Að vaxa í Guðs ríki !

Að trúa á Jesús og játa að hann er frelsarinn, veitir okkur frelsi sem er eini vegurinn til eilífs lífs. Á því er enginn vafi .

Rom 10:9 

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, mun tu hólpinn verða.

En að vaxa í trú og bera ávexti, fæst með því að hlýða boðum hans og fara eftir hans orði.

Joh 15:2 

Hverja þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af, og hverja þá, sem ávöxt ber, hreinsar hann, svo að hún beri meiri ávöxt.

Joh 15:4 

Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.

Joh 15:5

Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.

Í síðara Pérursbréfi er farið yfir það hvernig við vöxum í Guði, og hvernig viå berum ávexti sem allir kristnir menn eiga að gera til að vaxa í Guði og verða hluttakendur í guðlegu eðli.

2Pét 1:3-11 

Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð. Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur. Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.

Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi. En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna. Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.

Pétursstigi 

Þetta er boðskapurinn að vaxa

í trú             (fyrsta þrep)  - að taka á móti frelsinu í Jesú

dyggð,         (annað þrep) - að vera staðfastur og heill í frelsinu

þekkingu,   (þriðja þrep) - að læra að þekkja orð Guðs og vaxa í því

sjálfsögun, (fjórða  þrep)   - aga sig í hlýðni, við orð Guðs og boðorð hans.

þolgæði,     (fimmta þrep)  - að hafa þolinmæði gagnvart eigin breiskleika og gefast ekki upp

guðrækni, (sjötta þrep)  - að vaxa og rækta trú sína að bera ávexsti samkvæmt fyrirheitunum

bróðurelsku (sjöunda þrep)  - að elska náungan eins og sjálfan okkur

kærleika (síðasta þrep)  - að ganga í faðmlag við Jesú Krist á krossinum og upplifa hin fullkomna kærleik sem engin getur sýnt eða gefið nema Jesú það er okkur ómögulegt að fyllast Þeim kærleika nema í gegnum gjöf andans fyrir Jesú krist þetta er leiðinn þangað.              

Þannig er það alveg ljóst í mínum huga að við þurfum að ástunda trú okkar vinna í því að læra að þekkja orðið læra að vaxa í Guði.

Til þess að geta staðist vélabrögð Satans sem gengur um sem öskrandi ljón og leitar að einstaklingum sem hann getur leitt til fráfalls við Jesú Krist.

1Pét 5:8 

Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt.

Það er bara en ein lygi Satans að við þurfum ekkert að gera nema lifa í frelsinu sem við fáum við það að játa Jesú Krist, hann vill ekki að við vöxum í þekkingu á bíblíunni , Því þá getur hann ekki leitt okkur til fráfalls með lyginni.

Satan þekkir orðið og notar það gegn okkur ef við höfum ekki næga þekkingu til að verjast vélabrögðum hans og lygini sem honum einum er lagið, hann er svo falskur að jafnvel hinir heilögu munu falla fyrir lygi hans.

Prestar, leiðtogar og fólk sem við treystum hvað mest á, geta og munu falla og boðað hans lygi.

Þess vegna er það okkur lífsnauðsyn að þekkja orðið af eigin raun og vega og meta allt sem sagt er út frá orði Guðs, það er eini mælikvarðinn á réttu og röngu. 

Orðs 12:17 

Þá reiddist drekinn konunni og fór burt til þess að heyja stríð við aðra afkomendur hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.

Mat 5:17-18

Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.

Ef við þyrftum ekki að fara eftir boðorðum Guðs, hefði Guð ekki ritað þau á hjartaspjöld okkar.

2kor 3:3 

Þér sýnið ljóslega, að þér eruð bréf Krists, sem vér höfum unnið að, ekki skrifað með bleki, heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi. 

Dan 9:10 

og ekki hlýtt raustu Drottins Guðs vors, að breyta eftir boðorðum hans, þeim er hann fyrir oss lagði fyrir munn þjóna sinna, spámannanna.

Sef 2:3 

Leitið Drottins, allir þér hinir auðmjúku í landinu, þér sem breytið eftir hans boðorðum.  Ástundið réttlæti, ástundið auðmýkt, vera má að þér verðið faldir á reiðidegi Drottins.

1Jóh 5:2 

Að vér elskum Guðs börn þekkjum vér af því, að vér elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans.

2Jóh 1:6 

Og í þessu birtist elskan, að vér lifum eftir boðorðum hans. Þetta er boðorðið, eins og þér heyrðuð það frá upphafi, til þess að þér skylduð lifa í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það að guðinn þinn hljómar eins og hver annar illa upplýstur fornmaður sem er að deyja úr valdagræðgi

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 10:44

2 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Kæri Dokktor E Guð elskar þig, og þráir að þú komist út úr myrkrinu.

Ég þakka þér ynnilega fyrir að lesa bloggið mitt og hvet þig til að halda því áfram og ég mun sara þér öllum þínum vangaveltum um leindardóma fagnaðarerindisins og bið til Guðs um að hann opni augu þín fyrir frelsinu og hleypi ljósi inn í sálu þína

Guð blessi þig og varðveiti

Kristinn Ingi Jónsson, 6.3.2012 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband