Spádómar bíblíunar rætast !

 

Allir spádómar bíblíunar koma fram ein af öðrum ekkert kemur í veg fyrir að orð Guðs rætist. 

Skýr merki þess að allir spádómar komi fram, margir eru þegar framkomnir. En virðast ekki ná til okkar.

Þetta var ritað fyrir ca. 2000 árum um síðustu daga

Jakob 5:1 - 6

Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin,  gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur.

Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum.

Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna.

Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafið sakfellt og drepið hinn réttláta. Hann veitir yður ekki viðnám.

Og en erum við hvött til að halda okkur við frelsarann,

því koma drottins er í nánd  

Jakob 5:7 - 12

Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn,

hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn.

Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd.

Kvartið ekki hver yfir öðrum, bræður, svo að þér verðið ekki dæmdir.

Dómarinn stendur fyrir dyrum.

Bræður, takið spámennina til fyrirmyndar, sem talað hafa í nafni Drottins og liðið illt með þolinmæði.

Því vér teljum þá sæla, sem þolgóðir hafa verið. Þér hafið heyrt um

þolgæði Jobs og vitið, hvaða lyktir Drottinn gjörði á högum hans. Drottinn er mjög miskunnsamur og líknsamur.

En umfram allt, bræður mínir, sverjið ekki, hvorki við himininn né við jörðina né nokkurn annan eið. En já yðar sé já, nei yðar sé nei, til þess að þér fallið ekki undir dóm.

Fyrheit og leiðbeiningar um hvernig við getum treyst Guði og tekið á móti hans stórkoslegu gjöfum.

Jakob 5:13 - 20

Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín

öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum.

Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á

fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar.

Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þessað þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.

Elía var maður sama eðlis og vér, og hann bað þess heitt, að ekki skyldi rigna, og það rigndi ekki yfir landið í þrjú ár og sex mánuði.

Og hann bað aftur, og himinninn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt. Bræður mínir, ef einhver meðal yðar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur,

þá viti hann, að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans mun frelsa sálu hans frá dauða og hylja fjölda synda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Er heimsendir sem sagt í nánd?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.4.2011 kl. 02:00

2 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Ég kýs að kalla það upphaf !

Þegar Kristur kemur aftur í skýums himins og sækir sitt fólk

Kristinn Ingi Jónsson, 11.4.2011 kl. 05:51

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þannig að endurkoma Jesú er í nánd?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.4.2011 kl. 15:54

4 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Þegar ég skilgreini nálægð endatímana vitna ég meðal  annars í orð Jesús þegar hann svarar lærisveinum sínum.  Og mörgu fleiru

Mat 24:3 - 8Þá er hann sat á olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta?

Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar? Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.  

Margir munu koma í mínu nafni og segja: , Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu.   Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.

Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn.   

Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.  Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. 

Ég) Samkvæmt  manntali gamlatestamentisins kemur fram að c.a. 2000 ár eru frá sköpun Jarðar til sáttmála sem Guð gerði við Abraham, og frá þeim sáttmála til Sáttmálans sem gerður var með blóði Jesú Krists eru c.a. 2000 ár frá sáttmála sem gerður var með blóði Jesú Krists eru c.a. 2000 ár. 

Og það lögmál að Guð skapaði jörðina á sex dögum og hvíldist þann sjöunda, hann setti manninum það fyrir í boðorðunum að vinna sex daga og hvílast hin sjöunda,   

Og hver dagur sem þúsund ár hjá Guði  þýðir að nú fer að líða að lokum sjötta dags   

2Pet 3:8  En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. 

Ég) Samkvæmt mínum skilning mun Jesú Kristur koma aftur í sinni fyllingu, og síðan líða þúsund ár áður en endi veraldar í núverandi mynd verður,  og Guð mun skapa nýja jörð 

Opb 20:6  Sæll og heilagur er sá, sem á hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald, heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og þeir munu ríkja með honum um þúsund ár. 

Opb 20:2  Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. 

Opb 21:1  Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til. 

Ég) Minn skilningur samkvæmt biblíunni er sá að um leið og við deyjum er okkar endatími kominn þá höfum við ekki lengur tækifæri til þess að iðrast, og gera betur þannig að í þeim skilningi er tíminn alltaf í nánd, og endatími einhvers alla daga. Ég bið þess að sem allra flestir hafi notið þeirra gæfu að hafa tekið á móti frelsis verki Jesú Krist og safnað raunverulegum fjársjóðum, sjóðum sem felast í því að gera góðverk, elska náungan, og eða fengið að njóta þeirra fyllingar sem líf með Jesú er.

Það er líf í gnægð og raunveruleg hamingja, það votta ég. 

Guð blessi þig

Kristinn Ingi Jónsson, 11.4.2011 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband