"Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu."
16.11.2010 | 07:42
Mark 1:15 og sagði: "Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu."
Ég) Öll merki þess sem biblían bendir okkur á, um að nú séu endatímarnir hafnir eru fram kominn, og að nú líði að endurkomu Jesú Krists !
Munum að við sem eigum og þekkjum sannleikan um fagnaðarerindið berum ábyrgð !
við erum varðmenn Guðs.
Og okkur ber skylda til þess að blása í lúðra og láta alla vita að tími Drottins sé í nánd.
Esíkel 33
1 Og orð Drottins kom til mín,svohljóðandi:
2 "Mannsson, tala þú til samlanda þinna og seg við þá: Þegar ég læt sverð koma yfir eitthvert land, og landsmenn taka mann úr sínum hóp og gjöra hann að varðmanni sínum,
3 og hann sér sverðið koma yfir landið og blæs í lúðurinn og gjörir fólkið vart við, -
4 ef þá sá, er heyrir lúðurþytinn,vill ekki vara sig, og sverðið kemur og sviptir honum í burt, þá mun blóð hans vera á höfði honum sjálfum.
5 Hann heyrði lúðurþytinn, en varaði sig þó ekki; blóð hans hvíli á honum. En hinn hefir gjört viðvart og frelsað líf sitt.
6 En sjái varðmaðurinn sverðið koma,og blæs þó ekki í lúðurinn, svo að fólki er ekki gjört vart við, og sverðið kemur og sviptir einhverjum af þeim burt, þá verður þeim hinum samaburt svipt fyrir sjálfs hans misgjörð, en blóðs hans vil ég krefja af hendi varðmannsins.
7 Þig, mannsson, hefi ég skipað varðmann fyrir Ísraels hús, til þess að þú varir þá við fyrir mína hönd, er þú heyrir orð af munni mínum.
8 Þegar ég segi við hinn óguðlega:,Þú hinn óguðlegi skalt deyja!' og þú segir ekkert til þess að vara hinn ó guðlega við breytni hans, þá skal að vísu hinn óguðlegi deyja fyrir misgjörð sína, en blóðs hans vil ég krefja af þinni hendi.
9 En hafir þú varað hinn ó guðlega við breytni hans, að hann skuli láta af henni, en hann lætur samt ekki afbreytni sinni, þá skal hann deyja fyrir misgjörð sína, en þú hefir frelsað líf þitt.
10 Mannsson, seg þú við Ísraelsmenn: Þér hafið kveðið svo að orði: ,Afbrot vor og syndir vorar hvíla áoss, og þeirra vegna veslumst vér upp, og hvernig ættum vér þá að geta haldið lífi?'
11 Seg við þá: Svo sannarlega sem ég lifi, - segir Drottinn Guð - hefi ég ekki þóknun á dauða hins óguðlega, heldur að hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og haldi lífi. Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni! Hví viljið þér deyja, Ísraelsmenn?
12 En þú, mannsson, seg við samlanda þína: Ráðvendni hins ráðvanda skal ekki frelsa hann á þeim degi, erhann misgjörir,og guðleysi hins óguðlega skal ekki fella hann á þeim degi, er hann hverfur frá guðleysi sínu, og hinn ráðvandi skal ekki heldur fá lífi haldið fyrir ráðvendni sína á þeim degi, er hann syndgar.
13 Þegar ég segi við hinn ráðvanda: ,Þú skalt vissulega lífi halda!' og hann reiðir sig á ráðvendni sína og fremur glæp, þá skulu ráðvendni verk hans eigi til álita koma, heldur skal hann deyja fyrir glæpinn, sem hann hefir drýgt.
14 Og þegar ég segi við hinn óguðlega: ,Þú skalt vissulega deyja!' og hann lætur af synd sinni og iðkar rétt og réttlæti,
15 skilar aftur veði,endurgreiðir það, er hann hefir rænt, breytir eftir þeim boðorðum, er leiða tillífsins, svo að hann fremur engan glæp, þá skal hann lífi halda og ekki deyja.
16 Allar þær syndir, er hann hefir áður drýgt,skulu honum ekki tilreiknaðar verða. Hann hefir iðkað rétt ogréttlæti, hann skal lífi halda!
17 Og samt segja samlandar þínir:,Atferli Drottins er ekki rétt!' Og það er þó atferli þeirra, sem ekki er rétt.
18 Ef ráðvandur maður hverfur fráráðvendni sinni og fremur glæp, þá skal hann deyja fyrir það.
19 Og ef óguðlegur maður hverfurfrá guðleysi sínu og iðkar rétt og réttlæti, þá skal hann lífi halda fyrir það.
Athugasemdir
Ehm.. hvernig skilgreinirðu 'í nánd', eru ekki +2000 ár síðan þetta var skrifað?
Arnar, 19.11.2010 kl. 10:56
Þegar ég skilgreini nálægð endatímana vitna ég meðal annars í orð Jesús þegar hann svarar lærisveinum sínum. Og mörgu fleiru
Mat 24:3 - 8Þá er hann sat á olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta?
Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?" Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.
Margir munu koma í mínu nafni og segja: , Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.
Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn.
Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.
Ég) Samkvæmt manntali gamlatestamentisins kemur fram að c.a. 2000 ár eru frá sköpun Jarðar til sáttmála sem Guð gerði við Abraham, og frá þeim sáttmála til Sáttmálans sem gerður var með blóði Jesú Krists eru c.a. 2000 ár frá sáttmála sem gerður var með blóði Jesú Krists eru c.a. 2000 ár.
Og það lögmál að Guð skapaði jörðina á sex dögum og hvíldist þann sjöunda, hann setti manninum það fyrir í boðorðunum að vinna sex daga og hvílast hin sjöunda,
Og hver dagur sem þúsund ár hjá Guði þýðir að nú fer að líða að lokum sjötta dags
2Pet 3:8 En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur.
Ég) Samkvæmt mínum skilning mun Jesú Kristur koma aftur í sinni fyllingu, og síðan líða þúsund ár áður en endi veraldar í núverandi mynd verður, og Guð mun skapa nýja jörð
Opb 20:6 Sæll og heilagur er sá, sem á hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald, heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og þeir munu ríkja með honum um þúsund ár.
Opb 20:2 Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár.
Opb 21:1 Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til.
Ég) Minn skilningur samkvæmt biblíunni er sá að um leið og við deyjum er okkar endatími kominn þá höfum við ekki lengur tækifæri til þess að iðrast, og gera betur þannig að í þeim skilningi er tíminn alltaf í nánd, og endatími einhvers alla daga. Ég bið þess að sem allra flestir hafi notið þeirra gæfu að hafa tekið á móti frelsis verki Jesú Krist og safnað raunverulegum fjársjóðum, sjóðum sem felast í því að gera góðverk, elska náungan, og eða fengið að njóta þeirra fyllingar sem líf með Jesú er.
Það er líf í gnægð og raunveruleg hamingja, það votta ég.
Guð blessi þig.
Kristinn Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.