Að eiga lifandi samfélag við Guð!

Þessi sálmur er mér mjög hugleikinn, og skýrir vel samband mitt við Guð, og vonina sem ég á í Jesús frelsara mínum.

Hvert orð Davís í þessum sálmi eru eins og töluð frá hjarta mínu, og set ég þau fram í bæn til Drottins. 

 

Sálmarnir 25 

Davíðssálmur.

Til þín, Drottinn, hef ég sál mína,
Guð minn, þér treysti ég,

lát mig eigi verða til skammar, 
lát eigi óvini mína hlakka yfir mér.

Enginn sem á þig vonar
mun til skammar verða,

þeir einir verða til skammar
sem ótrúir eru að tilefnislausu. 

Vísa mér vegu þína, Drottinn,
kenn mér stigu þína.

Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér

því að þú ert Guð hjálpræðis míns, allan daginn vona ég á þig.

Minnst þú, Drottinn, miskunnar þinnar og gæsku
sem er frá eilífð.

Minnst þú ekki æskusynda minna og afbrota,
minnstu mín í elsku þinni sakir gæsku þinnar, Drottinn.

Góður og réttlátur er Drottinn,
þess vegna vísar hann syndurum veginn.

Hann leiðir hógværa á vegi réttlætisins
og vísar auðmjúkum veg sinn. 

Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti 
fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð.

Vegna nafns þíns, Drottinn,
fyrirgef mér sekt mína þó að hún sé mikil. 

Hverjum þeim sem óttast Drottin
vísar hann veginn sem hann skal velja.

Sjálfur mun hann búa við hamingju
og niðjar hans munu erfa landið.

Drottinn sýnir þeim trúnað sem óttast hann
og gerir þeim sáttmála sinn kunnan.

Ég beini augum sífellt til Drottins
því að hann leysir fætur mína úr snörunni.

Snú þér til mín og ver mér náðugur
því að ég er einmana og beygður.

Frelsa mig frá kvíða hjarta míns,
leið mig úr nauðum.

Lít á neyð mína og eymd
og fyrirgef allar syndir mínar.

Sjá, hve fjandmenn mínir eru margir,
þeir hata mig ákaft.

Varðveit líf mitt og frelsa mig,
lát mig ekki verða til skammar
því að hjá þér leita ég hælis.

Heilindi og ráðvendni verndi mig
því að á þig vona ég.

Guð, frelsa Ísrael
úr öllum nauðum hans. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannarlega góður Davíðssálmur, einn af þeim öflugustu.

smile Heilar þakkir, Kristinn Ingi, og Guð blessi þig.

Jón Valur Jensson, 5.4.2017 kl. 00:32

2 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

-Takk fyrir kæri bróðir God gave us eyes, so we can see

To use that gift, we have to hear

How blind can we be

Love is all, we need to wear

 

Look to the Lord, to free your soul

Jesus love us, in a holy holy way

To hold one to Jesus, should be our goal

We must be ready! He is coming back, one of the day!

 

 

 

 

 

 

Guð blessi þig og varðveiti

Kristinn Ingi Jónsson, 5.4.2017 kl. 05:08

3 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Ha ha Jón var að svara þér í símanum mínum og pastaði óvart ljóð sem ég var að skrifa en ekki búinn með get ekki fjarlægt það :-)

Kristinn Ingi Jónsson, 5.4.2017 kl. 05:18

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk sjálfur, bróðir. En jú, þú getur fjarlægt (eða svæft) svona athugasemd: smellir ofarlega t.v. á Blogg og síðan (aftur ofarlega) á Athhugasemdir. Þegar þær birtast, geturðu unnið með þær (byrjar þar á því að smella á plúsinn fyrir framan nöfn innleggjenda), gangi þér vel.

Jón Valur Jensson, 6.4.2017 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband