Ísrael og hlutverk þeirra í áætlun Guðs!
22.5.2017 | 22:17
Í mínum huga er og hefur Ísrael verið undir árásum frá allri heimsbyggðinni, frá upphafi vega, og eða frá því að Guð valdi þá til að leiða fram áætlun sína, um að leiða þjóðir heims aftur heim, eftir að syndafallið og maðurinn útilokaði sig frá Paradís, hinum fullkomnu heimkynnum Guðs, sem Guð hafði fyrirbúið manninum.
Það er augljóst að fólk virðist ekki gera sér grein fyrir erfiðu hlutverki Ísraels, og fellur fyrir lyga áróðri þessa heims um Gyðinga.
Ég bið Guð að varðveita og blessa Gyðinga, og Jerúsalem
Allar þessar þjóðir hafa ráðist gegn Gyðingum. Það er í mínum huga bara ein skýring á því. Það er vegna þess að herra þessa heims þekkir áætlun Guðs, og gerir allt til þess eins að útrýma þeim, svo að áætlun Guðs nái ekki fram að ganga.
Fyrst reyndu Egyptar undir forystu Farós að útrýma Gyðingum
Egyptar
Filistar
Assýra
Babylion
Persar
Gríkkir
Rómverjar
Austur Rómar heimsveldið
Krossfarar
Spánn
Þýskaland (Nasistar)
Sofjetríkinn
Hamas
Staðreind nr.1 Guð skapaði heiminn og á hann
2 Móse 19:5
Ef þið nú hlýðið á mig af athygli og haldið sáttmála minn skuluð þið verða sérstök eign mín, umfram aðrar þjóðir, því að öll jörðin er mín.
Jeramía 27:5
Ég er sá sem skapaði heiminn, mennina og dýrin á jörðinni. Ég gerði það með mínum mikla mætti og útréttum armi og gef það þeim sem mér þóknast.
Sálm 50:12
Væri ég svangur segði ég þér ekki frá því
því að jörðin er mín og allt sem á henni er.
Staðreind nr.2 er að: Valdhafi og herra þessa heims er Satan
Lúkas 4:6
6Og djöfullinn sagði við hann: Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því að mér er það í hendur fengið, og ég get gefið það hverjum sem ég vil.
7Ef þú fellur fram og tilbiður mig, skal það allt verða þitt
Jóh 12:31
30Jesús svaraði þeim: Þessi rödd kom ekki mín vegna, heldur yðar vegna.
31Nú gengur dómur yfir þennan heim. Nú skal höfðingja þessa heims út kastað.
Jóh 16:10-11
10réttlætið, að ég fer til föðurins, og þér sjáið mig ekki lengur,
11og dómurinn, að höfðingi þessa heims er dæmdur.
Guð kallar lýð sinn í heilagur lýður, og í Daníel kemur fram að valdhafar eða konungar þessa heims munu mæla orð gegn hinum hæðsta og kúga hina heilögu.
2 Móse 19:6
6Og þér skuluð vera mér prestaríki og heilagur lýður. Þetta eru þau orð, sem þú skalt flytja Ísraelsmönnum. Þessa spádóma þekkir Satan, og gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur tortímt.
Dan 7:25
25Hann mun orð mæla gegn Hinum hæsta, kúga hina heilögu Hins hæsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum, og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð.
26En dómurinn mun settur verða og hann sviptur völdum til þess að afmá þau með öllu og að engu gjöra.
27En ríki, vald og máttur allra konungsríkja, sem undir himninum eru, mun gefið verða heilögum lýð Hins hæsta. Ríki hans mun verða eilíft ríki, og öll veldi munu þjóna því og hlýða.
28Hér er það mál á enda. En mig, Daníel, skelfdu hugsanir mínar mjög, svo að ég gjörðist litverpur, og ég geymdi þetta í hjarta mínu
Allt þetta hefur ræst, Gyðingar byrjuðu að flytjast til baka og kaupa lönd á árunum 1919 til 1923 og fluttust um það bil 40.000 Gyðingar til baka. Ísraelsríki var svo stofnað eftir seinni heimsstriðjöld eða 1948.
Jeremía 32:37-44
37Sjá, ég safna þeim saman úr öllum þeim löndum, þangað sem ég hefi rekið þá í reiði minni og heift og í mikilli gremi, og læt þá snúa aftur hingað og búa hér óhulta.
38Þá skulu þeir vera mín þjóð og ég skal vera þeirra Guð,
39og ég vil gefa þeim eitt hjarta og eina breytni, svo að þeir óttist mig alla daga, þeim sjálfum til heilla og sonum þeirra eftir þá.
40Og ég vil gjöra við þá eilífan sáttmála, að ég muni aldrei snúa frá þeim með velgjörðir mínar, og ég vil leggja ótta fyrir mér í hjörtu þeirra, til þess að þeir víki ekki frá mér.
41Og það skal verða unun mín að gjöra vel við þá, og ég mun gróðursetja þá í þessu landi í trúfesti, af öllu hjarta og af allri sálu.
42Því að svo segir Drottinn: Eins og ég hefi leitt yfir þessa þjóð alla þessa miklu óhamingju, svo leiði ég og yfir þá alla þá hamingju, sem ég heiti þeim.
43Og akrar munu aftur keyptir verða í þessu landi, sem þér segið um: Það er auðn, mannlaust og skepnulaust! Það er selt á vald Kaldea!
44Akra munu menn kaupa fyrir silfur og skrifa kaupbréf og innsigla og taka votta að, bæði í Benjamínslandi og í umhverfi Jerúsalem og í borgum Júda og í fjallborgunum og í borgunum á sléttlendinu og í borgunum í Suðurlandinu, því að ég mun leiða heim aftur hina herleiddu menn þeirra segir Drottinn.
Árið 1967 réðust Egyptaland, Jórdan og Sýrland gegn Ísrael og þá endurheimtu ísrael höfuðbog sína Jerúsalem að hluta.
Jeremía 33:
2Svo segir Drottinn, sá er framkvæmir það, Drottinn, sá er upphugsar það, til þess að koma því til vegar Drottinn er nafn hans:
3Kalla þú á mig og mun ég svara þér og kunngjöra þér mikla hluti og óskiljanlega, er þú hefir eigi þekkt.
4Já, svo segir Drottinn, Ísraels Guð, um hús þessarar borgar og um hallir Júdakonunga, sem rifin voru niður vegna hervirkjanna og sverðsins:
5Það koma einhverjir til þess að berjast gegn Kaldeum og til þess að fylla húsin líkum þeirra manna, er ég hefi lostið í reiði minni og heift, því ég hefi byrgt auglit mitt fyrir þessari borg sakir allrar illsku þeirra.
6Sjá, ég legg við hana umbúðir og græðslulyf og lækna þá og opna þeim gnægð stöðugrar hamingju,
7og ég leiði heim aftur hina herleiddu frá Júda og hina herleiddu frá Ísrael og byggi þá upp aftur eins og áður.
8Og ég hreinsa þá af allri misgjörð þeirra, er þeir hafa drýgt í móti mér, og fyrirgef þeim allar misgjörðir þeirra, er þeir hafa drýgt í móti mér, og uppreisn þeirra gegn mér,
9til þess að borgin verði mér til frægðar, til ununar, til lofs og dýrðar hjá öllum þjóðum jarðarinnar, sem spyrja munu öll þau gæði, er ég veiti þeim, og skelfast munu og titra vegna allra þeirra gæða og allrar þeirrar hamingju, sem ég veiti henni.
10Svo segir Drottinn: Á þessum stað, er þér segið um: Hann er eyddur, mannlaus og skepnulaus! í borgum Júda og á Jerúsalemstrætum, sem nú eru gjöreydd, mannlaus, íbúalaus og skepnulaus,
11skulu aftur heyrast ánægjuhljóð og gleðihljóð, fagnaðarlæti brúðguma og brúðar, fagnaðarlæti þeirra, er færa þakkarfórn í musteri Drottins og segja: Þakkið Drottni allsherjar, því að Drottinn er góður, því að miskunn hans varir að eilífu! Því að ég mun leiða hið herleidda fólk landsins heim aftur, til þess að þeir séu eins og áður, segir Drottinn.
Guð valdi Abram sem hann síðar gaf nafnið Abraham til þess að leiða fram áætlun sína um frelsunn manssins í gegnum Jesú Krist
1 Móse 12:1-4
Abram fer til fyrirheitna landsins
1Drottinn sagði við Abram: [1]
Far þú burt úr landi þínu, frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á. 2Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú vera. 3Ég mun leiða blessun yfir þá sem blessa þig og bölvun yfir þann sem formælir þér. Allar ættkvíslir jarðarinnar munu af þér blessun hljóta.
4Þá lagði Abram af stað eins og Drottinn hafði sagt honum og Lot fór með honum. Abram var sjötíu og fimm ára að aldri er hann fór frá Harran.
Hann gaf honum líka fyrirheit um Jesú frelsara allra manna.
1 Móse 22:16-18
16og mælti: Ég sver við sjálfan mig, segir Drottinn, að fyrst þú gjörðir þetta og synjaðir mér eigi um einkason þinn,
17þá skal ég ríkulega blessa þig og stórum margfalda kyn þitt, sem stjörnur á himni, sem sand á sjávarströnd. Og niðjar þínir skulu eignast borgarhlið óvina sinna.
18Og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta, vegna þess að þú hlýddir minni röddu.
Því miður hefur nýja þýðing biblíunar á þessu versi bjargast sjá:
Gal 3:16
16Nú voru fyrirheitin gefin Abraham og afkvæmi hans, þar stendur ekki og afkvæmum, eins og margir ættu í hlut, heldur og afkvæmi þínu, eins og þegar um einn er að ræða, og það er Kristur.
Það er einning athyglisvert að Abraham hlýddi Guðs röddu og hélt boðorð Guðs sem þó voru fyrst gefinn lýðnum ca 500 árum seinna eða Móse á Sínaí.
1 Móse26:4-5
4Og ég mun margfalda niðja þína sem stjörnur himinsins og gefa niðjum þínum öll þessi lönd, og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta,
5af því að Abraham hlýddi minni röddu og varðveitti boðorð mín, skipanir mínar, ákvæði og lög.
Í annari Mósebók lýsir Guð sambandi sínu við Ísraelsmenn.
2 Móse 4:22
22En þú skalt segja við Faraó: Svo segir Drottinn: Ísraelslýður er minn frumgetinn sonur.
2 Móse 19:5-6
5Nú ef þér hlýðið minni röddu grandgæfilega og haldið minn sáttmála, þá skuluð þér vera mín eiginleg eign umfram allar þjóðir, því að öll jörðin er mín.
6Og þér skuluð vera mér prestaríki og heilagur lýður. Þetta eru þau orð, sem þú skalt flytja Ísraelsmönnum.
7Og Móse fór og stefndi saman öldungum lýðsins og flutti þeim öll þau orð, er Drottinn hafði boðið honum.
5 Móse 7:6
6Því að þú ert Drottni Guði þínum helgaður lýður. Þig hefir Drottinn Guð þinn kjörið til að vera eignarlýður hans um fram allar þjóðir, sem eru á yfirborði jarðarinnar.
1 Pet 2:9
1Leggið því af alla vonsku og alla pretti, hræsni og öfund og allt baktal.
2Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis,
3enda hafið þér smakkað, hvað Drottinn er góður.
4Komið til hans, hins lifanda steins, sem hafnað var af mönnum, en er hjá Guði útvalinn og dýrmætur,
5og látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús, til heilags prestafélags, til að bera fram andlegar fórnir, Guði velþóknanlegar fyrir Jesú Krist.
6Því svo stendur í Ritningunni: Sjá, ég set hornstein í Síon, valinn og dýrmætan. Sá sem trúir á hann mun alls eigi verða til skammar.
7Yður sem trúið er hann dýrmætur, en hinum vantrúuðu er steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, orðinn að hyrningarsteini
8og: ásteytingarsteini og hrösunarhellu. Þeir steyta sig á honum, af því að þeir óhlýðnast boðskapnum. Það var þeim ætlað.
9En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.
10Þér sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðnir Guðs lýður. Þér, sem ekki nutuð miskunnar, hafið nú miskunn hlotið.
Guð sem þekkti fyrirfram alla sýna áætlun hefur þegar látið spádóma sýna sem hann birti spámönnum sýnum ræstast:
Jesaja 27:6-9
6Á komandi tímum mun Jakob festa rætur, Ísrael blómgast og frjóvgast, og þeir munu fylla jarðarkringluna með ávöxtum.
7Hefir Drottinn lostið lýðinn annað eins högg og það, er hann lýstur þá, sem lustu hann? Eða hefir Ísrael myrtur verið, eins og banamenn hans eru myrtir?
8Með því að reka lýðinn frá þér, með því að láta hann frá þér, hegnir þú honum. Hann hreif hann burt með hinum hvassa vindi sínum, þegar austanstormurinn geisaði.
9Þess vegna verður misgjörð Jakobs með því afplánuð og með því er synd hans algjörlega burt numin, að hann lætur alla altarissteinana verða sem brotna kalksteina, svo að asérurnar og sólsúlurnar rísa ekki upp framar.
Jerimia 31:33-37
33En í þessu skal sáttmálinn fólginn vera, sá er ég gjöri við Ísraels hús eftir þetta segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð.
34Og þeir skulu ekki framar kenna hver öðrum, né einn bróðirinn öðrum, og segja: Lærið að þekkja Drottin, því að þeir munu allir þekkja mig, bæði smáir og stórir segir Drottinn. Því að ég mun fyrirgefa misgjörð þeirra og ekki framar minnast syndar þeirra.
35Svo segir Drottinn, sem sett hefir sólina til að lýsa um daga, tunglið og stjörnurnar til að lýsa um nætur, sá er æsir hafið, svo að bylgjurnar gnýja Drottinn allsherjar er nafn hans:
36Svo sannarlega sem þessi fasta skipan mun aldrei breytast fyrir mér segir Drottinn svo sannarlega munu Ísraels niðjar ekki hætta að vera þjóð fyrir mér alla daga.
37Svo segir Drottinn: Svo sannarlega sem himinninn hið efra verður eigi mældur né undirstöður jarðarinnar hið neðra rannsakaðar, svo sannarlega mun ég ekki hafna öllum Ísraels niðjum sakir alls þess, er þeir hafa gjört segir Drottinn.
Hann hefur blindað augu þeirra fyrir Messías, sem birtist í Jesús Kristi til þess að heiðingjarnir gangi einning inn í sáttmálan eins og hann lofaði Abraham í upphafi.
Róm 11:8-10
8eins og ritað er: Guð gaf þeim sljóan anda, augu sem sjá ekki, eyru sem heyra ekki, allt fram á þennan dag.
9Og Davíð segir: Verði borðhald þeirra snara og gildra, til falls og til hegningar þeim!
10Blindist augu þeirra, til þess að þeir sjái ekki, og gjör bak þeirra bogið um aldur.
11Þá spyr ég: Hvort hrösuðu þeir til þess að þeir skyldu farast? Fjarri fer því, heldur hlotnaðist heiðingjunum hjálpræðið af falli þeirra, til þess að það skyldi vekja þá til afbrýði.
12En ef fall þeirra er heiminum auður og tjón þeirra heiðingjum auður, hve miklu fremur þá ef þeir koma allir?
(Jesaja 29:16-21)
16Hvílík fásinna! Eða skal meta að jöfnu leirinn og smiðinn, svo að verkið geti sagt um meistarann: Hann hefir eigi búið mig til, og smíðin geti sagt um smiðinn: Hann kann ekki neitt?
17Eftir skamma hríð skal Líbanonskógur verða að aldingarði og aldingarður talinn verða kjarrskógur.
18Á þeim degi skulu hinir daufu heyra rituð orð, og augu hinna blindu skulu sjá út úr dimmunni og myrkrinu.
19Þá mun aukast gleði hinna auðmjúku yfir Drottni, og hinir fátækustu meðal manna munu fagna yfir Hinum heilaga í Ísrael.
20Því að ofbeldismenn eru ekki framar til og spottarar undir lok liðnir, og allir þeir upprættir, er ranglæti iðka,
21þeir er sakfella menn fyrir rétti og leggja snörur fyrir þá, er vanda um á þingum, og blekkja hina saklausu með hégóma.
22Fyrir því segir Drottinn, hann er frelsaði Abraham, svo um Jakobs hús: Jakob skal eigi framar þurfa að blygðast sín og ásjóna hans eigi framar blikna.
23Því að þegar niðjar hans sjá verk handa minna á meðal sín, munu þeir helga nafn mitt, þeir munu helga Hinn heilaga, Jakobs Guð, og óttast Ísraels Guð.
24Þá munu hinir andlega villtu átta sig og hinir þverúðarfullu láta sér segjast.
Róm 11:25-27
25Ég vil ekki, bræður mínir, að yður sé ókunnugt um þennan leyndardóm, til þess að þér skuluð ekki með sjálfum yður ætla yður hyggna. Forherðing er komin yfir nokkurn hluta af Ísrael og varir þangað til heiðingjarnir eru allir komnir inn.
26Og þannig mun allur Ísrael frelsaður verða, eins og ritað er: Frá Síon mun frelsarinn koma og útrýma guðleysi frá Jakob.
27Og þetta er sáttmáli minn við þá, þegar ég tek burt syndir þeirra.
Jóel 3:5-7
5Og hver sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast. Því að á Síonfjalli og í Jerúsalem mun frelsun verða, eins og Drottinn hefir sagt, meðal flóttamannanna, sem Drottinn kallar.
6Sjá, á þeim dögum og í þann tíð, er ég sný við högum Júda og Jerúsalem,
7vil ég saman safna öllum þjóðum og færa þær ofan í Jósafatsdal og ganga þar í dóm við þær vegna lýðs míns og arfleifðar minnar Ísraels, af því að þeir hafa dreift henni meðal heiðingjanna og skipt sundur landi mínu.
Op 1:5-8
5og frá Jesú Kristi, sem er votturinn trúi, frumburður dauðra, höfðinginn yfir konungum jarðarinnar. Hann elskar oss og leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu.
6Og hann gjörði oss að konungsríki og prestum, Guði sínum og föður til handa. Hans er dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen.
7Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeir, sem stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum. Vissulega, amen.
8Ég er Alfa og Ómega, segir Drottinn Guð, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi.
Op 5:10
10Og þú gjörðir þá, Guði vorum til handa, að konungsríki og prestum. Og þeir munu ríkja á jörðunni.
Op 7:4
4Og ég heyrði tölu þeirra, sem merktir voru innsigli, hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir af öllum ættkvíslum Ísraelssona voru merktar innsigli.
Athugasemdir
Öll trúarbrögð hafa rangt fyrir sér. Skiftir engu í hvaða trúarhópi þú tilheyrir, það er einhverstaðar skrifað hjá trúarhópum að þú farir til Helvítis ef þú trúir ekki því sama og þeir. Samkvæmt því fara allir til Heljar. Það er ekki til "Guð" í þeirri merkingu sem "persóna" eða einhver síðhærður kall, heldur er "Guð" alheims orkan sem heldur öllu saman. Lífið á jörðinni er ekki smíði "Guðs", heldur tilviljun aðstæðna sem gat hveikt líf sem þróaðist í það sem er núna og eithvað annað í framtíðinni, tekur hundruð þúsunda ára ef ekki miljónir ára að þróast hægt og bítandi, augnablik þróunar getur verið þúsundir ára sem við munum varla taka eftir hjá okkur. Svona aðstæður gætu fundist á næstu árum eða árþúsundum í öðru sólkerfi og þar yrði ekki einhver "Guð" að búa til líf úr eigin Lego kubbum, heldur tilviljun sem gat kveikt líf og komið þróun af stað.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 3.6.2017 kl. 16:44
Sæll Gunnlaugur og takk fyrir þitt komment
Líkt og ég sagði í upphafi á bloggi mínu þá er það að mínu mati að trúa á að alheimsorka og eða röð tilviljana hafi valdið því að heimurinn varð til það mikklu stærri TRú heldur en að trúa á einn skapara sem sendi son sinn Jesús til þess að frelsa mannin fá syndinni, sjálfum sér og Satan.
Jóhannesarguðspjall 3:16
Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Ég bið um að opna augu þín fyrir sannleikanum og vona að þú fáir að kynnast dásemdar kærleika Jeús Krists.
Kristinn Ingi Jónsson, 3.6.2017 kl. 17:27
Ef ég trúi ekki á þinn Guð fer ég þá til Helvítis? En ef þú trúir ekki á "minn" Guð sem segir "Trúið bara á mig og ekki á mannin Jesú né mannin Múhameð annars munuð þér brenna í Helvíti, þá ferð þú til Helvítis. Hvor hefur rétt fyrir sér? Hvorugur að mínu mati. Biblían er skrifuð af Gyðingum sem sjálfshjálparbók og pólitískt rit til að stjórna líðnum.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 4.6.2017 kl. 11:40
Kæri Gunnlaugur það er ekki mitt hlutverk að dæma nokkurn mann og eða aegja til um hvert fólk fer eða hvort að fólk brennur eða hvað annað sem þú vitnar til, Mannin Múhameð þekki ég sem beturfer ekki og það sem ég hef heyrt af honum er vont. En Drottin Jesús frelsara minn hef ég heyrt um og ég hef upplifað hans stórkostlega kærleia og á þá heytustu von að allir fái að upplyfa hans elsku og kærleika. Hann dæmir engan og elskar alla menn og þráir að þeir (þú) komist til þekkingar á honum. Hann er ljósið og ef við höfum hann ekki þá lifum við í myrkri, það er enginn önnur leið. Ég byð Guð um að kveikja ljós í hjartanu þínu og lýsa þér leiðinna heim. Guð blessi þig og varðveiti þig
Með vinsemd og virðingu
Kristinn Ingi Jónsson
Kristinn Ingi Jónsson, 5.6.2017 kl. 06:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.