Fagnaðar ljóð ! (Frelsið í Jesú er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að fá)
31.10.2010 | 23:56
Frelsið þitt fagra, ég á mér von
fyrir lífsins vatn, ég verð aldrei þyrstur
Ég trúi og treysti, á þinn son
frelsarann trygga, Jesú Kristur
Frelsari Jesú , ég fagna þér
Með fögnuði ég frelsið sá.
Fylltu mig kærleika, og gefðu mér.
Að allir menn, fái þig að sjá.
Leystu mig, lífsins fjötrum frá
Losaðu syndar hlekki
Með þér er lífið, ljúft sem brá
Og lífsins góða veg ég þekki.
Í orði þínu, er lífsins lind
leikur einn að læra.
Þar læri ég, að þekkja synd
Og þýðast orðið tæra.
Höf: Kristinn Ingi Jónsson
Athugasemdir
Lúk: 14:26? Matt: 10:34-6?
Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2010 kl. 07:03
Jón Steinar þú bendir á tvö ritningarstaði í biblíunni, en engar spurningar svo ég tala bara út
frá mínum skilning á þessum ritningastöðum.
Lúk 14:26
"Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur
og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn.
Ég: (Þarna er í mínum huga, Jesús að benda á að ef þú elskar heiminn meira en hann þá er
maðurinn ekki þess verður að vera hans lærisveinn)
Mat 10:34-36
Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð.
Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur
tengdamóður sinni. Og heimamenn manns verða óvinir hans.'
Ég: (Orð Guðs er beittara hverju tvíeggja sverði, sá sem kannast við Jesú og ber út
Fagnaðarerindið er hataður vegna þess að hann segir sannleikann.)
Luk 21:16 – 17
Jafnvel foreldrar og bræður, frændur og vinir munu framselja yður, og sumir yðar munu
líflátnir. Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns,
Luk 12:34
Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.
1Jóh 2:15 - 16
Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki
í sér kærleika til föðurins. Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn
augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum.
Ég: (Þú getur ekki elskað heiminn og elskað Guð, það er það sem Jesú er að segja okkur það er ekki hægt. En grundvallarboðskapur Jesús er að elska skaltu náungan eins og sjálfan þig það er kærleikur. Svo það er fjarri því að hann sé að boða að við eigum að hata einhvern, heldur þvert á móti )
Mat 13:13
Þess vegna tala ég til þeirra í dæmisögum, að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir
ekki né skilja.
Jak 2:8
Ef þér uppfyllið hið konunglega boðorð Ritningarinnar: "Þú skalt elska náunga þinn sem
sjálfan þig", þá gjörið þér vel.
1Jóh 4:20
Ef einhver segir: "Ég elska Guð," og hatar bróður sinn, sá er lygari. Því að sá sem elskar ekki
bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð.
1Jóh 4:11
Þér elskaðir, fyrst Guð hefur svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan.
Guð blessi þig
Kristinn Ingi Jónsson, 1.11.2010 kl. 08:42
Þú ert semsagt að segja að guð sé fáviti... eða hvað?
Samkvæmt biblíu þá er hann fáviti; Menn þurfa að vera blindaðir af græðgi til að sjá það ekki.
doctore (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 10:32
En og aftur Doctore Það er ég ekki að segja, ekki frekar nú en áður þó rangtúlkanir þínar bendi til þess.
það er hinsvegar aðdáunarvert hvað þú er duglegur að boða því miður Andkristni, svo mikklu duglegri heldur en ég er að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist en þar verður nú bragabót!
Það er samt ein stór munur á, Því ég boða mína trú undir mínu nafni því ég hef ekkert að fela.
ég bið algóðan Guð blessa þig og vernda og gefa þér frið
Kristinn Ingi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 10:44
Nei vá, ertu að tala um að skrifa undir alias; Ég myndi taka mark á þér ef biblían væri ekki öll, meira og minna skrifuð undir alias.
Ótal nafnlausir menn skrifuðu galdrabókina þína... menn sem höfðu bara eitt plan; Að gera sína svikamyllu að mestu svikamyllu heimsins.
Og þú fellur fyrir þessu, fellur á græðgi; Trúðu þessari bók, þá munt þú fá gull og græna skóga eftir að þú ert DAUÐ(UR)
doctore (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 11:19
Þú miskilur en og aftur hver er að tala um eftir dauðan?
ávextir andans koma strax!!
Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig !
Þú skalt ekki ljúga !
Þú skalt ekki stela !
Þú skalt ekki drýgja hór !
þvílík gleði að fá að lifa í kærleika. Þvílík græðgi að vilja ekki láta ljúga að sér!
Þvílík svikamylla að gera plan um að allir menn gætu haft það gott, verið kærleiksríkir og góðir við hvorn annan og svo fr.
Nei svona fleypur selurðu mér ekki
Mat 13:43
Þá munu réttlátir skína sem sól í ríki föður þeirra. Hver sem eyru hefur, hann heyri.
Guð blessi þig !
Kristinn Ingi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 12:04
Sko hugsaðu um þetta á annan máta, eins og td: Kjósið sjálfstæðisflokk eða þið verðið pyntuð að eilífu eftir dauðan.
Skilur þú þetta núna?... Trúarbrögð eru póltík manna sem hafa ekki neinn málstað, eða í besta falli snýst málstaður þeirra um að þú leggist undir málstaðinn án spurninga... og þá fáir þú verðlaun.
Svindlið er augljóst; Guð er fáviti samkvæmt trúarritum... þú veist þetta, ég veit þetta, við vitum þetta öll... við vitum öll að þetta er skáldað upp, það sést á skrifunum að þetta eru skrif MANNA, þeir sem segja annað eru að segja að guð sé fáviti; End of story
doctore (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 15:33
Kæri vinur ef þú værir sannfærður um þetta sjálfur, þá eyddir þú ekki allri þeirri orku og tíma í að sannfæra aðra um þetta, ég sé þú heldur úti síðu undir yfirskrift Guðleysis, þú heldur úti tvitter síðu, blogg síðu að því virðist í þeim eina tilgangi að reyna sanna að Guð sé ekki til.
En kæri vinur allir sem það vilja sjá að Guð er skapari himins og jarðar, hann er upphafið og endirinn, hann er alfa og omega, jafnvel náttúran og allt sköpunarverkið vitnar um það.
Það að eiga von er ekki græðgi, það er kærleikur að vita af því að skapari minn elskar mig og þekkir alla mína veru, þrá og vonir.
Ég elska hann og þrái að þú fáir upplifað hann eins og ég ! Ekki í trú heldur í fullvissu um hann og hans tilveru.
Guð elskar alla menn, líka þig !
Gup blessi þig og vaki yfir og gefi þér sjón og heyr svo þú megir sjá og greina, Guð gefi þér ljós svo þú ratir út ú þessu skelvilega myrkri sem þú virðist vera fastur í.
Guð megna allt !
Kristinn Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 16:47
Ég benti nú á þessi ritningarvers af því að þar má finna skipun um það hvernig kristnum manni ber að "elska" sjálfan sig. (reyndar sína nánustu líka) Önnur vers sem þú birtir eru einnig af sama toga. Ógnir og hótanir. Hefurður aldrei rýnt í það hvað verið er að segja í raun og veru? Hefur þú alrei lesið söguna og hvernig einmitt þessi vers voru nýtt til að berja niður menntun, sjálfstæða hugsun, einstaklingsfrelsi, jöfnuð og mannréttindi? Þú ert gersamlega galinn að lofa þessi ósköp. Hvað kom eiginlega fyrir þig maður?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 10:15
Ef Jesús segir þér að skilyrðin fyrir að fylgja honum séu þau að hata alla sína nánustu og allra mest sjálfan þig, auk þess að neita sér um öll lífsgæði og lifa á sníkjum, ert þú að lifa samkvæmt þeirri kröfu? Ef ekki...ertu þá nokkuð annað en hræsnari? Þú veist hvaða laun hann ætlar slíkum er það ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.