Kristinn Ingi Jónsson
Hér blogga ég út frá minni upplifun á Biblíunni út frá minni trú, á að Biblían sé hið heilaga sanna orð, lækir lifandi vatns, beittara hverju tvíeggja sverði. og um fagnaðarerindið sem við eigum í trú á Jesú Krist. Ég tilheyri engu trúfélagi, en elska fagnaðarboðskapinn um Jesú og þrái að allir fái að kynnast frelsinu í honum. Ég á mér þann draum að allir menn geti elskað náungan eins og sjálfan sig, og þá trú að það sé ekki hægt nema í gegnum frelsið sem við eigum í Jesú kristi. Rom 3:22 - 24 22Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: 23Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, 24og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. Efes 6:13 - 18 13Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. 14Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. 16Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. 17Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. 18Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.