Eru spádómar Biblíunar sannir!

Allir spádómar Biblíunnar hafa ræst eða eru að rætast!

2 Tím 3:1-4

1 Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2 Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, 3 kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, 4 sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð

Tákninn sem Jesú benti lærisveinum sínum á sem tákn um endurkomu hans eru svo skýr og áberandi í dag, en blekkingar óvinarins blinda og blekkja fólk frá sannleikanum um frelsið í Jesú.

Mat 24:3-14

3 Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?" 4 Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5 Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. 6 Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. 7 Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8 Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. 9 Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. 10 Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. 11 Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. 12 Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. 13 En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. 14 Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.

Ég set hér inn link á mjög góða myndræna lýsingu á ástandinu í dag.

Guð blessi þig!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tákninn sem Jesú benti lærisveinum sínum á sem tákn um endurkomu hans eru skýr og áberandi í dag, voru það fyrir 10 árum síðan, 100 árum síðan og 1000 árum síðan. Það er ekkert nýtt í því að hver kynslóð telji ástand þess tíma það versta sem það hefur nokkurntíman verið og loksins öllum skilyrðum endurkomunnar fullnægt.

Hvenær hafa menn ekki verið sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir og elskandi munaðarlífið meira en Guð?

Jos.T. (IP-tala skráð) 23.2.2016 kl. 11:26

2 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Í Matteus 24:6 segir þér munuð SPYRJA um hernað og ófriðartíðindi það eitt að í dag Fáum. Við fréttir af öllu sem gerist næstum því samstundis er ein liður í því að tímarnir eru öðruvísi núna en fyrir 1000 árum.

Esekíel 12: 21- 28 

21  Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi: 22  "Mannsson, hvaða orðtak er þetta, sem þér hafið í Ísraelslandi, er þér segið: ,Tíminn dregst, og allar vitranir reynast marklausar'? 23  Seg því við þá: Svo segir Drottinn Guð: Ég mun gjöra enda á þessu orðtaki, og menn munu eigi framar nota það í Ísrael. Seg þeim þar í móti: ,Tíminn er nálægur og allar vitranir rætast.'

24  Því að hér eftir skal engin hégómasýn eða hræsnispádómur stað hafa meðal Ísraelsmanna, 25  því að ég, Drottinn, mun tala það orð, er ég vil tala, og það mun koma fram. Það mun ekki dragast lengur, því að á yðar dögum, þverúðuga kynslóð, mun ég tala orð og framkvæma það" - segir Drottinn Guð. 26  Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi: 27  "Mannsson, sjá, Ísraelsmenn segja: ,Sýnin, sem hann sér, á sér langan aldur, og hann spáir langt fram í ókomnar tíðir.' 28  Seg því við þá: Svo segir Drottinn Guð: Á engu mínu orði mun framar frestur verða. Því orði, er ég tala, mun framgengt verða - segir herrann Drottinn."

 

það er vegur og vilji óvinarins sem er Satan að við  skiljum ekki og trúmál ekki þess vegna blindar hann

augu okkar og lokar eyrum okkar til þess ein að leiða sem flesta frá þekkingunni á frelsis verki Jesú.

Joh 8: 43- 47

43  Hví skiljið þér ekki mál mitt? Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt.

44  Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari fráupphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir. 45  En af því að ég segi sannleikann, trúið þér mér ekki. 46  Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? 47  Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði."

 

Kristinn Ingi Jónsson, 23.2.2016 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband