Grundvöllur kristinar trúar er stjórnarskrá Guðsríkis Boðorðinn 10

Guð talaði öll þessi orð og sagði:

1.   "Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

Ég er Drottinn Guð þinn, hann leiddi okkur út úr þrælahúsi sem samkvæmt mínum skilning lausn úr þrælmdóm syndarinnar, Hann gefur okkur svo fyrirmæli um að hafa engan annan Guð en hann.

Öll hans fyrirmæli eru sett okkur til góða af fullkomnum kærleik, svo að við förum okkur ekki að voða. Líkt og foreldri varar barnið sitt við að leika sér ekki við árbakkan svo það falli ekki útí og drukkni.

2.   Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni.  Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

Í mínum huga er það skýrt að með því að gera líkneski í hvaða mynd sem er hvort það er stytta, mynd, eða hvað annað hvort sem það er likneski af Jesú eða einhverju öðru þá gerir það okkur ekki gott, líkneskji geta verið í mörgum myndum svo sem fjármunir, og eða hvað sem er, sem taka hug okkar frá Guði ,og við tilbiðjum og eða látum stjórnast af eða hvað eina annað sem skyggir á hin eina sanna lifandi Guð.

3.   Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.

4.   Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna,  því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Menn eru oftast sammála því að það eigi að hvílast einn dag í viku, en eru svo alfarið á móti því að það eigi að vera laugardagur eins og í frum kristninni, í mínum huga virðist þetta boðorð vera mjög mikilvægt fyrir Guð því hann helgaði hvíldardaginn.

Hann sendirspámennina til að árétta fyrir okkur aftur og aftur um mikilvægi þess að halda hvíldardaginn heilagan

Esikíel  20: 19 -20  

Ég er Drottinn Guð ykkar. Farið að lögum mínum og haldið reglur mínar og framfylgið þeim.  Haldið hvíldardaga mína heilaga svo að þeir verði tákn sáttmálans milli mín og ykkar og þið skiljið að ég er Drottinn Guð ykkar.

Mar 2:27 

Og hann sagði viðþá: "Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.

Jer 17:21 

Svo segir Drottinn: Gætið yðar - líf yðar liggur við - og berið eigi byrðar á hvíldardegi, svo að þér komið með þær inn um hlið Jerúsalem.

5.   Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.

Heiðra föður þinn og móður þína, svo þú verðir langlífur.  En og aftur eru fólginn fyrirheit í því aðfara eftir boðorðunum

6.   Þú skalt ekki morð fremja. 

7.   Þú skalt ekki drýgja hór.

8.   Þú skalt ekki stela.

9.   Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekkigirnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, nénokkuð það, sem náungi þinn á."

6 til 10 boðorðið geta allir samþykkt, enginn vill leifa morð, þjófnað og eða annað sem er augljóst að gerir öllum illt.

Boðorðin voru sett til að við lærum að þekkja synd

2Jn 1:5  Og nú bið ég þig, frú mín góð, og er þá ekki að skrifa þér nýtt boðorð, heldur það, er vér höfðum frá upphafi: Vér skulum elska hver annan.

2Joh 1:6  Og í þessu birtist elskan, að vér lifum eftir boðorðum hans. Þetta er boðorðið, eins og þér heyrðuð það frá upphafi, til þessað þér skylduð lifa í því.

1Joh 5:3  Því að í þessu birtist elskan til Guðs, aðvér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung

Rom 7:7  Hvað eigum vér þá að segja? Er lögmálið synd? Fjarri fer því. En satt er það: Ég þekkti ekki syndina nema fyrir lögmálið . Ég hefði ekki vitað um girndina, hefði ekki lögmálið sagt: "Þú skalt ekkigirnast."

Fyrir boðorðinn er tilkominn þekking á synd.

Op 14:12  Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerir þú þér grein fyrir því hvernig samfélag við hefðum ef farið væri eftir þessum boðorðum?

Fyrir það fyrsta þá þyrfti að myrða marga íslendinga, myndlist yrði að mestu bönnuð, eingöngu ríkiskristni væri leyfð.
Þrælahald er stutt í boðorðum, konur eru taldar upp sem eig karla.

Þetta er bara bull mar, gleymdu þessu, þér mun líða betur með að sóa ekki eina lífi þínu í rugl og vitleysu

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 12:06

2 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Ó já ég geri mér fulla grein fyrir því heimurinn væri fullkominn, góður, kærleiksríkur eins og Guð skapaði hann.

Til þess kom Jesú að syndir okkar yrðu fyrirgefnar fyrir sakir nafns hans.

Já hallelúja ! Hann kom til þess að leysa okkur undan þrældóm, þrældóm Satans sem hlekkjar alla sem honum til heyra í hlekki syndar, vanlíðan, óheiðarleika.

Þeir sem hafa fallið honum á vald eru helteknir í synd og losta, fá aldrey nægju sína !

Þannig er raunverulegur þrældómur Satans "ÞRÆLDÓMUR SYNDARINNAR" sem engin losnar undan nema með hjálp Jesú Krists

Guð blessi þig og varðveiti og megi hann opna augu þín fyrir sannleikanum.

Kristinn Ingi Jónsson, 13.2.2011 kl. 18:37

3 Smámynd: Odie

P.s.  Af hverju skapaði hann ekki fullkominn heim ?  

Frekar sick að skapa þá þennan heim með allri þeirri vesæld og misskiptingu og óréttlæti ef hann hefði getað gert betur.   

Please ekki fara að tala um frjálsan vilja.  Hann hefði alveg getað haft hann frjálsan án allar syndarinnar.  Bara að smella fingrunum og hallelúja heimurinn væri fullkominn.  

En hann bara er það ekki.   

Odie, 13.2.2011 kl. 22:06

4 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Nákvæmlega afhverju skapaði Guð ekki fullkominn heim ?

Hann skapaði fullkominn heim algerlega fullkominn, án syndar og spillingu, allt sem er í heiminum er fullkomið.

Það er sama hvað við sköpum og eða búum til ef við förum ekki eftir leiðbeiningum þá eiðileggjum við það.

Ef þú kaupir bíl og ferð aldrei með hann í smurningu eins og leiðbeiningarnar með bílnum segja þá brennur olian og bíllin bræðir úr sér.

Hvorki mér eða þér er ætlað að skilja alla huti, en það að fara eftir leiðbeiningum ætti ekki að vera of erfitt fyrir okkur.

En því miður þá er eðli okkar að fara eftir höfðingja þessa heims sem þráir ekkert annað en að ljúga, eiða og tortíma.

Joh 8:44

Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.

Hvers vegna Guð gerði ekki hið fullkomna öðruvísi en þú talar um veit ég ekki, en það eitt veit ég að allt sem Guð gerir, er fullkomið og stendst alla gagnrýni.

það eitt sem uppá vantar er okkar skilningur.

Bara ef þú horfir á jörðina sem svífur í himingeimnum og utanum hana er hjúpur sem heldur súrefni að jörðinni til þess að við getum lifað er kraftarverk.

Allt sem Guð gerir er kraftarverk !

þrátt fyrir að okkar skilningur sé takmarkaður, við séum heltekin af sjálfum okkur og er ég þar enginn untantekning.

Ég er breyskur, syndugur og á allan hátt ekki þess verður að vera Guðs barn, nema fyrir frelsisverk Jesú Krists og fyrir það þakka ég.

Halleúja takk fyrir mig Jesú

Guð blessi þig

Kristinn Ingi Jónsson, 13.2.2011 kl. 23:21

5 identicon

Kristinn minn, Jesú var búinn til af klerkum til að hneppa fólk í þrældóm.
Þú verður að brjóta þessa hlekki af þér.. þú sérð þetta klárlega þegar þú lest biblíu, hún er handbók þrælahaldara.
Þú ert ekki syndugur, synd er ekki til.. frjáls vilji er heldur ekki til; Þú talar um að vera heltekinn af sjálfum okkur, gaur, enginn er meira heltekinn af sjálfum sér en sá trúaði, hann hugsar um ekkert annað en sig og einhverja guði+eilíft líf; Trú snýst 100% um þann trúaða.

Sjáðu mig, ég er fokking dauður þegar ég er dauður, ég get ekkert gert.. that's it; Ég fer ekki að kaupa fáránlegar draugasögur.. þær gera ekkert nema það að hafa af mér mitt eina líf.
Að auki þá gera trúarbrögðin guði að algerum vitleysingum ,einræðisherrum og ruglukollum.. guðir eru einum og mannlegir.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:47

6 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Mín trú hefur bara gefið mér frelsi og hamingju !

n

Trú mín hefur gefið mér tilgang og vilja til að gera betur, löngun til elska og virða náungan.

Nei mitt líf snýst ekki eingöngu um hin trúaða, ég á mér draum um að allir menn fái að kynnast Guði og því frelsisverki sem hann gaf okkur í gegnum Jesú Krist

Mín trú hefur losað mig út úr Þrældóms fyllt mig af von, hún hefur gefið allt sem vig vanhagar um í núverandi lífi.

Það er ég sammála þér um að trúarbrögð hafa verið stórlega misnotuð !

En það hefur ekkert með Guð að gera eða frelsið sem við eigum í gegnum Jesú Krist.

Þegar Jesú gekk um á jörðinni gagnríndi hann svoleiðis menn semmisnotuðu trúnna sjálfum sér til framdráttar.

Hann varaði við falsspámönnum sem eru en á meðal okkar, og verða eina leiðin til að forðast þá er að þekkja Biblíuna til að geta greins rétt frá röngu.

Guð blessi þig og varðveiti

Kristinn Ingi Jónsson, 14.2.2011 kl. 06:51

7 Smámynd: Odie

Afsakið, en þú ferð út og suður í svarinu þínu.  Hann skapaði ekki fullkominn heim.  Hann ræður er það ekki hvernig hann er.  hann hefði alveg getað skapað hann þannig að synd væri ekki til.  En hann gerir það ekki.

Þannig að heimurinn er ekki fullkominn.  Hann er bara mein gallaður.  Það þýðir ekkert að benda á mannanna verk og bera það saman við verk Guða.  Guðinn þinn er fullkominn og á að geta allt.  Samt gat hann ekki skapað þennan fullkomna heim.  Ef hann getur allt þá hefði hann átt að geta þetta án vandræða.  Það er til lítils að benda á að við höfum klúðrað einhverju því klúðrið er náttúrulega í hönnuninni sem var ekki betri en raun bar vitni.

Þegar bíllinn þinn bilar og þú kemst að því að hann er alger drusla þá bendir þú á hönnunina og framleiðandann sem ástæðu vandans.  Þú munt seint benda á eiganda bílsins og segja að það sé honum að kenna í bíllinn sé drusla.  En bíl getur vel verið drusla þrátt fyrir gott viðhald.

 Ef hann hannaði þennan heim þá augljóslega hannaði hann alla þessa eymd líka og alla sjúkdóma þessa heims líka.  En vert er að benda á að syndin býr ekki til sjúkdóma.  Þú veist þessa sem bakteríur og veirur valda.  Þannig að svartidauði og HIV eru þá gjafir guðs þins sem eru einhverjar þær skrítnustu gjafir sem þessi fullkomna vera gaf okkur.  Já það er margt skrítið í heiminum og ef þú lokar augunum fyrir raunveruleikanum þá sérðu náttúrulega aldrei sannleikann.  

###

P.s.  hvernig stendur á því að enginn skilur hvernig eigi að skilja þessa biblíu þína.  Gat þessi guð þinn ekki skrifað hana betur.  Að hugsa sér að það þurfi sérstaka stétt á launum til að vera í sífellu að túlka hana.  Það segir mér aðeins eitt.  Það skrifaði enginn guð þessa bók, þetta er mannanna verk og það er túlkunin einnig. 

Odie, 14.2.2011 kl. 09:28

8 identicon

Ef biblían væri skrifuð af alvitrum snilling eins og guð á að vera, þá værum við ekki að karpa um neitt, við hefðum ekkert að gagnrýna, bókin væri fullkomin, allir myndu skilja hana án aðstoðar.

En, bókin ber þess öll merki að vera skrifuð 100% af fornmönnum, ekkert guðlegt við hana að neinu leiti; Ef það er guð þarna úti þá hlýtur biblían, já og kóran og öll önnur trúarrit að vera mesta guðlast sem til er; Þá bara hljóta þeir sem trúa því að guð sé eins og biblían segir, þeir hljóta að verða dæmdir fyrir græðgi sína og glópabull

doctore (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 09:49

9 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

Þessi sköpun var fullkominn í alla staði, það var maðurinn sem féll fyrir freystingum satans og féll í synd.

Afleiðingar syndarinar eru þær að allt sem var skapað fullkomið var eiðilagt með syndinni.

Það er alveg ljóst í mínum huga að ef við erum í sönnum anda Jesús þá er ekkert til að túlka því að helagur andi kennir okkur að þekkja hið sanna orð og losar okkur undan erfikenningum og villu.

Joh 6:35 Jesús sagði þeim: "Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.

Að lokum þá erum við ekki að karpa um neitt, ég er að blogga um mína trú á einlægan hátt.

Og þið svarið út frá ykkar trú sem ég ber fulla virðingu fyrir en er alls ekki sammála.

Það getur vel verið í lagi að vera ekki sammála um hluti, en það breytir þó engu um mína upplifun á stórkoslegu fagnaðarerindi sem Guð gaf mér í frelsara mínum Jesú krist.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kristinn Ingi Jónsson, 15.2.2011 kl. 20:50

10 Smámynd: Odie

Humm hvaðan kom Satan.  Hann hlýtur að hafa vera skapaður af guði þínum því annars er Satan guð líkt og guðinn þinn.  

Þá má spyrja er Satan guð?  Er guð Satan?   Þetta hlýtur að vera mismunandi birtingarmyndir af þessu eina guði sem á að vera til. 

 þannig að Guðinn þinn sem skapaði ALLT skapaði þessa mestu illsku sem til eru líka.

Þannig að fullkomleiki hann fólst í því að búa til gott og illt.  

En taktu nú vel eftir.  Það var hans VAL að skapa Satan.  Hann þurfti þessi ekki.

Síðan skapar hann manninn með mannlega eiginleika og lætur hann skammast sín fyrir það að vera mannlegur.  Það er ruglað siðferði.   Og það furðulegasta er að þú kaupir svona fáranlega skýringar.

Odie, 16.2.2011 kl. 12:05

11 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Allt er skapað af Guði hinin og jörð !

Santan var engill og stendst engan samanburð við Guð eða Jesú fullkomleiki Guðs er óumdeilanlegur og sköpunarverkið sjálft vitnar um það.

Það er Guð sem er skapari og allt er skapað samkvæmt hans vilja!

Ef han hefði skapað mannin og englana sem viljalausa einstaklinga og hefðu ekkert val þá væri enginn kærleikur þar sem menn gætu ekkert nema valið rétt samkvæmt þínum túlkunum.

Þannig að fullkomleikin er Guð og hans heilaga áætlun til að leiða okkur til frelsis með því að senda Jesú til að frelsa okkur frá syndinni sem við völdum og dómur syndarinnar er eilífur dauði.

Fyrir því setti Guð boðorðinn til að við þekktum synd og kærandinn (Satan)getur einungis kært okkur fyrir brot ganvart boðorðum Guðs, en fyrir frelsisverk Jesú erum við náðuð ef við tökum á móti því.

Op 12:10 Og ég heyrði mikla rödd á himni segja: "Nú er komið hjálpræðið og mátturinn og ríki Guðs vors, og veldi hans Smurða. Því að niður hefur verið varpað kæranda bræðra vorra, honum sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt.

Hvorki ég þú né nokkur annar þekkir alla vegu Guðs, en það veit ég að allt sem hann gerir, allt sem hann mun gera er heilagt, gott, og óvéfengjanlegt.

Guð blessi þig

Kristinn Ingi Jónsson, 19.2.2011 kl. 22:49

12 Smámynd: Odie

Ok,  þannig að Satan er engill sem Guð skapaði.  Englar eru sem sagt jafn gallaðir og við mannfólkið.  Enda er Satan táknmynd mestu illsku sem til er, þannig að það er ljóst að Guð getur ekki hafa skapað hann öðruvísi.

Varla voru það mistök.  Síðan skapar hann mannfólkið að og ætlast til að sakleysingjar sem ekki þekkja illsku umgangist veru sem er hrein illska.  En Eva á að hafa rabbað við snákinn ekki sagt.

Og Guð sem veit allt sér allt getur allt sér þetta og ákveður að gera ekkert.

Þannig að það er alveg ljóst að hann hefði getað breytt þessu eða útskýrt hvaða afleiðingar þetta hefði í för með sér.  En Nei þessi börn náttúrunnar þurfa að komast að þessu og Guðinn gerir ekkert.

Þannig að Guðinn þinn kom þessari synd í Paradís það er alveg ljós.  Því ef hann ræður yfir öllu þá hefði verið hægðarleikur að skapa heim með eingöngu kærleik.  En það geri hann ekki.  Hann meira að segja gekk úr skugga um að illskan væri til áður en hann skapaði manninn.

Ok til til að kóróna vitleysuna þá sendi hann son sinn sem er guð til að taka við syndum okkar með mannfórn.  Já Samkvæmt þessu þá er það mannfórn sem er að fría þig.  Eins sjúkt og það er þá er mannfórn það sem leysir þig frá syndinni.  Sem þú er aðeins leikskoppur örlagana í.  Því að þú fæddist.  Þú hafðir ekkert með syndir feðra þinna að gera samt er verið að refsa þér og börnum fyrir syndir feðranna (og að sjálfsögðu mæðra).

Ég endurtek mannfórn er það sem GUÐ þinn þurfti til að friða sína samvisku.

Þetta á síðan að sína elsku Guðs þins og mér bíður við þessu siðferði.  Þetta er í raun siðleysi af verstu sort.  Ef honum var í mun að fyrirgefa, þá hefði hann getað það, en nei það þurfti mannfórn.

Odie, 21.2.2011 kl. 12:27

13 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

3Jn 1:11

Breyttu ekki eftir því, sem illt er, minn, heldur eftir því, sem gott er.

Sá sem gott gjörir heyrir Guði til, en sá sem illt gjörir hefur ekki séð.

Kæri vinur sem betur fer er það Guð sem setur leikreglunar, ekki ég og ekki þú hvort að þér finnst Guð eigi að gera hlutina öðruvísi eða ekki, þá er ég þess full viss að Guð gerir allt okkur til handa mildilega, fullur gæsku nærgætni elsku til allra manna.

Hann elskar alla menn óháð kyni, litarhátt, kynhneigð, og eða öllu sem greinir okkur frá hvort öðru.

Ég er þess fullviss að allir menn fái sama tækifæri til að taka við fagnaðarerindi Jesú Krists Guð mun sjá til þess, svo er það bara okkar val hvað við veljum.

Guð elskar þig !

Kristinn Ingi Jónsson, 23.2.2011 kl. 22:36

14 Smámynd: Odie

Það eru bara engar forsendur til að halda því fram að Guð sem þú telur að sé til sé þessi kærleikur.  Þannig að ef þessi guð þinn er til þá valdi hann það að búa til illsku.

Hins vegar er annað sem er mun líklegra og það er að það eru ekki til neinir guðir.  Þetta er bara skáldsaga sem þú og aðrir túlka bara á annarlegan máta til að fá þá niðurstöðu sem þið viljið.  

Harry Potter getur bjargað þér jafn vel og aðrar skáldsagnapersónur.

Svo megi Harry Potter vaka yfir þér.

Odie, 24.2.2011 kl. 09:20

15 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Það var nákvæmlega svona sem Satan vil að fólk hugsi !

Þegar Nói byggiði örkina trúði engin að það kæmi flóð, en þegar Guð hafði lokað örkinni var of seint að koma um borð.

 Fólk hélt áfram að gera alla venjulega hluti, það einfaldlega trúði ekki !

 Látum það ekki henda okkur að verða of sein að taka á móti frelsinu við vitum vel hvað þarf til.

Guð blessi þig

Kristinn Ingi Jónsson, 25.2.2011 kl. 21:40

16 Smámynd: Odie

Þannig að Guðinn þinn drekkti öllum árið 2004 með flóði aftur (tsunami).  Var hann ekki búin að lofa að hætta því.  Það á regnboginn að vera tákn um ekki satt. 

Eða voru þetta allt einstaklingar sem áttu þetta skilið.  Enda Guðinn þinn endalaust að beita sér í þessum heimi ekki satt.

 Skrítið hvernig að stendur ekki við það sem hann segist ætla að gera.  

hvort ætli sé líklegra.  Hann geti það ekki.  Vilji það ekki.  Eða er ekki til ?

Hum Ef hann getur það ekki þá er hann ekki almáttugur.

Ef hann vill það ekki þá verður seint hægt að segja að hann sé kærleiksríkur ef hann getur komið í veg fyrir þetta.

Satan er bara hugarburður líka eins og Voldimort í Harry Potter.   

Megi Mikki mús vera með þér. 

Odie, 26.2.2011 kl. 22:03

17 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

1 Mós 1-31

Og Guð leit allt sem hann hafði gert, og sjá, það var harla gott. Og það varð kvöld og það varð morgunn, hinn sjötti dagur.

Fyrir mér eru það útúrsnúningar að kenna Guði um það sem afvega fer.

Grunndvöllur okkar er byggður á mjög ólíkum grunni ég trúi á, og elska Guð sem skapara himins og jarðar.

Guð er hornsteinn í mínu líf !

Mér er það með öllu óskiljanlegt hvernig einn maður getur verið svo blinur, að sjá ekki fegurð Guðs í því fullkomna sköpunarverki sem við eigum.

Ég get hinsvegar vel skilið það þegar þú blandar saman vekum djöfulsins og kennir Guði um það sem miður fer , það gera bara þeir sem hafa verið blindaðir af illsku og helteknir af andaverum vonskunar.

Róm 1:20

Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar.

Sú staðreind að Guð er heilagur faðir, skapari heimsins, Hann elskar alla menn og hefur fyrir elsku sína sendt son sinn Jesú Krist til þess að allir menn megi frelsast og eignast betra líf, lausir úr viðjum syndarinnar, frjálsir leistir úr þrælabúðum.

Ég vil minna þig á að mesta lygi djöfulsins er sú að hann sé ekki til.

Hann er faðir lyginar og virðist hafa það eitt að markmiði að tortíma eyða og drepa.

Joh 8:44

Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.

Megi Guð blessa þig og varðveita og opna augu þín fyrir sannleikanum.

Kristinn Ingi Jónsson, 3.3.2011 kl. 15:33

18 Smámynd: Odie

Sú staðreynd að þú lokir augunum fyrir þeim illverkum sem guðinn þinn hefur framkvæmt samkvæmt biblíunni þinni er náttúrulega fráleit afstaða.

Ekki Móðgast.  En með þessari aðferð er augljóst að Hitler var hið besta skinn.   Það bara dettur ekki nokkrum heilvita manni að halda því fram.  

Ég er ekki blindur.  Ég sé fegurð heimsins.  Hún er bara laus við hjátrú og guði.  Já guði í fleirtölu.  Því það er augljóst að meira að segja guðinn þinn trúir á aðra guði, enda bannar hann sérstaklega að mannskepnan skuli tilbiðja þá.

Megi  Búdda, Óðinn og Seifur opna augun þín.

Odie, 4.3.2011 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband