Barátta góðs og ills !
28.10.2011 | 08:14
Ísland nýlega
http://visir.is/blossi-fra-gervitungli-og-loftsteinn-hrapadi/article/2011710289947
Sjá tákn í Jerúsalem ekki fyrir löngu:
http://www.youtube.com/watch?v=AXr8sWo5Ju4&NR=1
Lúk 21:7-11
7 En þeir spurðu hann: "Meistari, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn þess, að það sé að koma fram?" 8 Hann svaraði: "Varist að láta leiða yður í villu.
Margir munu koma í mínu nafni og segja:, Það er ég!' og ,Tíminn er í nánd!' Fylgið þeim ekki. 9 En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki.
Þetta á undan að fara, en endirinn kemur ekki samstundis." 10 Síðan sagði hann við þá: "Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, 11 þá verða landskjálftar miklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum, en ógnir og tákn mikil á himni.
Lúk 21:25
Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný.
Táknin eru augljós öllum þeim er vilja sjá, og láta ekki myrkur heimsins byrgja sér sýn. Jafnvel veðrið lætur ekki að stjórn, flóð og ofsaveður sem aldrey hafa sést.
Ýmis tákn á himni Þjóðir rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, við höfum dæmin allt í kringum okkur, Jesú varar okkur við að láta nokkurn leiða okkur í villu, hann varar líka við því að falsspámenn munu koma í Jesús nafni (og eru komnir).
Við getum ekki treyst því að þó fólk kenni sig við Jesú að hann boði eða iðki sannleikann. Bara þekking okkar á orðinu getur greint rétt frá röngu.
Eph 6:11-12
11 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12 Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs.
Það er okkur nauðsynlegt að þekkja orð Guðs vegna þess að baráttan er á milli herra þessa heims (Satans) og herra Guðs ríkis það er (Jesú).
það kemur fram í Jóhannes 8:44 að Satan er faðir lyginnar og notar lygina til að afvegaleið okkur frá Guði og þess vegna er nauðsynlegt að þekkja orðið til að verjast vélabrögðum falsspámanna sem eru á vegum vonskunnar en kenna sig við nafn Jesú.
Satan kann best allra að blekkja og afvegaleiða fólk, Hann reyndi það við Jesú og notaði þekkingu sýna á biblíuni og reyndi að rangtúlka það er þar stóð en Jesú sýndi okkur hvernig við eigum að verjast með þekkingu á orði Guðs.
Eph 6:10-18
10 Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. 11 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12 Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
13 Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. 14 Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15 og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja
fagnaðarboðskap friðarins.
16 Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. 17 Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. 18 Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.
Guð blessi ykkur öll !
Athugasemdir
Hvaða lyfjum ertu á?
DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 09:32
Hér er tímatafla fyrir næstu kraftaverkin sem þú ert að bíða eftir. Mundu bara að setja in rétt GPS hnit fyrir staðsetningu þína og þú munt upplífa kraftaverk á hverjum degi.
http://www.heavens-above.com/
Sjá: Iridium Flares þú getur meira að segja skipulagt kraftaverkin næstu 7 dagana fram í tíman.
Vá ég er orðin spámaður.
Odie, 28.10.2011 kl. 12:31
Jóh 3:19
En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond.
Mat 13:14
Á þeim rætist spádómur Jesaja: Með eyrum munuð þér heyra og alls ekki skilja, og sjáandi munuð þér horfa og ekkert sjá.
Mat 13:15
Því að hjarta lýðs þessa er sljótt orðið, og illa heyra þeir með eyrum sínum, og augunum hafa þeir lokað, svo að þeir sjái ekki með augunum né heyri með eyrunum og skilji með hjartanu og snúi sér, og ég lækni þá.
Kristinn Ingi Jónsson, 28.10.2011 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.