Fagnaðarerindið um Guðsríki !

Jóh 3:16

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Róm 10:9

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.

1Jóh 4:9

Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.

1Jóh 4:10

Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar. 

1Jóh 2:5 

En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum.

Tít 3:4 - 7

En er gæska Guðs frelsara vors birtist og elska hans til mannanna, þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætis verkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja.

Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, til þess að vér,réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.

 

Guð elskar þig !

Hann þráir að þú komist til þekkingar áhonum

 

Mat 17:5

Meðan hann var enn að tala, skyggði yfir þá bjart ský, og rödd úr skýinu sagði: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.

Hlýðið á hann!"  

Sonurinn

 

 

 

 

 

 

 

Openberunarbókin 3:5

Sá er sigrar, hann skal þá skrýðast hvítum klæðum, og eigi mun ég afmá nafn hans úr bók lífsins. Ég mun kannast við nafn hans fyrir föður mínum og fyrir englum hans. 

 

Enda

 

 

 

 

 

 

 

 

1Pe 1:13 

Gjörið því hugi yðar viðbúna og vakið. Setjið alla von yðar til þeirrar náðar, sem yður mun veitast við opinberun Jesú Krists.

Tíminn er í nánd !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SPOILER: Guð er ekki til; Þú ert að falla fyrir eigin græðgi

DoctorE (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 07:53

2 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Jesú svaraði þessu fyrir 2000 árum ágætlega og ætla ég að kjósa að nota hans orð hér.

Joh 8:42 - 45

Jesús svaraði: "Ef Guð væri faðir yðar, munduð þér elska mig, því frá Guði er ég út genginn og

kominn. Ekki er ég sendur af sjálfum mér. Það er hann, sem sendi mig. Hví skiljið þér ekki

mál mitt? Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt. Þér eigið djöfulinn að föður og viljið

gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í

sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu,

því hann er lygari og lyginnar faðir. En af því að ég segi sannleikann, trúið þér mér ekki.

1Jóh 4:14 - 17

Vér höfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sent soninn til að vera frelsari heimsins. Hver sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði. Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er.

Guð blessi þig og varðveiti

Kristinn Ingi Jónsson, 27.10.2010 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband