Að vaxa í Guðsríki !!
9.12.2012 | 18:26
Það að vera undir ljósi fagnaðarerindisins, reynist mér og mörgum mjög erfitt, þrátt fyrir að Guð hafi gert alla hluti eins einfalda og raun ber vitni, þá er eins og myrkrið sé svo dimmt að það virðist byrgja okkur sýn, sýn á einfaldleika fagnaðarerindisins, einfalleika velsældar, allt í Guðs ríki er byggt upp á lögmálum sem hétu í gamla testamentinu blessun og bölvun.
Þessi orð hefur herra þessa heims afbakað í hugum fólks og nú er svo komið að flestum finnst það vera hræðileg hugtök, og þannig afbakað sannleikan staðreyndin er sú að orðin blessun og bölvun má í raun og veru bera saman við afleiðingu gjörða okkar ef við breytum rétt þá eru afleiðingarnar góðar, og ef við breytum rangt þá eru afleiðingarnar slæmar sem sagt gott/blessun, vont /bölvun.
Biblían er full af leiðbeiningum um hvað við eigum að gera til að halda okkur undir þeim blessunum sem Guð hefur gefið. Og segir einnig að ávöxtunum skulum við þekkja þá sem framganga í guðsríki vegna þess að þeir að þeir trúa á Jesú Krist og hlýða boðum Guðs.
Op 12:17 Þá reiddist drekinn konunni og fór burt til þess að heyja stríð við aðra afkomendur hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.
Op 14:12 Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.
Hér er greinilega talaðu hina heilögu á þann hátt að það eru þeir sem vitna um Jesú og þá sem halda boð Guðs. Það eru hinir heilögu. Samkvæmt mínum skilning er hér verið að tala um þá sem tekið hafa á móti frelsisverki Jesú Krists og hafa gengið veginn þrönga og agað sig eftir vilja Guðs.
Og þannig tekið á móti ávöxtum Guðs sem Jesú talar um í guðspjallinu
Mat 7:16 - 20
Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af
þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið
vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður
upp höggvið og í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.
Í öðru Pétursbréfi er líst hvernig við eigum að aga okkur að orði Guðs og þannig vaxið og lært að bera himneska ávexti. 2. Pétursbréf 1.5 - 10
Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi. En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna.
Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.
Öll boð Guðs eru létt og engin ánauð og þau eru sett okkur til góða, gleði og hamingju, en ekki sem byrgði. Eitt eiga þau sameiginlegt að herra þessa heims hatar þau og gerir allt til þessa að við flækjum þetta fyrri okkur og ljúga að þetta sé bara vistleysa. Fyrirheitin eru einföld : t.d
1. Heiðra föður þinn og móður þína, eins og Drottinn Guð þinn hefir boðið þér, svo að þú verðir langlífur og svo að þér vegni vel í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.
Hér er eitt dæmi um fyrirheit um langlífi og velgengni
2. Fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum
Ef við fyrir gefum ekki þá byggist upp myrkur í okkar hjarta og líf okkar umlykst myrkri og vanlíðan og viðberum ekki ávexti hamingju og gleði.
Jesú sagði:
Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.
Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama? Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum einum? Það gera jafnvel heiðnir menn. Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.
Jesú hvetur okkur til að vera fullkomin það getum við ekki án hans hjálpar og fyrirgefningar, en það á greinilega að vera okkar markmið.
Í biblíunni má finna fullkomna leiðbeiningu um allt sem okkur ber að varast og hvað okkur ber að iðka lag fram á einfaldan máta svo að allir megi skilja það.
Baráttan við herra þessa heims er líka hörð hann faðir lygina hefur fyllt alla okkar tilveru af myrkri svo erfitt er að sjá ljósið.
Í mínum huga er þetta þannig:
1. Trú - Að taka á móti frelsinu sem við eigum í Jesú Kristi.
2. Dyggð - Að sýna dyggð, og tryggð í trúnni
3. Þekking - Að læra að þekkja orð Guðs og hans vilja með okkar líf.
4. Sjálfsögun - Að aga sig og temja sér að ganga inn í vilja Guðs
5. Þolgæði - Að sýna sjálfum okkur þolgæði og þolinmæði.
6. Guðræki - Að rækta trú okkar samkvæmt orðinu.
7. Bróðurelsku - Að elska náungan eins og sjálfan sig.
8. Kærleika - Að ganga í fang Jesú Krists í fullkomnum kærleika
Þessi ganga upp stigann í andlegt faðmlag með Jesú það er leiðinn að fullkomnum kærleika hún er okkur mannlega ekki fær, þess vegna sendi Jesú okkur hjálparann heilagan anda til að gera okkur kleift að ganga þennan stiga til áttar við fullkominn kærleika sem aðeins Guð getur gefið okkur við getum sett okkur undi blessanir Guðs með því að vaxa í Guði og þekkingu á honum. Það er að bera ávöxt samkvæmt orði Guðs.
Eina vopn sem við hofum eru sömu vopn og Jesú notaði á Satan í eyðimörkinni og það er þekking á orði Guðs. Ef við hofum hana ekki þá erum við auðveld bráð fyrir lygi Satans, hann gengur um sem öskrandi ljón og lýgur og gerir allt sem hann getur til að fella alla til fráhvarfs við Jesú til þess notar hann allt sem okkur er kært og allt sem gæti virkað jafnvel, kemur hann sé inn í kirkjur til þess eins að ljúga og sverta orð Guðs svo lýðurinn sem ekki þekkir frelsarann vilji ekkert með Guð hafa.
Svo sanfærandi verður hann að jafnvel hin heilagi mun falla fyrir lygi hans.
Verum því vakandi og fyllum okkur af þekkingu á yndislegu orði Guðs sem er okkar eina vörn gegn lyginni frá herra þessa heims.
Guð blessi þig lesandi góður !
Athugasemdir
heyr!
Hörður Halldórsson, 9.12.2012 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.