Að falla í freistni !

Það er erfitt að halda sé á þrönga veginum. Alla daga eru freistingar og efasemdir.

Jafnvel þó ég efist ekkert um Guð, þá er baráttan sem við eigum við ekki af holdi og blóði heldur við tignir og völd.

Og þær tignir og völd sem Satan stýrir una sér ekki hvíldar, svo ef við erum ekki vakandi þá er hætta á að við  föllum í freistni.

Það var enginn tilviljun að í bæninni sem Jesús kenndi okkur segir ”eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa þú oss frá illu”.

Mat 6:13 

Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. [Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.]

svo sannarlega er Guðsríki  hér á jörð og er í hans eigu þar er drottinn Jesú konungurinn og það var tilgangur hans með frelsisverkinu stofna sitt ríki hér á jörð til allir menn geti frelsast og fæðst nýju inn í hans ríki. 

Svo sannanlega búum við einnig í öðrum heimi þar sem Satan ríkir með allri sinni spillingu og synd, þar er ekki hægt lifa af nema vera birgur af veraldlegum auð, annars er maður í fjötrum fátæktar.

Og hafi maður hefur nóg fé,  þá er hætta á að ofmetnast og maður telur sig yfir aðra hafin, og gleymir smæð sinni þar til allt er um seinan.

 (Þetta er vandrataður vegur)

Það er mér erfitt að halda mér frá freistingum alla daga. Ég ákalla Guð um hjáp til þess ég þekki leiðina, en fer aðra leið, ég vil en geri annað en ég vil holdið er veikt og það er hugurinn líka. Það er bara einn vegur og hann er að treysta á drottin. Vaka og biðja.

1Tím 6:9 

En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.

Vissulega þurfum við fjármagn til lifa af í þessum heimi ! En við megum aldrei láta stjórnast af græðgi því þaðan kemur undirrót alls ills og við missum sjónar á fagnaðarboðskapnum.

Mat 26:41

Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt."

Það er stöðug vinna og mikil að halda sé frá syndinni, gerum hana að vana í lífi okkar.

2Pét 1:3-11

Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð.

Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur.

 

Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.

Mar 14:38 

Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt."

 

Jesús kenndi okkur hvernig þekking á orði Guðs er verkfærið til að standast lygi Satans er hann svaraði Satan í eyðimörkinni ”Ritað er” þarna kemur líka fram að Satan notaði orð Guðs til að reyna að blekkja Jesú er hann og sagði  ”Ritað er” hann reynir að rangtúlka orð Guðs til að afvegaleiða og leiða til fráfalls.

Jesú kennir okkur að fyrir þekkingu á orði Guðs Getum við varist vélarbrögðum Satans og svarð eins og Jesú gerði.  ”Ritað er”. Biblían er vopnið sem við eigum að nota gegn öllu sem frá Satan kemur.

Satan þekkir orðið og notar það  til að blekkja okkur og ljúga og treystir á og vonar að við þekkjum ekki sannleikan nógu vel svo að  hann geti leitt okkur í freistni, til þess notar hann alla sem hafa fallið frá eða afvegaleist frá orði Guðs.

Gætið að Það geta verið prestar pastorar, vinir ættingjar og hverjir þeir sem falla fyrir lygavef Satans og oftast eru það fólk sem gegna ábyrgðarstöðum sem ná árangri í falsboðun á orði Guðs, þá er hafa fallið fyrir lygi hans, nýtir hann sér til fulltingis. Þess vegna er það lífsnauðsyn að læra og þekkja orð Guðs.

Lúk 4:13 

Og er djöfullinn hafði lokið allri freistni, vék hann frá honum að sinni.

Guð þekkir okkar veikleika og okkar synduga eðli og þess vegna gefur hann okkur styrk til þess að standast freistingar biðjum við hann um það.

Lúk 22:40 

Þegar hann kom á staðinn, sagði hann við þá: "Biðjið, að þér fallið ekki í freistni."

Sofum ekki á verðinum rísum upp og biðjið að vé föllum ekki í freistni.

Lúk 22:46 

Og hann sagði við þá: "Hví sofið þér? Rísið upp og biðjið, að þér fallið ekki í freistni."

 

Biblían er eini mælihvarði kristinna manna á því hvað er rétt eða rangt !  Þess vegna er lífsnauðsynlegt að þekkja boðskap hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að trúa á guð, eilíft líf.. er að falla í ofurfreistni.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 11:50

2 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Enn og aftur Þakka ég þér Doktor E fyrir að lesa bloggið mitt. Ekki að ég sjá neina spurningu hjá þér í þetta sinn en fullirðinginn sem þú setur fram er enganvegin að passa! það að horfa fram á eitthvað og hafa stefnu í lífinu gerur aldrei flokkast undir að falla í freisni það að falla frá trú sinni og longun er að falla í freisni. það að eiga trú og markmið í lífinu eru fylling og hamingja. að vakna á hverjum morgni fullur eftirvæntingar um hvað Guð muni gera fyrir í dag það er kraftaverk og ég get vottað það fyrir þér ég lifi í kraftaverki fullur að kærleika, kærleika til þín og allra manna sem ekki hafa fengið að gjöf að trúa á Guð !  Það er nápargjöf að trúa á Guð það er bara fyrir hann sem þú getur eignast sannan kærleika og frið í þínu lífi

Guð blessi þig og varðveiti.

Kristinn Ingi Jónsson

Kristinn Ingi Jónsson, 1.4.2012 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband