Ert þú tilbúinn fyrir endurkomu Jesús Krists?

Þegar ég hugsa um endatíma jarðarinnar þá er það ekki með ótta eða kvíða þetta á að verða. Jesú sagði lærisveinum sínum frá þessu og hver tákn þess væru. Fyrir mér er orðið endatími jarðarinnar ekki endir, heldur upphaf.

Það fer heldur ekki hjá því að þegar maður lítur á heimsfréttirnar að manni verði hugsað til orða Jesú.

Staðan í dag er nokkurn veginn á þeim stað sem hann lýsti fyrir um 2000 árum.

Þjóð rís gegn þjóð vegna spillingar, og ríki gegn ríkisem aldrei fyrr, landskjálfta á ýmsum stöðum. Barátta illskunnar nær hámarki með yfirráðum auðs og valds, allar þjóðir heims skulda svo mikið að fólk getur nánast ekki framleitt sér. Boð og bönn um frásagnir um kærleiksboðskap Jesú Krists í skólum og leiksólum, ýmis tákn á láð og legi en augu okkar eru alveg lokuð við neitum að horfast í augu við staðreyndir. Hver á allar þessar skuldir?

1.   Olían er að klárast, sem og margt annað með óábyrgri notkun s.s fiskur, kol, og margt fleira, þar sem græðgi stýrir notkun en ekki viska.

2.   Mengun er að gera heiminn óbyggilegan. Og breytt veður og lífskilyrðI, svo jafnvel verða uppskerubrestir og margt fleira sem valdið getur hungri og vosbúð.

3.   Heilbrigt siðferði er að dala. Blöð og fréttamiðlar birta fréttir af óhugnaði og viðbjóð, það er orðið svo algeng að jafnvel börninn kippa sér ekki upp við fréttir af óhugnaði  

4.   Spilling og misskipting hefur aldrei verið meiri.

Mat 24:3 - 8

Þá er hann sat á olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta?

Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?"  

Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.  

Margir munu koma í mínu nafni og segja: , Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu.   Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.

Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn.   

Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.  Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. 

Samkvæmt  manntali gamlatestamentisins kemur fram að c.a. 2000 ár eru frá sköpun Jarðar til sáttmála sem Guð gerði við Abraham,  frá þeim sáttmála til Sáttmálans sem gerður var á Gogata  með blóði Jesú Krists eru c.a. 2000 ár frá sáttmála sem gerður var með blóði Jesú Krists eru c.a. 2000 ár. 

Og það lögmál, að Guð skapaði jörðina á sex dögum og hvíldist þann sjöunda, hann setti manninum það fyrir í boðorðunum að vinna sex daga og hvílast hin sjöunda,   

Og einnig að hver dagur sem er sem þúsund ár hjá Guði  þýðir æi mínum huga að nú fer að líða að lokum sjötta dags   

2Pet 3:8  

En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. 

Samkvæmt mínum skilningi mun Jesú Kristur koma aftur í sinni fyllingu, og síðan líða þúsund ár áður en endi veraldar í núverandi mynd verður,  og Guð mun skapa nýja jörð 

Opb 20:6  

Sæll og heilagur er sá, sem á hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald, heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og þeir munu ríkja með honum um þúsund ár.

Opb 20:2  Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. 

Opb 21:1 

Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til.

Minn skilningur samkvæmt biblíunni er sá að um leið og við deyjum er okkar endatími kominn þá höfum við ekki lengur tækifæri til þess að iðrast, og eða gera betur þannig að í þeim skilningi er tíminn alltaf í nánd, og endatími einhvers alla daga.

Ég bið þess að sem allra flestir hafi notið þeirra gæfu að hafa tekið á móti frelsis verki Jesú Krist og safnað raunverulegum fjársjóðum, sjóðum sem felast í því að gera góðverk, elska náungan, og eða fengið að njóta þeirra fyllingar sem líf með Jesú er.

Það er líf í gnægð og raunveruleg hamingja, það votta ég. 

Guð blessi þig

(Áður birt 2012)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Allar þjóðir skulda svo mikið að þær geta ekki framfleitt sér" Hverjum skulda þær? Hverjum öðrum? Er þessi texti eftir Ólaf Ágúst?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.4.2020 kl. 11:50

2 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Jósep Smári nei þetta eru mínar hugleiðingar sem leikmanns og eins og segir í upplýsingum um höfund þá blogga ég út frá minni trú og skíðum útfrá Biblíunni! Ég vildi óska þess að Ólafur Ágúst hafi myndað sér skoðanir útfrá Biblíunni og eigi lifandi samband við Guð! 
Guð blessi þig! 

Kristinn Ingi Jónsson, 28.4.2020 kl. 12:07

3 identicon

Þakka góðar kveðjur Kristinn. Heiti reyndar Jósef. Var bara að benda á vitleysuna í þessum orðum. En ég held að þessir tímar núna séu nú lítið frábrugðnir öðrum tímum í heimssögunni. Það hafa alltaf verið stríð milli þjóða, alltaf einhverjar drepsóttir og menn hafa hagað sér misjafnlega gegnum tíðina.Reyndar er það svo að þegar reynir á þá verður misbrestur á hegðuninni og uppgangur öfgaafla vex. Við komumst gegnum þessa krísu, vertu viss, ef við stöndum saman öll sem eitt sama hvaða skoðun við höfum í trúmálum eða stjórnmálum. Sundraðir föllum við.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.4.2020 kl. 12:26

4 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Kæri Jósef ég biðst afsökunar á nafna ruglinu 😀

að sjálfsögðu stöndum við saman og þess vegna skrifa ég um trú mér er stendur ekki á sama um annað fólk og þess vegna deili ég mínum hugsunum út til þess að vekja fólk til umhugsunar um eigið sjálft og stöðu sína gagnvart Guði! Því Guð elskar alla menn og þráir að þeir komist til þekkingar á sannleikanum um Fagnaðarerindið um Jesús!

Guð blessi þig! ❤️

Kristinn Ingi Jónsson, 28.4.2020 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband