Leyndadómur Biblíunar!
30.5.2017 | 13:53
Inngangur
Ég hef ákveðið aða taka saman, mína upplifun á leyndardómum Biblíunar eins og hún kemur mér fyrir sjónir, og útfrá minni trú, um að hún sé heilög ritning og hvert orð sé satt og rétt, skrifað af heilögum anda.
Ég mun rökstyðja það með orði Guðs ásamt mínum ályktum og túlkunum sem ég ætla að hafa í lámarki þar sem ég tel að allar túlkanir þynni út orð Guðs, svo ég held mig eins mikið við orð Guðs eins og mögulegt er án þess að tapa þræði umfjöllunarinnar.
Við syndafallið var manninum varpað út úr Paradís, sem var staður er Guð hafði fyrirbúið manninum til að búa og ríkja, en vegna þess að óhlýðni við orð Guðs og syndin leiðir af sér dauða.
Þannig að án trúar og kærleika Guðs er maðurinn dáinn, því allir menn hafa syngað og skortir Guðs dýrð.
Róm 3:23
23Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,
Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Jörðinn var þá auð og tóm og myrkur grúfði yfir djúpinu. Og Guð sagði: Verði ljós! og það varð ljós.
Þegar ég las þessar fyrstu línur úr Biblíunni gerði ég mér greinn fyrir hvað það þarf mikkla trú til að trúa ekki! Því meira sem ég les, og kynni mér orð Bíblíunar, sé ég hvað þessi bók er uppfull af sannleika, kærleika og þrá Guðs eftir því að leiða okkur aftur heim í fyrirheitna landið heim til að taka okkar hlut í lífsins tré.
Það fer ekki mikið fyrir lýsingum á því hvernig allt gerðist í upphafi, en þó kemur þar fram allt sem við þurfum að vita, Jörðinn og maðurinn eru stórkostleg sköpun Guðs, maðurinn er skapaður í Guðs mynd.
Guð blés lífsanda í nasir mannsins og þannig varð maðurinn lifandi sál. Þannig er það samkvæmt mínum skilning að andi Guðs er í okkur á meðan við drögum andan.
Sjá í Job 27:3 svo lengi sem ég dreg lífsanda og andi Guðs er í nösum mínum,
Guð bjó manninum stað í aldingarðinum Paradís, og setti okkur einfaldar reglur, okkur til góða! Þær voru að við máttu eta af öllum tjám aldingarðsins, nema af skilningstré góðs og ills.
En höggormurinn var slægari en öll önnur dýr merkurinnar og hann mælti við konuna er það réttt að þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðininum? Þá sagði konan við höggorminn: Af ávextum trjánna í aldingarðinum megum við eta, en af ávexti trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, af honum, sagði Guð, megið þið ekki eta og ekki snerta hann ella munið þið deyja
Þá sagði höggormurinn við konuna Vissulega munuð þið ekki deyja!
(Þetta vat fyrsta lyginn og því er það augljóst að höggormurinn, var Satan.
Í Jóh 8:44 segir: Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.
Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum munu augu ykkar upp ljúkast og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills. (Fyrsta syndin var að óhlýðnast boðum Guðs)
Samkvæmt þessum fyrstu lýsingum Biblíunar er mér það ljósara að, við erum sköpuð af Guði og eigum slóttugan óvin sem notar alla mögulega klæki til að slíta okkur frá Guði.
Strax í upphafi koma eðlislægir veikleikar okkar í ljós, þegar Kain í afbrýðisemi drepur Abel.
Guð hafði sagt við Kain: 1 Mós 4:7 Ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur, en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni
Samkvæmt þessu virðist vera að þarna hafi þegar verið komið lögmál sem mönnunum bar að fara eftir.
1 Móse 3:20-24
20Adam nefndi konu sína Evu því að hún varð móðir allra sem lifa. 21Og Drottinn Guð gerði skinnkyrtla handa Adam og konu hans og lét þau klæðast þeim.
22Og Drottinn Guð sagði: Nú er maðurinn orðinn sem einn af oss fyrst hann ber skyn á gott og illt. Bara að hann rétti nú ekki út hönd sína, taki einnig af lífsins tré og eti og lifi eilíflega.
23Og Drottinn Guð lét manninn fara úr aldingarðinum Eden til þess að yrkja jörðina sem hann var tekinn af. 24Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Eden og loga hins sveipanda sverðs til þess að gæta vegarins að lífsins tré.
Mér virðist að þarna sé kominn fyrsta fórnin, þegar Guð gerir Adam og Evu skinnkyrtla, sem er að mínu mati fyrirboði áætlunar Guðs um að leiða lýð sinn aftur heim að lífsins tré.
Opinberunarbókinn 22:14
19Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í lífsins tré og í borginni helgu sem um er ritað í þessari bók.
Það segir frá í 1. Mos 6:1-5 að synir Guðs sáu dætur mannanna voru fríðar og tóku sér konur meðal þeirra, allar sem þeim geðjust.
1Mos 6:1-5
1Er mönnunum tók að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur,
2sáu synir Guðs, að dætur mannanna voru fríðar, og tóku sér konur meðal þeirra, allar sem þeim geðjuðust.
3Þá sagði Drottinn: Andi minn skal ekki ævinlega búa í manninum, með því að hann einnig er hold. Veri dagar hans nú hundrað og tuttugu ár.
4Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni, og einnig síðar, er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og þær fæddu þeim sonu. Það eru kapparnir, sem í fyrndinni voru víðfrægir.
5Er Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga,
Á þessum tíma var jörðinn orðinn gjörspillt og velti ég fyrir mér hvort að þarna séu kominn fyrirmyndir af Guðum heiðina manna úr goðafræði og fleirri trúarbrögðum, miðað við lýsingar þessar er líklega verið að tala um syni Guðs sem féllu með Satan.
Það kemur glöggt fram að Satan nýtur þess og þráir að vera tilbeðinn eins og Guð.
Satan og englar þeir sem fyldu honum eru þeir sem við eigum í baráttu við. Eins og kemur fram í Jesaja 14:17 þá líkt og Faró gefur Satan okkur ekki heimfararleifi til fyrirheitnalandsins, en eins og Móse leiddi Ísraelsmenn út af Egyptalandi með Guðs hjálp sem var fyrirmynd þess sem koma skal, þá leiðir Jesús okkur með styrkri hendi heim aftur.
Jesaja 14:12-16
12Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgunstjarna! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna!
13Þú, sem sagðir í hjarta þínu: Ég vil upp stíga til himins! Ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldistól minn! Á þingfjalli guðanna vil ég setjast að, yst í norðri.
14Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum, gjörast líkur Hinum hæsta!
15Já, til Heljar var þér niður varpað, í neðstu fylgsni grafarinnar.
16Þeim sem sjá þig, verður starsýnt á þig, þeir virða þig fyrir sér: Er þetta maðurinn, sem skók jörðina og skelfdi konungsríkin,
17gjörði jarðkringluna að eyðimörk, eyddi borgir hennar og gaf eigi bandingjum sínum heimfararleyfi?
Matt 4:9-10
8Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra 9og segir: Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.
10En Jesús sagði við hann: Vík brott, Satan! Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.
Ættartala Adams til Nóa:
1Mós 5:23-24
23Og allir dagar Enoks voru þrjú hundruð sextíu og fimm ár.
24Og Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt.
Nói var 10. Ættliður frá Adam.
1Móse 6:9-14
9Þetta er saga Nóa: Nói var maður réttlátur og vandaður á sinni öld. Nói gekk með Guði.
10Og Nói gat þrjá sonu: Sem, Kam og Jafet.
11Jörðin var spillt í augsýn Guðs, og jörðin fylltist glæpaverkum.
12Og Guð leit á jörðina, og sjá, hún var spillt orðin, því að allt hold hafði spillt vegum sínum á jörðinni.
13Þá mælti Guð við Nóa: Endir alls holds er kominn fyrir minni augsýn, því að jörðin er full af glæpaverkum þeirra. Sjá, ég vil afmá þá af jörðinni.
14Gjör þú þér örk af góferviði. Smáhýsi skalt þú gjöra í örkinni og bræða hana biki utan og innan.
1.Mós 11:10
Sem gat Arpaksad tveimur árum eftir flóðið sem er misræmi við aldur Metusala við dauða hans en þar á ég en eftir að finna skýrirngu, þar sem aðeins Nói, Sem, Kam og Jafet og konur þeirra fóru í örkina, eða alls 8 manns.
En ég veit og geng útfrá að öll Biblíana er sönn og rétt veit ég að Guð mun opinbera mér það síðar.
Guð sagði við Nóa Endir alls holds er kommin fyrir minni augsýn, því að jörðin er full af glæðaverkum þeirra. Sjá ég vil afmá þá af jörðinni.
Guð gaf Nóa fyrirmæli um hvernig örkin ætti að vera:
Gjör þú þér örk af góferviði. Smáhýsi skalt þú gjöra í örkinni og bræða hana biki utan og innan.
300 alnir að lengd eða u.þ.b. 150 metrar,
50 alnir að breidd eða u.þ.b. 25 metrar
30 alnir á hæð eða u.þ.b. 15 metrar
Nói gengur í örkina
1Drottinn sagði við Nóa: Gakktu inn í örkina og allt þitt fólk því að í mínum augum ert þú eini réttláti maðurinn af þessari kynslóð. 2Taktu til þín sjö og sjö, karldýr og kvendýr, af öllum hreinum dýrum en tvö og tvö af þeim sem ekki eru hrein, karldýr og kvendýr, 3og einnig sjö og sjö, karlkyns og kvenkyns, af fuglum himins til þess að viðhalda lífsstofni á allri jörðinni. 4Að sjö dögum liðnum mun ég láta rigna á jörðina í fjörutíu daga og fjörutíu nætur og afmá af jörðinni sérhverja lifandi veru sem ég hef skapað.
5Og Nói gerði allt eins og Drottinn bauð honum.
6Nói var sex hundruð ára þegar vatnsflóðið steyptist yfir jörðina.
7Nú gengu Nói, synir hans, kona hans og tengdadætur með honum inn í örkina undan vatnsflóðinu. 8Tvennt og tvennt, karlkyns og kvenkyns, af hreinum og óhreinum dýrum, fuglum og öllum skriðdýrum jarðar gekk í örkina til Nóa eins og Guð hafði boðið honum. 10Og að liðnum sjö dögum steyptist vatnsflóðið yfir jörðina.
Vatnsflóðið skellur á
11Á sautjánda degi annars mánaðar á sex hundraðasta aldursári Nóa, þann dag brutust fram allar uppsprettur hins mikla djúps og flóðgáttir himinsins opnuðust. 12Það rigndi á jörðina í fjörutíu daga og fjörutíu nætur. 13Einmitt þann dag gengu Nói, Sem, Kam og Jafet, synir Nóa, og kona Nóa ásamt þremur tengdadætrum hans í örkina, 14þau og öll dýr merkurinnar eftir sínum tegundum, allur búfénaður eftir sínum tegundum og öll skriðdýr jarðar eftir sínum tegundum, allir fuglar eftir sínum tegundum og allt það sem flogið gat og vængi hafði. 15Þau komu í örkina til Nóa tvö og tvö, öll dýr sem lífsanda drógu. 16Þau sem inn gengu voru karlkyns og kvenkyns af öllum dýrum eins og Guð hafði boðið Nóa.
Og Drottinn lokaði á eftir honum.
17Flóðið stóð í fjörutíu daga á jörðinni og vötnin jukust og lyftu örkinni svo hún hófst hátt yfir jörðina. 18Vötnin mögnuðust og jukust stórum á jörðinni en örkin flaut á vatninu. 19Vötnin uxu enn á jörðinni og huldu öll hin háu fjöll sem eru undir himninum. 20Vötnin stigu enn um fimmtán álnir og huldu öll fjöll. 21Þá fórust öll dýr sem hreyfast á jörðinni, fuglar, búfénaður, dýr merkurinnar og allt sem jörðin er kvik af og mannkyn allt. 22Allt sem lífsanda dró, allt sem var á þurru landi, dó. 23Allt líf á jörðinni var afmáð, bæði menn og dýr, skriðdýr og fuglar himins. Þau voru máð af jörðinni. En Nói varð einn eftir og þau sem með honum voru í örkinni.
24Vötnin mögnuðust á jörðinni í hundrað og fimmtíu daga.
Árið 1557 eftir sköpun Adams gekk Nói út úr örkinni og með honum synir hans þrír og konur þeirra samtals 8. Manneskjur
Allir aðrir dóu og líka afkomendur sona Guðs og mannanna dætra sem sýnir okkur en betur að þeir hljóta að hafa verið fallnir frá Guði eins og Satan.
Guð gerði við mannin sáttmála:
1Mós 9:13-17
13Boga minn hef ég sett í skýin. Hann skal vera tákn sáttmálans milli mín og jarðarinnar. 14Þegar ég færi ský yfir jörðina og boginn sést í skýjunum 15mun ég minnast sáttmálans milli mín og ykkar og allra lifandi skepna, alls holds, og aldrei framar skal vatnið verða að flóði sem tortímir öllu lífi. 16Hverju sinni sem boginn stendur í skýjunum mun ég sjá hann og minnast hins eilífa sáttmála milli Guðs og allra lifandi vera, alls sem lifir á jörðinni.
17Og Guð sagði við Nóa: Þetta er tákn sáttmálans sem ég hef stofnað til milli mín og alls sem lifir á jörðinni.
Í mínum huga er regnboginn heilagt tákn milli Guðs og manna, og ber að umgangast það sem slíkt.
Það vekur athygli mína, að frá Nóa flóði til fæðingu Abrahans eru einungis 388 ár og þegar Abraham er 75 ára fer hann frá Harran og nokkrum árum seinna u.þ.b. 470 árum eftir flóð er spillinginn orðinn svo mikkil að Guð eyðir Sódómu og Gómorru.
Guð gerir sáttmála við Abram
Guð valdi Abram sem hann síðar gaf nafnið Abraham til þess að leiða fram áætlun sína um að leiða manninn aftur heim í fyrirheitna landið í gegnum Jesú Krist.
1 Móse 12:1-4
1Drottinn sagði við Abram:
Far þú burt úr landi þínu, frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á. 2Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú vera. 3Ég mun leiða blessun yfir þá sem blessa þig og bölvun yfir þann sem formælir þér. Allar ættkvíslir jarðarinnar munu af þér blessun hljóta.
4Þá lagði Abram af stað eins og Drottinn hafði sagt honum og Lot fór með honum. Abram var sjötíu og fimm ára að aldri er hann fór frá Harran.
Þegar Abrams hafði tekið sig upp og kom til Kanaanlands birtist Drottinn Abram og sagði við hann: Niðjum þínum vil ég gefa þetta land Abram færði sig smátt og smátt til suðurlandsins. En það var hungursneið í landinu og þá fór Abram til Egyptalands. Þvílík trú sem Abram hefur sínt og vitnar það um að þrátt fyrir að við séum um stund í erfiðleikum ber okkur að treysta Guði! Því Guð hefur ekki lofað að við lendum ekki í erfiðleikum þvert á móti en hann hefur lofað að fylgjum við hans leiðbeiningum þá leiðir það alltaf til sigurs.
1Móse 12:7
7Þá birtist Drottinn Abram og sagði við hann: Niðjum þínum vil ég gefa þetta land. Og hann reisti þar altari Drottni, sem hafði birst honum.
10En hallæri varð í landinu. Þá fór Abram til Egyptalands til að dveljast þar um hríð, því að hallærið var mikið í landinu.
Guð gaf Abram nýtt nafn eða Abraham og fyrirheit um Jesús frelsara allra manna.
1 Móse 22:16-18
16og mælti: Ég sver við sjálfan mig, segir Drottinn, að fyrst þú gjörðir þetta og synjaðir mér eigi um einkason þinn,
17þá skal ég ríkulega blessa þig og stórum margfalda kyn þitt, sem stjörnur á himni, sem sand á sjávarströnd. Og niðjar þínir skulu eignast borgarhlið óvina sinna.
18Og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta, vegna þess að þú hlýddir minni röddu.
Því miður hefur nýja þýðing biblíunar frá 2007 bjargast á þessu versi sjá: þýðing 2007(18Allar þjóðir heims munu blessun hljóta af niðjum þínum vegna þess að þú hlýðnaðist raust minni.) eins og kemur fram í Galatabréfinu 3:16 er um augljósa þýðingarvillu að ræða.
Gal 3:16
16Nú voru fyrirheitin gefin Abraham og afkvæmi hans, þar stendur ekki og afkvæmum, eins og margir ættu í hlut, heldur og afkvæmi þínu, eins og þegar um einn er að ræða, og það er Kristur.
Það er einning athyglisvert að Abraham hlýddi Guðs röddu og hélt boðorð Guðs sem þó voru fyrst gefinn lýðnum ca. 500 árum seinna eða Móse á Sínaí.
1 Móse26:4-5
4Og ég mun margfalda niðja þína sem stjörnur himinsins og gefa niðjum þínum öll þessi lönd, og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta,
5af því að Abraham hlýddi minni röddu og varðveitti boðorð mín, skipanir mínar, ákvæði og lög.
Í annari Mósebók lýsir Guð nánu sambandi sínu við Ísraelsmenn.
2 Móse 4:22
22En þú skalt segja við Faraó: Svo segir Drottinn: Ísraelslýður er minn frumgetinn sonur.
2 Móse 19:5-7
5Nú ef þér hlýðið minni röddu grandgæfilega og haldið minn sáttmála, þá skuluð þér vera mín eiginleg eign umfram allar þjóðir, því að öll jörðin er mín.
6Og þér skuluð vera mér prestaríki og heilagur lýður. Þetta eru þau orð, sem þú skalt flytja Ísraelsmönnum.
7Og Móse fór og stefndi saman öldungum lýðsins og flutti þeim öll þau orð, er Drottinn hafði boðið honum.
5 Móse 7:6
6Því að þú ert Drottni Guði þínum helgaður lýður. Þig hefir Drottinn Guð þinn kjörið til að vera eignarlýður hans um fram allar þjóðir, sem eru á yfirborði jarðarinnar.
5Móse 26:19
19 svo að hann geti hafið þig yfir allar þjóðir, er hann hefir skapað, til lofs, frægðar og heiðurs, og þú sért Drottni Guði þínum helgaður lýður, eins og hann hefir sagt.
5Móse 28:9
9 Drottinn gjöri þig að lýð, sem heilagur er fyrir honum, eins og hann hefir svarið þér, ef þú varðveitir skipanir Drottins Guðs þíns og gengur á hans vegum.
Jesaja 60:21
21 Og lýður þinn - þeir eru allir réttlátir, þeir munu eiga landið eilíflega: þeir eru kvisturinn, sem ég hefi gróðursett, verk handa minna, er ég gjöri mig vegsamlegan með.
Þannig er samkvæmt orði Guðs engin vafi um að Ísrael og eða Gyðingar eru Guðs útvalda þjóð og eru í gegnum Gamla testamenntið nefndir hinir útvöldu og hinir heilögu, Guði helgaðir.
Ættartala: Abraham og ætthvísla Ísrael.
Guð breytir nafni Jakobs í Ísrael og frá honum eru hinir 12 ætthvíslir Ísraels komnar sem virðast gegna lykilhlutverki í því að leiða Guðsbörn aftur heim í fyrirheitna landið Ísrael.
Abraham sendir elsta þjón sinn til að finna Ísak syni sínum konu sjá:
1Móse 23:37-38
37Og húsbóndi minn tók af mér eið og sagði: Þú mátt eigi konu taka syni mínum af dætrum Kanaaníta, er ég bý hjá,
38heldur skalt þú fara í hús föður míns og til ættingja minna og taka syni mínum konu.
39Og ég sagði við húsbónda minn: Vera má, að konan vilji ekki fara með mér.
40Og hann svaraði mér: Drottinn, fyrir hvers augsýn ég hefi gengið, mun senda engil sinn með þér og láta ferð þína heppnast, svo að þú megir fá konu til handa syni mínum af ætt minni og úr húsi föður míns.
Og Rebekka fer með þjóni Abrahams til þess að giftast Ísak.
Ísak og Rebekka eignast tvíbura Esaú og Jakob, Esúa fæddist fyrst og hefur því frumburðarréttin.
Jakob fær frumburðarréttin frá Eaúa fyrir máltíð og fær blessun föður síns með velaráðum, og flýr heimahaga sína af ótta við viðbrögð Esúa, hann flýr til Haran og fær vist hjá Laban bróður Rebekku móður sinnar. Þar dvelur Jakob í ca. 14 ár og giftist báðum dætrum Laban þeim Leu og Rakel og eignast með þeim og ambáttum þeirra 12 börn. Þá tók Jakob sig upp aftur og fór heim, þar sem Jakob og Esúa sættast.
Nú ber svo við að synir Jakobs öfundast út í næst yngsta soninn Jósef sem var í mikklu uppáhaldi hjá föður sínum og hafði blessun Guðs yfir sér, bræður hans hötuðust við hann og ákváðu að gjöra honum mein sem endaði með því að þeir seldu hann í þrældóm.
1Móse 37:1-5
1Jakob bjó í landi því, er faðir hans hafði dvalist í sem útlendingur, í Kanaanlandi.
2Þetta er ættarsaga Jakobs. Þegar Jósef var seytján ára gamall, gætti hann sauða með bræðrum sínum. En hann var smásveinn hjá þeim sonum Bílu og sonum Silpu, er voru konur föður hans. Og Jósef bar föður sínum illan orðróm um þá.
3Ísrael unni Jósef mest allra sona sinna, því að hann hafði átt hann í elli sinni. Og hann lét gjöra honum dragkyrtil.
4En er bræður hans sáu, að faðir þeirra elskaði hann meir en alla sonu sína, lögðu þeir hatur á hann og gátu ekki talað við hann vinsamlegt orð.
5Jósef dreymdi draum og sagði hann bræðrum sínum. Hötuðu þeir hann þá enn meir.
En Guð var með Jósef og leiddi fram áætlun sína og þess vegna komst Jósef til mikkila valda í Egyptalandi. Nokkrum árum seinna er hundursneið herjaði á heimsbyggiðina, leitaðu bræður Jósefs til Egyptalands eftir að kaupa mat, þar hitta þeir Jósef aftur sem einn æðsta mann Egyptalands, en og Þrátt fyrir allt það sem bræður hans höfðu gert á móti Jósef, bar hann ekki kala til bræðra sinna þar er hann vissi að Guð hafði sent hann til þess að leiða fram áætlun Guðs. Jósep fær land hjá Faró til handa fólkinu sínu og býður þeim að flytja til Egyptalands á meðan á hallærinu setendur og eru það alls 70 manns.
1Móse 46:27
27Af því að Jósef höfðu fæðst tveir synir í Egyptalandi voru ættmenni Jakobs, sem komu til Egyptalands, alls sjötíu að tölu.
1Móse 46:20
20En Jósef fæddust synir í Egyptalandi: Manasse og Efraím, sem Asenat, dóttir Pótífera prests í Ón, ól honum.
Eftir andlát Jósefs og bræðra hanns kom nýr Faró sem ekki þekkti til Jóseps og lagði Ísrael í ánauð þrældómar. Og þegar Ísraelar höfðu verið þar í um 430 ár, þrátt fyrir ánauð og þrældóm Faró hafði Guð blessað þá og þeim fjölgað á þessum 430 árum sóru þeir úr því að vera 70 manns yfir í um 600 þúsun auk barna. Guð vakti upp leiðtoga í Móse til þess að flýtja þá heim í fyrirheitna landið. Þar upphófst 40 ára eyðimerkurganga Ísraelsmanna, sem er sem táknmynd fyrir okkar göngu heim til fyrirheitna landsins, sem Guð hefur lofað öllum mönnum sem hafa tekið á móti frelsinu fyrir blóð Jesús Kristis.
2Móse 12:37-40
37Tóku Ísraelsmenn sig nú upp frá Ramses og fóru til Súkkót, hér um bil sex hundruð þúsund fótgangandi manna, auk barna.
38Þar að auki fór með þeim mikill fjöldi af alls konar lýð, svo og stórar hjarðir sauða og nauta.
39Og þeir bökuðu ósýrðar kökur af deiginu, sem þeir höfðu með sér úr Egyptalandi, því að deigið hafði ekki sýrst, þar eð þeir voru reknir burt úr Egyptalandi og máttu engar viðtafir hafa og höfðu því ekkert búið sér til veganestis.
40Ísraelsmenn höfðu þá búið í Egyptalandi fjögur hundruð og þrjátíu ár.
2Móse 3:5-10
5Guð sagði: Gakk ekki hingað! Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð.
6Því næst mælti hann: Ég er Guð föður þíns, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Þá byrgði Móse andlit sitt, því að hann þorði ekki að líta upp á Guð.
7"Drottinn sagði: Ég hefi sannlega séð ánauð þjóðar minnar í Egyptalandi og heyrt hversu hún kveinar undan þeim, sem þrælka hana; ég veit, hversu bágt hún á."
8Ég er ofan farinn til að frelsa hana af hendi Egypta og til að leiða hana úr þessu landi og til þess lands, sem er gott og víðlent, til þess lands, sem flýtur í mjólk og hunangi, á stöðvar Kanaaníta, Hetíta, Amoríta, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta.
9Nú með því að kvein Ísraelsmanna er komið til mín, og ég auk þess hefi séð, hversu harðlega Egyptar þjaka þeim,
10þá far þú nú. Ég vil senda þig til Faraós, og þú skalt leiða þjóð mína, Ísraelsmenn, út af Egyptalandi.
Samkvæmt mínum skilningi er Faró tákn hins illa sjá líkingu við Satan í Jesaja 14:12-16
Þarna er samkvæmt mínum skilningi lýsing á Satan og hans háttum á jörðinni.
Jesaja 14:12-16
12Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgunstjarna! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna!
13Þú, sem sagðir í hjarta þínu: Ég vil upp stíga til himins! Ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldistól minn! Á þingfjalli guðanna vil ég setjast að, yst í norðri.
14Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum, gjörast líkur Hinum hæsta!
15Já, til Heljar var þér niður varpað, í neðstu fylgsni grafarinnar.
16Þeim sem sjá þig, verður starsýnt á þig, þeir virða þig fyrir sér: Er þetta maðurinn, sem skók jörðina og skelfdi konungsríkin,
17gjörði jarðkringluna að eyðimörk, eyddi borgir hennar og gaf eigi bandingjum sínum heimfararleyfi?
1 Pét 2:9
9En þér eruð "útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans," sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.
Jesaja 35:9
9 Þar skal ekkert ljón vera, og ekkert glefsandi dýr skal þar um fara, eigi hittast þar. En hinir endurleystu skulu ganga þar.
Sálm. 107:2
2 Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja, þeir er hann hefir leyst úr nauðum
1 Pét 1:18-19
18Þér vitið, að þér voruð eigi leystir með hverfulum hlutum, silfri eða gulli, frá fánýtri hegðun yðar, er þér höfðuð að erfðum tekið frá feðrum yðar,
19 heldur með blóði hins lýtalausa og óflekkaða lambs, með dýrmætu blóði Krists.
Opinb. 5:9
9 Og þeir syngja nýjan söng: Verður ert þú að taka við bókinni og ljúka upp innsiglum hennar, því að þér var slátrað og þú keyptir menn Guði til handa með blóði þínu af sérhverri kynkvísl og tungu, lýð og þjóð.
Hér koma heiðingarnir (það er að segja allir aðrir en Gyðingar) inn í myndina, eftir krossfestingu Jesús, þar hann sem fullkominn fórn samkvæmt gamla sáttmálanum var fórnað fyrir syndir heimsins. Fullkomin, gallalaust fórn sjá 2Móse 12.5 allt þetta uppyllti Jesús sem heilög fórn hins uppfyllta sáttmála með blóði Jesú Krists.
2Móse 12:5
5Lambið skal vera gallalaust, hrútlamb veturgamalt, og má vera hvort sem vill ásauðarlamb eða hafurkið.
2Móse 12:43-51
43Drottinn sagði við þá Móse og Aron: "Þetta eru ákvæðin um páskalambið: Enginn útlendur maður má af því eta.
44Sérhver þræll, sem er verði keyptur, má eta af því, er þú hefir umskorið hann.
45 Enginn útlendur búandi eða daglaunamaður má eta af því.
46 Menn skulu eta það í einu húsi. Ekkert af kjötinu mátt þú bera út úr húsinu. Ekkert bein í því megið þér brjóta.
47 Allur söfnuður Ísraels skal svo gjöra.
48 Ef nokkur útlendingur býr hjá þér og vill halda Drottni páska, þá skal umskera allt karlkyn hjá honum, og má hann þá koma og halda hátíðina, og skal hann vera sem innborinn maður. En enginn óumskorinn skal þess neyta.
49 Sömu lög skulu vera fyrir innborna menn sem fyrir þá útlendinga, er meðal yðar búa."
50 Allir Ísraelsmenn gjörðu svo, þeir gjörðu svo sem Drottinn hafði boðið þeim Móse og Aroni.
51 Einmitt á þessum degi leiddi Drottinn Ísraelsmenn út af Egyptalandi eftir hersveitum þeirra.
Það er það fyrst eftir að Jesús dó fyrir lýð sinn, samkvæmt áætlun Guðs að heiðingjarnir fengu þegnrétt Ísraelsmanna og þar með þegnrétt í Guðsríki. Heiðingarnir eru samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs. Við fáum að vera með en komum á engan hátt í staðinn fyrir Ísrael. Við erum grædd á rótina.
Dæmi um orðnotun:
Þegn er sá maður sem heyrir stjórnarfarslega undir þjóðhöfðingja konungsríkis. Dæmi um orðnotkun: þegnar konungs, allir þegnar landsins eiga að njóta sömu réttinda, konungur var vanur að ávarpa þegna sína á þjóðhátíðardaginn. Í lýðveldi er borgari sambærilegt hugtak.
Rom 11:24
24Þú varst höggvinn af þeim olíuviði, sem eftir eðli sínu var villiviður, og ert gegn eðli náttúrunnar græddur við ræktaðan olíuvið. Hve miklu fremur munu þá þessar náttúrlegu greinar verða græddar við eigin olíuvið?
25Ég vil ekki, bræður mínir, að yður sé ókunnugt um þennan leyndardóm, til þess að þér skuluð ekki með sjálfum yður ætla yður hyggna. Forherðing er komin yfir nokkurn hluta af Ísrael og varir þangað til heiðingjarnir eru allir komnir inn.
26Og þannig mun allur Ísrael frelsaður verða, eins og ritað er: Frá Síon mun frelsarinn koma og útrýma guðleysi frá Jakob.
27Og þetta er sáttmáli minn við þá, þegar ég tek burt syndir þeirra.
Efesus 2:12-22
11 Þér skuluð því minnast þessa: Þér voruð forðum fæddir heiðingjar og kallaðir óumskornir af mönnum, sem kalla sig umskorna og eru umskornir á holdi með höndum manna.
12 Sú var tíðin, er þér voruð án Krists, lokaðir úti frá þegnrétti Ísraelsmanna. Þér stóðuð fyrir utan sáttmálana og fyrirheit Guðs, vonlausir og guðvana í heiminum.
13 Nú þar á móti eruð þér, sem eitt sinn voruð fjarlægir, orðnir nálægir í Kristi, fyrir blóð hans.
14 Því að hann er vor friður. Hann gjörði báða að einum og reif niður vegginn, sem skildi þá að, fjandskapinn milli þeirra. Með líkama sínum
15 afmáði hann lögmálið með boðorðum þess og skipunum til þess að setja frið og skapa í sér einn nýjan mann úr báðum.
16 Í einum líkama sætti hann þá báða við Guð á krossinum, þar sem hann deyddi fjandskapinn.
17 Og hann kom og boðaði frið yður, sem fjarlægir voruð, og frið hinum, sem nálægir voru.
18 Því að fyrir hann eigum vér hvorir tveggja aðgang til föðurins í einum anda.
19 Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs.
20 Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini.
21 Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni.
22 Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans.
2Móse 12.48
48Ef nokkur útlendingur býr hjá þér og vill halda Drottni páska, þá skal umskera allt karlkyn hjá honum, og má hann þá koma og halda hátíðina, og skal hann vera sem innborinn maður. En enginn óumskorinn skal þess neyta.
Jesaja 65:1
1 Ég var fús að veita þeim áheyrn, sem eigi spurðu eftir mér, ég gaf þeim kost á að finna mig, sem eigi leituðu mín. Ég sagði: "Hér er ég, hér er ég," við þá þjóð, er eigi ákallaði nafn mitt.
Esekíel 34:11-16
11 Svo segir Drottinn Guð: Hér er ég sjálfur og mun leita sauða minna og annast þá.
12 Eins og hirðir annast hjörð sína þann dag, sem hann er á meðal hinna tvístruðu sauða sinna, þannig mun ég annast sauði mína og heimta þá úr öllum þeim stöðum, þangað sem þeir hröktust í þokunni og dimmviðrinu.
13 Og ég mun sækja þá til þjóðanna og saman safna þeim úr löndunum og leiða þá inn í land þeirra og halda þeim til haga á Ísraels fjöllum, í dölunum og á öllum byggðum bólum í landinu.
14 Ég mun halda þeim í góðu haglendi, og beitiland þeirra mun vera á háfjöllum Ísraels. Þar munu þeir liggja í góðu beitilandi og ganga í feitu haglendi á Ísraels fjöllum.
15 Ég mun sjálfur halda sauðum mínum til haga og sjálfur bæla þá, segir Drottinn Guð.
16 Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika, en varðveita hið feita og sterka. Ég mun halda þeim til haga, eins og vera ber.
Hér er tala um Ísraels, sem dreyft hefur verið um alla jörðina, sjá Jóh 10:16 þar er Jesú að tala um heiðingjana, Og það verðun ein hjörð, og einn hirðir. Samkvæmt mínum skilningi verða heiðingarnir (þeir sem taka á móti Jesús sem frelsara sínum,) innlimaðir í samfélag heilagra og gangast þannig inn í gyðingdóminn sem heilagur lýður Guðs. Samkvæmt uppfylltu lögmáli Guðs í gegnum blóð Jesú Krist. Eins og Drottinn sjálfur leitar sauða sinna og leiðir þá aftur heim til Ísrael.
(Þetta hefur Drottinn þegar gert: Fyrst eftir fyrra stríð ca. 1917- 1919 og síðan 1947-1948 og síðan fengu þeir Jerúsalem að hluta 1967 í sex daga stríðinu.)
þannig leitar einnig Drottinn Jesús að lýð sínum heiðingjunum þeim sem hafa móttekið freslsiverk hans um allan heim og leiðir þá aftur heim.
Jóh 10:16
16 Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.
Matt 18:11-13
11 Því að Mannssonurinn er kominn að frelsa hið týnda.
12 Hvað virðist yður? Ef einhver á hundrað sauði og einn þeirra villist frá, skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í fjallinu og fer að leita þess, sem villtur er?
13 Og auðnist honum að finna hann, þá segi ég yður með sanni, að hann fagnar meir yfir honum en þeim níutíu og níu, sem villtust ekki frá.
Lúk 15:4-5
4 Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann?
5 Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér, er hann finnur hann.
Lúk 19:10
10 Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það."
Jóh 4:23
23 En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann.
Jesaja 62:4
4 Þú munt ekki framar nefnd verða Yfirgefin, og land þitt ekki framar nefnt verða Auðn, heldur skalt þú kölluð verða Yndið mitt, og land þitt Eiginkona, því að Drottinn ann þér og land þitt mun manni gefið verða.
Matt 16:18
18 Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast.
Hver er boðskapur Péturs sem er kletturinn sem Jesú byggði kirkju sína á? Ég hvet alla til að lesa boðskap Péturs
1Pétursbréf 1:1-25
1Pétur postuli Jesú Krists heilsar hinum útvöldu, sem eru dreifðir sem útlendingar í Pontus, Galatíu, Kappadókíu, Asíu og Biþýníu,
2en útvaldir samkvæmt fyrirvitund Guðs föður og helgaðir af anda hans til að hlýðnast Jesú Kristi og verða hreinsaðir með blóði hans. Náð og friður margfaldist með yður.
3Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum,
4til óforgengilegrar, flekklausrar og ófölnandi arfleifðar, sem yður er geymd á himnum.
5Kraftur Guðs varðveitir yður fyrir trúna til þess að þér getið öðlast hjálpræðið, sem er þess albúið að opinberast á síðasta tíma.
6Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum.
7Það er til þess að trúarstaðfesta yðar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists.
8Þér hafið ekki séð hann, en elskið hann þó. Þér hafið hann ekki nú fyrir augum yðar, en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði,
9þegar þér eruð að ná takmarki trúar yðar, frelsun sálna yðar.
10Þessa frelsun könnuðu spámennirnir og rannsökuðu vandlega þegar þeir töluðu um þá náð, sem yður mundi hlotnast.
11Þeir rannsökuðu, til hvers eða hvílíks tíma andi Krists, sem í þeim bjó, benti, þá er hann vitnaði fyrirfram um píslir Krists og dýrðina þar á eftir.
12En þeim var opinberað, að eigi væri það fyrir sjálfa þá, heldur fyrir yður, að þeir þjónuðu að þessu, sem yður er nú kunngjört af þeim, sem boðuðu yður fagnaðarerindið í heilögum anda, sem er sendur frá himni. Inn í þetta fýsir jafnvel englana að skyggnast.
13Gjörið því hugi yðar viðbúna og vakið. Setjið alla von yðar til þeirrar náðar, sem yður mun veitast við opinberun Jesú Krists.
14Verið eins og hlýðin börn og látið eigi framar lifnað yðar mótast af þeim girndum, er þér áður létuð stjórnast af í vanvisku yðar.
15Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað.
16Ritað er: Verið heilagir, því ég er heilagur.
17Fyrst þér ákallið þann sem föður, er dæmir án manngreinarálits eftir verkum hvers eins, þá gangið fram í guðsótta útlegðartíma yðar.
18Þér vitið, að þér voruð eigi leystir með hverfulum hlutum, silfri eða gulli, frá fánýtri hegðun yðar, er þér höfðuð að erfðum tekið frá feðrum yðar,
19heldur með blóði hins lýtalausa og óflekkaða lambs, með dýrmætu blóði Krists.
20Hann var útvalinn, áður en veröldin var grundvölluð, en var opinberaður í lok tímanna vegna yðar.
21Fyrir hann trúið þér á Guð, er vakti hann upp frá dauðum og gaf honum dýrð, svo að trú yðar skyldi jafnframt vera von til Guðs.
22Þér hafið hreinsað yður með því að hlýða sannleikanum og berið hræsnislausa bróðurelsku í brjósti. Elskið því hver annan af heilu hjarta.
23Þér eruð endurfæddir, ekki af forgengilegu sæði, heldur óforgengilegu, fyrir orð Guðs, sem lifir og varir.
24"Því að: Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi; grasið skrælnar og blómið fellur."
25En orð Drottins varir að eilífu. Og þetta orð er fagnaðarerindið, sem yður hefur verið boðað.
1Pét 2:9-12
9En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.
10Þér sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðnir Guðs lýður. Þér, sem ekki nutuð miskunnar, hafið nú miskunn hlotið.
11Þér elskuðu, ég áminni yður sem gesti og útlendinga að halda yður frá holdlegum girndum, sem heyja stríð gegn sálunni.
12Hegðið yður vel meðal heiðingjanna, til þess að þeir, er nú hallmæla yður sem illgjörðamönnum, sjái góðverk yðar og vegsami Guð á tíma vitjunarinnar.
Hér hvetur Pétur okkur að vera Hluttakendur í guðlegu eðli með æfingu, ögun og þannig að endingu fyllast kærleika Kristi í faðmlagi við hann.
2Pét 1:1-21
1â¨1Símon Pétur, þjónn og postuli Jesú Krists, heilsar þeim, sem hlotið hafa hina sömu dýrmætu trú og vér fyrir réttlæti Guðs vors og frelsara vors Jesú Krists. 2Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum. 3Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð. 4Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur.
5Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, 6í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, 7í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.
8Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi.
9En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna. 10Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa.
Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. 11Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists. 12Þess vegna ætla ég mér ávallt að minna yður á þetta, enda þótt þér vitið það og séuð staðfastir orðnir í þeim sannleika, sem þér nú hafið öðlast. 13Ég álít mér líka skylt, á meðan ég er í þessari tjaldbúð, að halda yður vakandi með því að rifja þetta upp fyrir yður. 14Ég veit, að þess mun skammt að bíða, að tjaldbúð minni verði svipt.
Það hefur Drottinn vor Jesús Kristur birt mér. 15Og ég vil einnig leggja kapp á, að þér ætíð eftir burtför mína getið minnst þessa. ⨠Sjónarvottar að hátign hans 16Ekki fylgdum vér uppspunnum skröksögum, er vér kunngjörðum yður mátt og komu Drottins vors Jesú Krists, heldur vorum vér sjónarvottar að hátign hans. 17Því að hann meðtók af Guði föður heiður og dýrð, þá er raust barst honum frá hinni dýrlegu hátign: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á."
18Þessa raust heyrðum vér sjálfir, koma frá himni, þá er vér vorum með honum á fjallinu helga. 19Enn þá áreiðanlegra er oss því nú hið spámannlega orð. Og það er rétt af yður að gefa gaum að því eins og ljósi, sem skín á myrkum stað, þangað til dagur ljómar og morgunstjarna rennur upp í hjörtum yðar. 20Vitið það umfram allt, að enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér. 21Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda.
Matt 28:20
20 og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar."
Heb. 13:5
5 Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefur sjálfur sagt: "Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig."
Guð blessi þig og varðveiti
Athugasemdir
Nói 950 ára! Hvaðan kemur svona della?
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 10.6.2017 kl. 21:20
Matt 19:26
Jesús horfði á þá og sagði: "Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en Guð megnar allt"
þegar engir trú er til staðar þá, er allt ómögulegt! en þegar við eigum trú á Guð okkar æðri mátt þá er allt möguleg og bara vonin ein gefur gleði og líf í sjálfum sér.
Ef þú trúir á almáttugan Guð þá er Nói ekki gamall heldur ungur miðað við eilífðina.
Ég túi á Guð og allt sem stendur í Biblíuni eins og það er skrifð af heilögum anda sem er útsendur af Guðu til þess að kenna okkur og leiða okkur aftur heim.
Guð veri með þér og varðveiti
Kristinn Ingi Jónsson, 10.6.2017 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.