


Að meðtaka Guðs orð!

 

5Mós. 33:3 - 4

3 já, hann elskar sinn lýð, allir hans heilögu eru í hans hendi. Og þeir fara eftir leiðsögu þinni, sérhver þeirra meðtekur af orðum þínum.
4 Móse setti oss lögmál, óðal Jakobs safnaðar.

Hverjir eru hinir heilögu ? þeir heilögu, eru þeir sem tilheyra Guði, meðtaka og tileinkar sér orð Guðs.

Sálm.34:10

10 Óttist Drottin, þér hans heilögu, því að þeir er óttast hann líða engan skort.

Esek.44:23-24

23 Þeir skulu kenna lýð mínum að gjöra greinarmun á heilögu og óheilögu og fræða hann um muninn á óhreinu og hreinu. 24 Og þeir skulu standa frammi til þess að dæma í deilumálum manna. Eftir mínum lögum skulu þeir dæma þá, og boðorða minna og ákvæða skulu þeir gæta á öllum löghátíðum mínum og halda helga hvíldardaga mína.

Lögmálið eða boðorðin eru okkur gefin til að greina rétt frá röngu, og í sjálfsögun í hlýðni við Guð orð, göngum við inn í helgun, það er enginn önnur leið til að helga sig Guði, og þar af leiðandi verjast vélabrögðum Satans fyrir þekkingu á orði Guðs og hans lögum.

Opinb 12:10

10 Og ég heyrði mikla rödd á himni segja: Nú er komið hjálpræðið og mátturinn og ríki Guðs vors, og veldi hans Smurða. Því að niður hefur verið varpað kæranda bræðra vorra, honum sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt. 11 Og þeir hafa sigrað hann fyrirblóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns, og eigi var þeim lífið svo kært,að þeim ægði dauði.

Satan kærir okkur eftir lögum Guðs dag og nótt, hvað hefur hann til að kæra okkur eftir ? Bara lögum Guðs ! Þá kemur það stórkostlega sem gerir fagnaðar erindið svo stórkostlegt náðin sem við eigum fyrir blóð lambsins. Fyrirgefning synda okkar sem Jesú tók á sig, í eitt skipti fyrir öll, þetta er gjöfin sem Guð gaf okkur !

Gætum þess að taka við gjöfinni og tileinka okkur hana. Mörg okkar taka við henni en einhvern vegin tileinka sér hana ekki í daglegu lífi, svona geyma hana ofan í skúffu til að taka hana upp til spari og ef á þarf að halda. Verum vakandi Því Drottin er í nánd.

Lúk. 17:34-36

34 Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einni hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. 35 Tvær munu mala á sömu kvörn,önnur verður tekin, hin eftir skilin. 36 Tveir verða á akri, annar muntekinn, hinn eftir skilinn.

1Jóh.4:9

9 Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. 10 Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.

Það eina sem við þurfum til að meðtaka gjöfina er að taka við henni og tileinka okkur hana.

Róm.10:9

9 Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.
10 Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

 

Til að varðveita trúna og halda okkur öruggum allt til enda þurfum við að læra og þekkja Guð og tileinka okkur orðið, þannig lærum við að þekkja rétt frá röngu.

Op.14:12

12 Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.

Hvernig getum við haldið vegi okkar hreinum? Með því að tileinka okkur orð Guðs.

Sálm 119:1-12

1 Sælir eru þeir sem breyta grandvarlega, þeir er fram ganga í lögmáli Drottins. 2 Sælir eru þeir er halda reglur hans, þeir er leita hans af öllu hjarta 3 og eigi fremja ranglæti, en ganga á vegum hans. 4 Þú hefir gefið skipanir þínar, til þess að menn skuli halda þær vandlega. 5 Ó að breytni mín mætti vera staðföst, svo að ég varðveiti lög þín. 6 Þá mun ég eigi til skammar verða, er ég gef gaum að öllum boðum þínum. 7 Ég skal þakka þér af einlægu hjarta, er ég hefi numið þín réttlátu ákvæði. 8 Ég vil gæta laga þinna, þá munt þú alls ekki yfirgefa mig. 9 Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. 10 Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. 11Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér. 12 Lofaður sért þú, Drottinn, kenn mér lög þín.

Við frelsumst fyrir náð, enginn leið er til að ávinna sér frelsi nema með því að taka við gjöfinni sem felst í frelsisverkinu.

Róm3:20

20 með því að enginn lifandi maður réttlætist fyrir honum af lögmálsverkum. En fyrirlögmál kemur þekking syndar. 21 En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um,verið opinberað án lögmáls. 22 Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa,sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: 23 Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, 24 og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. 25 Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, 26 til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sésjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú. 27 Hvar er þá hrósunin? Hún er úti lokuð. Með hvaða lögmáli?Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar. 28 Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka. 29 "Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? Ekki líka heiðingja? Jú,líka heiðingja;"

Efes 2:19 -22

19 Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs. 20 Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina,en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini. 21 Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni. 22 Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans.

Á sama hátt er enginn leið til helgunar nema með hlýðni við orð Guðs.

Efes 4:15

15 Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, Kristur.

2Pét 1: 2 -11

2 Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum. 3 Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífsog guðrækni með þekkingunni á honum,sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð. 4 Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit,til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur. 5 Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, 6 í þekkingunni sjálfsögun, ísjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, 7 í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika. 8 Því ef þér hafið þetta til aðbera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottnivorum Jesú Kristi. 9 En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna. 10 Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. 11 Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.

Í orði Guðs kemur það skýrt fram að frelsið sem við eigum í Jesú er ekki hægt að ávinna sér það er öllum gefið sem taka við því. En leiðin til að tryggja sér í Guði og halda vöku sinni allt til endurkomu Jesús er að vaxa í Guði og þekkja hans boð. Hinn illi hefur í hyggju að fella alla sem ekki hafa þekkingu sér til varnaðar, Hans vilji er að afbaka allt sem fætt er af Guði.

Dan 7: 25

25 Hann mun orð mæla gegn Hinum hæsta, kúga hina heilögu Hins hæsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum, og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð.

Ég hvet því alla til að herklæðast öllum herklæðum og gera sig klára á akurinn, Guð kallar á hermenn sem eiga þekkingu á vilja hans, og geta varist vélarbrögðum Satans.

1Þes 5: 8

8 En vér, sem heyrum deginum til, skulum vera algáðir, klæddir brynju trúar og kærleika og von hjálpræðis sem hjálmi. 9 Guð hefur ekki ætlað oss til að verða reiðinni að bráð, heldur til að öðlast sáluhjálp fyrir Drottin vorn Jesú Krist, 10 sem dó fyrir oss, til þess að vér mættum lifa með honum, hvort sem vér vökum eða sofum.

Efes 6: 10 - 15

10 Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. 11 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12 Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. 13 Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. 14 Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15 og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.

 

Préd 3: 14

14 Ég komst að raun um, að allt, sem Guð gjörir, stendur að eilífu, við það er engu að bæta, og af því verður ekkert tekið. Guð hefir gjört það svo, til þess að menn óttuðust hann.

Minnumst ábyrgðar okkar, sem felst í því að okkur var gefin þekking, á lögmáli Guðs, skilningur og viska, augu sem sjá og eyru sem heyra. Fyrir því er ábyrgð okkar mikil að boða, fræða, biðja fyrir, sýna kærleika og elsku, ganga fram í fullkominni elsku til allra manna, ekki í ánauð heldur í fullkominni gleði og kærleika fyrir nafn Jesú Krists.

Guð elskar alla menn þrátt fyrir alla okkar galla og breyskleika, þess vegna sagði hann í Matt 11:28

Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.

 

Með kveðju og hvatningu

Guð blessi okkur öll.


Eru spádómar Biblíunar sannir!

Allir spádómar Biblíunnar hafa ræst eða eru að rætast!

2 Tím 3:1-4

1 Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2 Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, 3 kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, 4 sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð

Tákninn sem Jesú benti lærisveinum sínum á sem tákn um endurkomu hans eru svo skýr og áberandi í dag, en blekkingar óvinarins blinda og blekkja fólk frá sannleikanum um frelsið í Jesú.

Mat 24:3-14

3 Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?" 4 Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5 Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. 6 Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. 7 Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8 Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. 9 Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. 10 Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. 11 Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. 12 Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. 13 En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. 14 Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.

Ég set hér inn link á mjög góða myndræna lýsingu á ástandinu í dag.

Guð blessi þig!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband