Tilgangur lífsins !

Frelsið þitt fagra, ég á mér von

fyrir lífsins vatn, ég verð aldrei þyrstur

Ég trúi og treysti, á þinn son

frelsarann trygga, Jesú Kristur

Frelsari Jesú , ég fagna þér

Með fögnuði ég frelsið sá.

Fylltu mig kærleika, og gefðu mér.

Að allir menn, fái þig að sjá.

Leystu mig, lífsins fjötrum frá

Losaðu syndar hlekki

Með þér er lífið, ljúft sem brá

Og lífsins góða veg ég þekki.

Í orði þínu, er lífsins lind

leikur einn að læra.

Þar læri ég, að þekkja synd

Og þýðast orðið tæra.

Höf: Kristinn Ingi Jónsson

Úr ljóðasafni 2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband