Nýárs hugleiðing!

Ég er lánsamur maður, ekki bara fyrir það að eiga yndislegu konu, yndisleg börn og hafa góða heilsu og í gegnum það heila átt yndislegt líf, heldur fyrst og fremst fyrir þá náð að Guð hefur opnað augu mín fyrir þeim stórkostlega sannleika að hann elskaði mig svo mikið (þrátt fyrir alla mína galla, og breyskleika) að hann sendi son sinn Jesús til þess að frelsa mig frá dauða til eilífs lífs.

Ég elska lífið vegna þess að það hefur tilgang og vegna Jesús hef ég fengið veg til lífsins, lífs í gnægð.

Minn Guð elskar alla menn og hefur gert áætlun um frelsi fyrir alla sem það kjósa.
Jesú kom í heiminn til þess að gefa frelsi og kenna okkur rétta veg til frelsisins.

Hans æðsta boðorð er elska skalt þú náungan eins og sjálfan þig! Og ekki bara þá sem eru þér nánir. Heldur alla menn sama hverrar trúar, kynþáttar og hvaða skoðanir þeir hafa!

Mat 5:43-48
Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.' En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama? Og hvað er það, þótt þér heilsið bræðrum yðar einum. Gjöra heiðnir menn ekki hið sama? Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

Jesú kom ekki til þess að dæma heldur til þess að frelsa okkur frá hinu illa hann hjálpar okkur til,að finna vegin aftur heim.

Hver er ég að dæma nokkurn mann á ég að fordæma fólk eftir skoðunum, trú, kynhneigð, lyga tali, þjófa, eða nokkru öðru sem skilur fólk frá hvort öðru?

NEI engin er betri en annar, allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.

Það er því mín skoðun að ef einhver dæmir fólk, þá er hann að kasta steinum úr glerhúsi, og þannig steinar koma alltaf til baka. Sýnum því hvort öðru elsku og virðingu, það er aldrei okkar hlutverk að dæma nokkurn mann.

Jóh 12:57
Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn.

Joh 8:7-11
Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: "Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana." Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum. Hann rétti sig upp og sagði við hana: "Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?" En hún sagði: "Enginn, herra." Jesús mælti: "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar."]

Hver er ég til að Dæma?

Verum góð við hvort annað, elskum hvort annað. Því að Jesús kemur fljótt!

Luk 21:25-28
Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband