Tákn fyrir augum mannana !
5.2.2011 | 18:37
Tákn og fyrirboð, sem okkur hefur verið opinberað í orði Guðs munu koma fram ! og margt hefur þegar komið fram.
Tákn um endur komu Jesús eru svo mikil umþessar mundir að það virðist með ólíkindum að fólk taki ekki eftir því, í raun er það með ólíkindum að það sé ekki á forsíðu allra blaða í heiminum í dag
Luk 21:36
Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.
Op 13:12 - 18
Það fer með allt vald fyrra dýrsins fyrir augsýn þess og það lætur jörðina
og þá, sem á henni búa, tilbiðja fyrra dýrið, sem varð heilt af banasári sínu. Og það gjörir tákn mikil, svo að það lætur jafnvel eldfalla af himni ofan á jörðina fyrir augum mannanna.
Og það leiðir afvega þá,sem á jörðunni búa, með táknunum, sem því er lofað að gjöra í augsýn dýrsins.
Það segir þeim, sem á jörðunni búa, að þeir skuli gjöralíkneski af dýrinu, sem sárið fékk undan sverðinu, en lifnaði við.
Og því var leyft að gefa líkneski dýrsins anda, til þess að líkneski dýrsins
gæti einnig talað og komið því til leiðar, að allir yrðu þeir deyddir, sem ekki vildu tilbiðjalíkneski dýrsins.
Og það lætur alla, smáaog stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa, setja merki áhægri hönd sér eða á enni sín og kemur því til leiðar, að enginn getikeypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafnsþess.
Hér reynir á speki. Sásem skilning hefur reikni tölu dýrsins, því að tala manns er það, og talahans er sex hundruð sextíu og sex.
Sjá tákn núna í janúar í Jerúsalem:
http://www.youtube.com/watch?v=AXr8sWo5Ju4&NR=1
Athugasemdir
Þetta er nú meira þvaðrið í þér drengur.
doctore (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 10:08
Og þegar hann kemur ekki á þessu ári, verður þú þá jafn sannfærður um að þetta sé bara innantóm óskhyggja sem hefur ekkert með raunveruleikan að gera. það verður nú áhugavert að sjá það.
Odie, 9.2.2011 kl. 15:28
Kæru félagar Doktore og Odie gaman að heyra frá ykkur !
Ég sagði ekki að hann komi á þessu ári það veit ég ekkert um frekar en nokkur annar, ég sagði að það eru fram kominn mikið af táknum um að við lifum á síðustu tímum hvort sem það er á þessu ári eða eftir 200 ár veit ég ekkert um.
Það veit ég að þegar að við deyjum þá renur upp okkar síðasti séns um að iðrast og taka við frelsisverki Jesú Krists, sem er forsenda þess að eiga frelsi og eilíft líf, líf í fullri gnægð. Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá !
Mar 13:21-33
Og ef einhver segir þá við yður: ,Hér er Kristur,' eða: ,Þar,' þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra tákn og undur til að leiða afvega hina útvöldu ef orðið gæti. Verið varir um yður.
Ég hef sagt yður allt fyrir. En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð.
Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd.
Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að hann er í nánd, fyrir dyrum. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.
En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Verið varir um yður, vakið! Þér vitið ekki, nær tíminn er kominn.
Guð blessi ykkur og varðveiti
Kristinn Ingi Jónsson, 9.2.2011 kl. 19:05
Jæja eins og ég hélt ekkert nema óskhyggja. Þú getur fundið tákn í hverju sem þú vilt. Það eina sem þú þarft að gera er að segja. Þetta er tákn. Og Vá það er orðið tákn. En í raunverulega heiminum sem við hin búum í þá er þetta ekki tákn bara hugarburður.
Eftir 200 ár munu aðrir einstaklingar eiga þetta nákvæmlega sama samtal og annar þeirra mun segja. Ég hef ekki hugmynd það gæti allt eins gerst eftir 200 ár. og sagan endalausa heldur áfram.
Og ég sé tákn í þessu samtali. Fleiri og fleiri menn munu átta sig á innihaldsleysi þessarar óskhyggju og átta sig á því að þetta eru orðin tóm.
Odie, 10.2.2011 kl. 09:11
Þú vilt síðan sennilega ekki sjá þetta.
http://www.youtube.com/watch?v=h5s78wr0UF0
Ekki gleyma ef þetta eru geimverur þá er þetta ekki guðinn þinn.
Odie, 10.2.2011 kl. 12:06
Varð að sýna þér þetta, en hér er en betri útskýring á þessu rugli
http://www.space.com/10789-jerusalem-ufo-hoax.html
En það kemur mér ekkert sérstaklega á óvart að þú hafir trúað að þetta sé tákn. Enda ekki að skoða vel grunninn á bak við það sem þú vilt trúa. En þá er auðvelt að láta blekkjast.
Odie, 10.2.2011 kl. 12:49
Sæll aftur Odie sannanlega er þetta óskhuggja, von og fullvissa um hið hið eina góða, fullkomna, réttláta faðir sem ég á von um í fullvissu um að Guð mun uppfyla allt sem hann hefur sagt.
Ég hlakka til, ég vona, ég óska, og ég elska tilhugsunina um líf með frelsara mínum Jesú Krist
Guð blessi þig og varðveiti og gefi þér sinn frið
Kristinn Ingi Jónsson, 10.2.2011 kl. 17:50
Mundu bara að ekkert hefur verið sannað um líf eftir dauðann. Það hefur enginn komið aftur. Frásögnin um Jesúm er bara þjóðsaga og ekki sú eina í þessum dúr. Fólkið sem hvílir í kirkjugörðunum mun liggja þar áfram. Þú mátt eiga þína óskhyggju enda í sjálfu sér ekkert að henni.
Taktu táknum sem þér eru sagðar með miklum fyrirvara. Það eru margir sem vilja plata þig og gera það án neinnar samvisku. Það er nóg til af loddurum sem ásælast fé annarra í nafni trúar og óskhyggju.
megi Harry Potter vaka yfir þér.
Odie, 11.2.2011 kl. 09:08
Takk fyrir alla umhyggjuna !
Sálm 40:4 - 5Sæll er sá maður, er gjörir Drottin að athvarfi sínu og snýr sér eigi til hinna dramblátu né þeirra er snúist hafa afleiðis til lygi. Op 1:3 Sæll er sá, er les þessi spádómsorð, og þeir, sem heyra þau og varðveita það, sem í þeim er ritað, því að tíminn er í nánd.Má ég byðja um blessun lifandi Guðs yfir okkur, ég persónulega treysti ekki á neinn annan hvað þá dauða hluti sem ekkert geta hvorki heyrt né séð.
Guð blessi þig og varðveiti
Kristinn Ingi Jónsson, 11.2.2011 kl. 20:41
Amen .Sæll er sá maður, er gjörir Drottin að athvarfi sínu.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.