Sýnum náungakærleika !
28.10.2010 | 06:44
1 Jóh 3:17
Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugurí honum?
Nú höfum við tækifæri til að gera gott !
Lítum öll í kringum okkur og leitum að fólki í neyð, einhvern sem er í vanlíðan og eða á ekki fyrir mat, eða annað sem fólk á í erfiðleikum með.
Við höfum fengið stórkostlegt tækifæri til að gera gott, gefa fjármuni, bjóða einhverjum í mat, hugga, eða hvaðeina sem fólki getur vanhagað um.
Sum okkar eiga aflögu fámagn, aðrir kannski bara tíma, en öll eigum við næga hluttekningu, falleg orð, eða almenna góðmennsku, eitt kærleiksríkt bros getur gert góða hluti.
það eru aðstæður á íslandi sem gefa okkur tækifæri til að láta gott af okkur leiða.
Mat 25:40
Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.'
Við skulum velja að vera í þeim hópi sem velur að gera gott !
Það getur komið að því að við þurfum á aðstoð að halda, og þá er gott aðvita til þess, að það er til fólk sem þráir að aðstoða þá sem minna meiga sín.
En umfram allt eru það þeir stórkostlegu fjársjóðir sem felast í því að vera kærleiksríkur og hjálpsamur þannig hlutir gefa og skapa eigin vellíðan og hamingju.
Ég skora á alla að prófa og að fá að upplífa þær tilfinningar hvað það er gott að gera öðrum gott.
Guð varðveiti ykkur öll.
Athugasemdir
Amen
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.