” Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra ”

Matt 7: 7 - 12

7Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á,og fyrir yður mun upp lokið verða. 8Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur,sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.

9Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, erhann biður um brauð? 10Eða höggorm, þegar hann biður um fisk?

11Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðargóðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðargjafir, sem biðja hann?

12Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér ogþeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.

 

”Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra ”

Vá þetta virkar svo einfalt, og svo gott !

En einhvern veginn er það okkur svo erfitt !


Baráttan góðs og ills ! Orrustan hafinn

Bannað að nefna Jesús á nafn í leik og grunnskólum !

 

Þungi baráttu hins illa er hafinn.  Nú berjast menn sem fallið hafa fyrir lygavef Satans um trúleysi!

Börnin sem eiga að byggja framtíð þessa heims eiga ekki að þekkja rétt frá röngu, heldur ákveða sjálf hvað er rétt eða rangt. Sem sagt má ekki kenna góðu gildi kristnar trúar,

Þú skalt ekki stela.

Þú skalt ekki ljúga.                                

Þú skalt ekki ................ 

Nú skal koma því inn að örsök og afleiðing skipti ekki máli, og hvað sem þú gerir sé í lagi, ef það kemst ekki upp.

Satan hefur í hyggju að brjóta niður allt sem fætt er af Guði og notar til þess lygi og fals þess vegna bera boðberar lyginnar orðið falsspámenn.

En við getum huggað okkur við það aðhann mun ríkja um stutta stund og þá verður hann sviptur völdum.

Daníel 7:25 - 26

25Hann mun orð mæla gegn Hinum hæsta, kúga hina heilögu Hins hæsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum, og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð.26En dómurinn mun settur verða og hann sviptur völdum til þess að afmá þau með öllu og að engu gjöra.

Þegar lærisveinar Jesús spurðu hann um hvert mun tákn endatímana verða svaraði hann þeim:

Matteus 24:4 - 14  

4Jesús svaraði þeim: Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. 6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. 7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. 9Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. 10Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata.11Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. 12Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna.

13Ensá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. 14Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum tilvitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.

 

Nú eru öll þessi táknað koma fram það er enginn tilviljun að samtök eins og Vantrú og fleiri berjast fyrir því að trú sé tekin burt úr skólum og leikskólum reka heimasíðu undir nafni biblíunnar, með þann tilgang einan að berjast gegn trú og að mér sýnist í dag þeir bera boðskap sinn út af svo mikilli elju að furðu sætir

Það segir í Mat 24:12 að lögleysi muni magnast og kærleikur flestra kólna og það að berjast fyrir þvíað börnin fái ekki að læra um fagnaðarerindi Jesús Krists er liður í því.

Því hefur líka verið spáð að fram munu koma falsspámenn og eru þegar komnir út í heiminn. En þeir sem eiga Jesú í hjarta sínu og játa hann með munninum "skelfist ekki. Þetta á að verða,"

1.Jóhannes 4:1 - 6

1Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. 2Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar, að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði. 3En sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum. 4Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum. 5Falsspámennirnir heyra heiminum til. Þess vegna tala þeir eins og heimurinn talar, og heimurinn hlýðir á þá. 6Vér heyrum Guði til. Hver sem þekkir Guð hlýðir á oss. Sá sem ekki heyrir Guði til hlýðir ekki á oss. Af þessu þekkjum vér sundur anda sannleikans og anda villunnar.

Þeir dýrka lögleysi og nota allt sem miður hefur farið í heiminum, ein rök eru þau að öll stríð í heiminum sé vegna trúar !  þeir draga fram sögur af fólki sem kallar sig trúað en eru sjálfir ofurseldir syndum og eru bandamenn hins illa, það er ekkert líkt með boðskap Jesú og illsku manna sem tala í nafni Jesús en vinna illvirki, þeir dæmast af verkum sínum ef verkin eru slæm þá hafa þeir selt sig djöflinum á vald. Og hafa ekkert með trú á Guð að gera.

Efesus 6:12  

8Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt. 9Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, og vitið, að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum.

 

Efesus 6:12  

10Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í kraftimáttar hans.11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögðdjöfulsins.12Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.13Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.14Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. 16Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.

Guð blessi ykkur, ogmegi hann senda verkamenn til akrana, þeir eru hvítir til uppskeru


Hugleiðing um lögmál Guðs !

5Mós. 33:3 - 4

3Já, hann elskar sinn lýð, allir hans heilögu eru í hans hendi.Og þeir fara eftir leiðsögu þinni, sérhver þeirra meðtekur af orðum þínum.

4Móse setti oss lögmál, óðal Jakobs safnaðar.

Hverjir eru hinir heilögu ?  þeir heilögu, eru þeir sem tilheyra Guði og með taka og tileinkar sér orð Guðs.

Sálm.34:10

10Óttist Drottin, þér hans heilögu, því að þeir er óttast hann líða engan skort.

Esek.44:23-24                                                                                            

23Þeir skulu kenna lýð mínum að gjöra greinarmun á heilögu og óheilögu og fræða hann um muninn á óhreinu og hreinu. 24Og þeir skulu standa frammi til þess að dæma í deilumálum manna. Eftir mínum lögum skulu þeir dæma þá, og boðorða minna og ákvæða skulu þeir gæta á öllum löghátíðum mínum og halda helga hvíldardaga mína.

Lögmálið eða boðorðin eru okkur gefin til að greina rétt frá röngu, og í sjálfsögun í hlýðni við Guð orð, göngum við inn í helgun það er enginn önnur leið til að helga sig Guði, og þar af leiðandi verjast vélabrögðum Satans fyrir þekkingu á orði Guðs og hans lögum.

Opinb 12:10

10Og ég heyrði mikla rödd á himni segja: Nú er komið hjálpræðið og mátturinn og ríki Guðs vors, og veldi hans Smurða. Því að niður hefur verið varpað kæranda bræðra vorra, honum sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt. 11Og þeir hafa sigrað hann fyrirblóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns, og eigi var  þeim lífið svo kært,að þeim ægði dauði.

Satan kærir okkur eftir lögum Guðs dag og nótt, hvað hefur hann til að kæra okkur eftir ? Bara lögum Guðs !  Þá kemur það stórkostlega sem gerir fagnaðar erindið svo stórkostlegt náðin sem við eigum fyrir blóð lambsins. Fyrirgefning synda okkar sem Jesú tók á sig, í eitt skipti fyrir öll,  þetta er gjöfin sem Guð gaf okkur !

Gætum þess að taka við gjöfinni og tileinka okkur hana. Mörg okkar taka við henni en einhvern vegin tileinka sér hana ekki í daglegu lífi, svona geyma hana ofan í skúffu til að taka hana upp til spari og ef á þarf að halda. Verum vakandi Því Drottin er í nánd.

Lúk.  17:34-36 

34Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einni hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. 35Tvær munu mala á sömu kvörn,önnur verður tekin, hin eftir skilin.36Tveir verða á akri, annar muntekinn, hinn eftir skilinn.

1Jóh.4:9

9 Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess aðvér skyldum lifa fyrir hann. 10Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.

Það eina sem við þurfum til að meðtaka gjöfina þurfum við að taka við henni og tileinka okkur hana.

Róm.10:9                                                                                              

9Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.
10Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

Til að varðveita trúna og halda okkur öruggum allt til enda þurfum við að læra og þekkja Guð og tileinka okkur orðið,þannig lærum við að þekkja rétt frá röngu.

Op.14:12                                                                                                                                                                                   

12Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.

Hvernig getum við haldið vegi okkar hreinum?  Með því að tileinka okkur orð Guðs.

Sálm 119:1-12                                                         

1Sælir eru þeir sem breyta grandvarlega, þeir er fram ganga í lögmáli Drottins. 2Sælir eru þeir er halda reglur hans, þeir er leita hans af öllu hjarta 3og eigi fremja ranglæti, en ganga á vegum hans. 4Þú hefir gefið skipanir þínar, til þess að menn skuli halda þær vandlega. 5Ó að breytni mín mætti vera staðföst, svo að ég varðveiti lög þín. 6Þá mun ég eigi til skammar verða, er ég gef gaum að öllum boðum þínum. 7Ég skal þakka þér af einlægu hjarta, er ég hefi numið þín réttlátu ákvæði. 8Ég vil gæta laga þinna, þá munt þú alls ekki yfirgefa mig. 9Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. 10Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. 11Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér. 12Lofaður sért þú, Drottinn, kenn mér lög þín.

Við frelsumst fyrir náð, enginn leið er tilað ávinna sér frelsi nema með því að taka við gjöfinni sem felst í frelsisverkinu.                 

Róm3:20                                                                           

20með því að enginn lifandi maður réttlætist fyrir honum af lögmálsverkum. En fyrirlögmál kemur þekking syndar. 21En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um,verið opinberað án lögmáls. 22Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa,sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: 23Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, 24og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. 25Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, 26til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sésjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú. 27Hvar er þá hrósunin? Hún er úti lokuð. Með hvaða lögmáli?Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar. 28Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka. 29"Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? Ekki líka heiðingja? Jú,líka heiðingja;"

Efes 2:19 -22                                                                                    

19Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs. 20Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina,en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini. 21Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni. 22Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans.

Á sama hátt er enginn leið til helgunar nema með hlýðni við orð Guðs.

Efes 4:15                                                                                                                                                                      

15 Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, Kristur.

2Pét 1: 2 -11                                        

2 Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði ogJesú, Drottni vorum. 3 Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífsog guðrækni með þekkingunni á honum,sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð. 4 Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit,til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendurí guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur. 5 Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, 6 í þekkingunni sjálfsögun, ísjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, 7 í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika. 8 Því ef þér hafið þetta til aðbera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottnivorum Jesú Kristi. 9 En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna. 10 Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. 11 Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.

Í orði Guðs kemur það skýrt fram að frelsið sem við eigum í Jesú er ekki hægt að ávinna sér það er öllum gefið sem taka við því. En leiðin til að tryggja sér í Guði og halda vöku sinni allt til endurkomu Jesús er að vaxa í Guði og þekkja hans boð. Hinn illi hefur í hyggju að fella alla sem ekki hafa þekkingu sér til varnaðar, Hans vilji er að afbaka allt semfætt er af Guði.

Dan 7: 25                                     

25Hann mun orð mæla gegn Hinum hæsta, kúga hina heilögu Hins hæsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum, og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð.

Ég hvet því alla til að herklæðast öllum herklæðum og gera sig klára í akurinn Guð kallar á hermenn sem eiga þekkingu ávilja hans, og geta varist vélarbrögðum Satans.

1Þes 5: 8                                                                          

8En vér, sem heyrum deginum til, skulum vera algáðir, klæddir brynju trúar og kærleika og von hjálpræðis sem hjálmi. 9Guð hefur ekki ætlað oss til að verða reiðinni að bráð, heldur til að öðlast sáluhjálp fyrir Drottin vorn Jesú Krist, 10sem dó fyrir oss, til þess að vér mættum lifa með honum, hvort sem vér vökum eða sofum.

Efes 6: 10 - 15                                                      

10Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. 11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. 13Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. 14Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.

 

Préd 3: 14                           

14Ég komst að raun um, að allt, sem Guð gjörir, stendur að eilífu, við það er engu að bæta, og af því verður ekkert tekið. Guð hefir gjört það svo, til þess að menn óttuðust hann.

Minnumst ábyrgðar okkar, sem felst í því að okkur var gefin þekking, á lögmáli Guðs, skilningur og viska, augu sem sjá og eyru sem heyra. Fyrir því er ábyrgð okkar mikil að boða, fræða, biðja fyrir, sýna kærleika og elsku, ganga fram í fullkominni elsku til allra manna, ekki í ánauð heldur í fullkominni gleði og kærleika fyrir nafn Jesú Krists.

Með kveðju og hvatningu

Guð blessi okkur öll.


Hugleiðing um líðandi stund !

Mat 24:4-14 

Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?" 

 

Jesús svaraði þeim:

"Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. 

 .

(Það er ekki sjálfgefið að allir menn sem kenna sig við Jesús séu sannir. Biblían ein greinir rétt frá röngu) 

 .

Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. 

(Margir segja það hafa alltaf verið stríð og jarðskjálftar !  Já það getur verið en Jesú sagði "þér munuð spyrja um hernað og ófriðartíðindi." Það er nákvæmlega það sem gerist í dag, við spyrjum um. CNN SKY BBC varpa fréttum af stríði og landskjálftum inn í stofu daglega) 

 .

Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.

 .

(Í öllum heiminum í dag eru í það minnsta tvær þjóðir ríkir og fátækir og stjórnvöld sem 

vernda þá ríku, mótmæli í yfir 20 löndum bara í dag Ísland, Grikkland, Spánn, og fl.fl.fl. )

Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður 

vegna nafns míns. Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata.

 

Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess aðlögleysi 

magnast, mun kærleikur flestra kólna. 

 .

En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. 

 .

Og þá mun endirinn koma. 

 .

Verum viðbúinn 

 .

Róm 10:9 

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. 

(Það er þetta sem skiptir máli !  Að veita fagnaðarerindinu um Jesús Krist viðtöku, það er það eina sem getur frelsað okkur frá spillingu þessa heims.)

Jóh 3:16-17 

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann

trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.  

 .

Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast

fyrir hann.


Hrunadans þjóðkirkjunar ! Mannaverk eða ?

Joh 3:16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Guð elskar manninn ( þig / mig ) ! af öllu hjarta svo mikið að hann fórnaði því sem honum var kærast til að frelsa þig og mig Kærleikurinn í þessum orðum  til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki,“ „heldur hafi eilíft líf.“  Er svo stórkostlegur að orð fá ekki líst.

1Joh 4:10  Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.

Við erum fædd í þennan heim með syndugt eðli, og öll brjótum við lögmál Guðs og stjórnarskrá okkar boðorðinn 10 sem Guð gaf okkur til að greina rétt frá röngu.Þrátt fyrir alla okkar bresti þá elskar Guð okkur af öllum mætti og þráir það eitt að við tökum á móti fyrirgefningunni sem við eigum í frelsisverki Jesús.

Joh 3:17 Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.  

Joh 8:7-8:18 Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: "Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana." Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum. Hann rétti sig upp og sagði við hana: "Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?" En hún sagði: "Enginn, herra.

" Jesús mælti: "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar."]  

Frá því fyrir komu Jesús

Hafa menn:                                                                                                                   

Misnotað stöðu sína, misnotað nafn frelsarans, Misnotað val sitt í nafni trúarinnar.  

Allir menn eru syndugir,  allir menn ganga fram í losta þessa heims. Nema þeir fæðist að nýju.

Joh 3:3  Jesús svaraði honum: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju."

Mat 23:1-23:7     Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: "Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear.  

Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða.

Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri.

Öll sín verk gjöra þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana.

Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum.  

Besta vopn djöfulsins til að boða lygina og leiða okkur til dauða og eymdar þar sem hann vill hafa alla menn. Er að koma illskunni til valda í mönnum sem hafa fallið eðli djöfulsins á vald, hans eðli er lygi, girnd, manndráp.

Joh 8:44 Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.

Og faðir illskunnar hefur aðeins einn tilgang ! Að þú finnir alls ekki frelsið sem Guð gaf okkur í frelsisverki Jesú á krossinum

Joh 3:16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Látum ekkert fæla okkur frá sannleikanum um Jesús

Umræðan um kirkjuna síðustu daga hefur verið mér þung í huga, við megum ekki undir neinum kringumstæðum missa sjónar á sannleikanum um Guð og fagnaðarerindið sem hann fyrirgerði okkur í frelsisverki Jesús.

Jud 1:3  Þér elskaðir, mér var það ríkt í huga að rita yður um sameiginlegt hjálpræði vort. En nú kemst ég ekki hjá því að skrifa og hvetja yður til að berjast fyrir þeirri trú, sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld.

1Joh 4:9  Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.

Guð blessi okkur öll !


Stórkostlegur Guð

SÍÐARA  ALMENNA  BRÉF  PÉTURS

 Kveðja


1
1Símon Pétur, þjónn og postuli Jesú Krists, heilsar þeim, sem hlotið hafa hina sömu dýrmætu trú og vér fyrir réttlæti Guðs vors og frelsara vors Jesú Krists. 2Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum.


Hluttakendur í guðlegu eðli 3Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð. 4Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur.  petursstigi_814805.png

 5Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, 6í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, 7í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.

 8Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi.

9En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna.  10Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa.

Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. 11Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists. 12Þess vegna ætla ég mér ávallt að minna yður á þetta, enda þótt þér vitið það og séuð staðfastir orðnir í þeim sannleika, sem þér nú hafið öðlast. 13Ég álít mér líka skylt, á meðan ég er í þessari tjaldbúð, að halda yður vakandi með því að rifja þetta upp fyrir yður. 14Ég veit, að þess mun skammt að bíða, að tjaldbúð minni verði svipt.

Það hefur Drottinn vor Jesús Kristur birt mér. 15Og ég vil einnig leggja kapp á, að þér ætíð eftir burtför mína getið minnst þessa. 
 
Sjónarvottar að hátign hans 16Ekki fylgdum vér uppspunnum skröksögum, er vér kunngjörðum yður mátt og komu Drottins vors Jesú Krists, heldur vorum vér sjónarvottar að hátign hans. 17Því að hann meðtók af Guði föður heiður og dýrð, þá er raust barst honum frá hinni dýrlegu hátign: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á."

18Þessa raust heyrðum vér sjálfir, koma frá himni, þá er vér vorum með honum á fjallinu helga. 19Enn þá áreiðanlegra er oss því nú hið spámannlega orð. Og það er rétt af yður að gefa gaum að því eins og ljósi, sem skín á myrkum stað, þangað til dagur ljómar og morgunstjarna rennur upp í hjörtum yðar. 20Vitið það umfram allt, að enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér. 21Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda.


Falsspámenn 2


1En falsspámenn komu einnig upp meðal lýðsins. Eins munu falskennendur líka verða á meðal yðar, er smeygja munu inn háskalegum villukenningum og jafnvel afneita herra sínum, sem keypti þá, og leiða yfir sig sjálfa bráða glötun. 2Margir munu fylgja ólifnaði þeirra, og sakir þeirra mun vegi sannleikans verða hallmælt. 3Af ágirnd munu þeir með uppspunnum orðum hafa yður að féþúfu. En dómurinn yfir þeim er löngu felldur og fyrnist ekki og glötun þeirra blundar ekki.

4Ekki þyrmdi Guð englunum, er þeir syndguðu. Hann steypti þeim niður í undirdjúpin og setti þá í myrkrahella, þar sem þeir eru geymdir til dómsins. 5Ekki þyrmdi hann hinum forna heimi, en varðveitti Nóa, prédikara réttlætisins, við áttunda mann, er hann lét vatnsflóð koma yfir heim hinna óguðlegu. 6Hann brenndi borgirnar Sódómu og Gómorru til ösku og dæmdi þær til eyðingar og setti þær til viðvörunar þeim, er síðar lifðu óguðlega. 7En hann frelsaði Lot, hinn réttláta mann, er mæddist af svívirðilegum lifnaði hinna guðlausu. 8Sá réttláti maður bjó á meðal þeirra og mæddist í sinni réttlátu sálu dag frá degi af þeim ólöglegu verkum, er hann sá og heyrði.

 9Þannig veit Drottinn, hvernig hann á að hrífa hina guðhræddu úr freistingu, en refsa hinum ranglátu og geyma þá til dómsdags, 10einkum þá, sem í breytni sinni stjórnast af saurlífisfýsn og fyrirlíta drottinvald. Þessir fífldjörfu sjálfbirgingar skirrast ekki við að lastmæla tignum. 11Jafnvel englarnir, sem eru þeim meiri að mætti og valdi, fara ekki með guðlast, þegar þeir ákæra þá hjá Drottni. 12Þessir menn eru eins og skynlausar skepnur, sem eru fæddar til að veiðast og tortímast.

Þeir lastmæla því, sem þeir þekkja ekki, og munu þess vegna í spillingu sinni undir lok líða 13og bera þannig úr býtum laun ranglætis. Þeir hafa yndi af að svalla um miðjan dag. Þeir eru skömm og smán, þegar þeir neyta máltíða með yður og svalla. 14Augu þeirra eru full hórdóms, og þeim verður ekki frá syndinni haldið. Þeir fleka óstyrkar sálir, hjarta þeirra hefur tamið sér ágirnd. Það er bölvun yfir þeim. 15Þeir hafa farið af rétta veginum og lent í villu. Þeir fara sömu leið og Bíleam, sonur Bósors, sem elskaði ranglætislaun. 16En hann fékk ádrepu fyrir glæp sinn. Mállaus eykurinn talaði mannamál og aftraði fásinnu spámannsins.

17Vatnslausir brunnar eru þessir menn, þoka hrakin af hvassviðri, þeirra bíður dýpsta myrkur. 18Þeir láta klingja drembileg hégómaorð og tæla með holdlegum girndum og svívirðilegum lifnaði þá, sem fyrir skömmu hafa sloppið frá þeim, sem ganga í villu. 19Þeir heita þeim frelsi, þótt þeir séu sjálfir þrælar spillingarinnar, því að sérhver verður þræll þess, sem hann hefur beðið ósigur fyrir.

20Ef þeir, sem fyrir þekkingu á Drottni vorum og frelsara Jesú Kristi voru sloppnir frá saurgun heimsins, flækja sig í honum að nýju og bíða ósigur, þá er hið síðara orðið þeim verra en hið fyrra. 21Því að betra hefði þeim verið að hafa ekki þekkt veg réttlætisins en að hafa þekkt hann og snúa síðan aftur frá hinu heilaga boðorði, sem þeim hafði verið gefið. 22Fram á þeim hefur komið þetta sannmæli: "Hundur snýr aftur til spýju sinnar," og: "Þvegið svín veltir sér í sama saur."


Dagur Drottins 3


1Þetta er nú annað bréfið, sem ég skrifa yður, þér elskaðir, og í þeim báðum hef ég reynt að halda hinu hreina hugarfari vakandi hjá yður. 2Það reyni ég með því að rifja upp fyrir yður þau orð, sem hinir heilögu spámenn hafa áður talað, og boðorð Drottins vors og frelsara, er postular yðar hafa flutt.

 3Þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum 4og segja með spotti: "Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar." 5Viljandi gleyma þeir því, að himnar voru til forðum og jörð til orðin af vatni og upp úr vatni fyrir orð Guðs. 6Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim, sem þá var, svo að hann fórst. 7En þeir himnar, sem nú eru ásamt jörðinni, geymast eldinum fyrir hið sama orð og varðveitast til þess dags, er óguðlegir menn munu dæmdir verða og tortímast.

8En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur.

9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar.

10En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna. 11Þar eð allt þetta ferst þannig, hversu ber yður þá ekki að ganga fram í heilagri breytni og guðrækni, 12þannig að þér væntið eftir og flýtið fyrir komu Guðs dags, en vegna hans munu himnarnir leysast sundur í eldi og frumefnin bráðna af brennandi hita. 13En eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr. 14Með því að þér nú, þér elskuðu, væntið slíkra hluta, þá kappkostið að vera flekklausir og lýtalausir frammi fyrir honum í friði.

15Álítið langlyndi Drottins vors vera hjálpræði. Þetta er það, sem hinn elskaði bróðir vor, Páll, hefur ritað yður, eftir þeirri speki, sem honum er gefin. 16Það gjörir hann líka í öllum bréfum sínum, hann talar í þeim um þetta. En í þeim er sumt þungskilið, er fáfróðir og staðfestulausir menn rangsnúa, eins og öðrum ritum, sjálfum sér til tortímingar. 17Með því að þér vitið þetta fyrirfram, þér elskaðir, þá hafið gát á yður, að þér látið eigi dragast með af villu þverbrotinna manna og fallið frá staðfestu yðar.

18Vaxið í náð og þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Honum sé dýrðin nú og til eilífðardags. Amen.  

 


Uxinn og bóndinn

Uxi gekk hjá mjög veiklulegur og þjáður, Þar kom aðvífandi bóndinn allnokkuð við skál og feldi veikburða uxann,  þannig hafði hann nægt kjöt til skamms tíma. En morguninn eftir kom þynnkan þá rann upp fyrir honum að hann að ekki gat hann ekki plægt akurinn og eða sáð til nýrra uppskeru.

Þá ég fyrir mér annan endir sem var þannig að bóndinn kom og lagði dag og nótt í að hjúkra uxanum þar til uxinn var orðin heill þá notaði bóndinn uxann við að plægja akurinn og vöru afköst uxans undraverð þar sem uxinn mundi eftir alúð bóndans og uppskeran var góð um alla framtíð.Við almúgurinn erum uxinn sem eftir fjárhagslegar hamfarir í Íslensku efnahagslífi hafa slasast illa við liggjum sárir og ósjálfbjarga, margir horfa fram á gjaldþrot og atvinnuleysi . Aðrir hyggja á flytja af landi brott jafnvel í þúsundartali og kemur þá upp í hugann orð úr biblíunni.

Orðsk 14:4

Þar sem engin naut eru, þar er jatan tóm, en fyrir kraft uxans fæst mikill ágóði.  

Nú er komið að því að vekja bóndann af ölæðinu, og passa að hann slátri ekki, heldur hjúkri, Því einungis fyrir kraft fólksins fæst aftur auður 

 „Bara að bóndinn viti að það kemur nýr dagur“ 

Ríkisstjórn það þarf álvöru aðgerðir til að bjarga fólkinu ! 

Stöndum vörð um fólkið !


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband