Að meðtaka Guðs orð!

 

5Mós. 33:3 - 4

3 já, hann elskar sinn lýð, allir hans heilögu eru í hans hendi. Og þeir fara eftir leiðsögu þinni, sérhver þeirra meðtekur af orðum þínum.
4 Móse setti oss lögmál, óðal Jakobs safnaðar.

Hverjir eru hinir heilögu ? þeir heilögu, eru þeir sem tilheyra Guði, meðtaka og tileinkar sér orð Guðs.

Sálm.34:10

10 Óttist Drottin, þér hans heilögu, því að þeir er óttast hann líða engan skort.

Esek.44:23-24

23 Þeir skulu kenna lýð mínum að gjöra greinarmun á heilögu og óheilögu og fræða hann um muninn á óhreinu og hreinu. 24 Og þeir skulu standa frammi til þess að dæma í deilumálum manna. Eftir mínum lögum skulu þeir dæma þá, og boðorða minna og ákvæða skulu þeir gæta á öllum löghátíðum mínum og halda helga hvíldardaga mína.

Lögmálið eða boðorðin eru okkur gefin til að greina rétt frá röngu, og í sjálfsögun í hlýðni við Guð orð, göngum við inn í helgun, það er enginn önnur leið til að helga sig Guði, og þar af leiðandi verjast vélabrögðum Satans fyrir þekkingu á orði Guðs og hans lögum.

Opinb 12:10

10 Og ég heyrði mikla rödd á himni segja: Nú er komið hjálpræðið og mátturinn og ríki Guðs vors, og veldi hans Smurða. Því að niður hefur verið varpað kæranda bræðra vorra, honum sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt. 11 Og þeir hafa sigrað hann fyrirblóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns, og eigi var þeim lífið svo kært,að þeim ægði dauði.

Satan kærir okkur eftir lögum Guðs dag og nótt, hvað hefur hann til að kæra okkur eftir ? Bara lögum Guðs ! Þá kemur það stórkostlega sem gerir fagnaðar erindið svo stórkostlegt náðin sem við eigum fyrir blóð lambsins. Fyrirgefning synda okkar sem Jesú tók á sig, í eitt skipti fyrir öll, þetta er gjöfin sem Guð gaf okkur !

Gætum þess að taka við gjöfinni og tileinka okkur hana. Mörg okkar taka við henni en einhvern vegin tileinka sér hana ekki í daglegu lífi, svona geyma hana ofan í skúffu til að taka hana upp til spari og ef á þarf að halda. Verum vakandi Því Drottin er í nánd.

Lúk. 17:34-36

34 Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einni hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. 35 Tvær munu mala á sömu kvörn,önnur verður tekin, hin eftir skilin. 36 Tveir verða á akri, annar muntekinn, hinn eftir skilinn.

1Jóh.4:9

9 Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. 10 Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.

Það eina sem við þurfum til að meðtaka gjöfina er að taka við henni og tileinka okkur hana.

Róm.10:9

9 Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.
10 Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

 

Til að varðveita trúna og halda okkur öruggum allt til enda þurfum við að læra og þekkja Guð og tileinka okkur orðið, þannig lærum við að þekkja rétt frá röngu.

Op.14:12

12 Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.

Hvernig getum við haldið vegi okkar hreinum? Með því að tileinka okkur orð Guðs.

Sálm 119:1-12

1 Sælir eru þeir sem breyta grandvarlega, þeir er fram ganga í lögmáli Drottins. 2 Sælir eru þeir er halda reglur hans, þeir er leita hans af öllu hjarta 3 og eigi fremja ranglæti, en ganga á vegum hans. 4 Þú hefir gefið skipanir þínar, til þess að menn skuli halda þær vandlega. 5 Ó að breytni mín mætti vera staðföst, svo að ég varðveiti lög þín. 6 Þá mun ég eigi til skammar verða, er ég gef gaum að öllum boðum þínum. 7 Ég skal þakka þér af einlægu hjarta, er ég hefi numið þín réttlátu ákvæði. 8 Ég vil gæta laga þinna, þá munt þú alls ekki yfirgefa mig. 9 Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. 10 Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. 11Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér. 12 Lofaður sért þú, Drottinn, kenn mér lög þín.

Við frelsumst fyrir náð, enginn leið er til að ávinna sér frelsi nema með því að taka við gjöfinni sem felst í frelsisverkinu.

Róm3:20

20 með því að enginn lifandi maður réttlætist fyrir honum af lögmálsverkum. En fyrirlögmál kemur þekking syndar. 21 En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um,verið opinberað án lögmáls. 22 Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa,sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: 23 Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, 24 og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. 25 Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, 26 til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sésjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú. 27 Hvar er þá hrósunin? Hún er úti lokuð. Með hvaða lögmáli?Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar. 28 Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka. 29 "Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? Ekki líka heiðingja? Jú,líka heiðingja;"

Efes 2:19 -22

19 Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs. 20 Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina,en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini. 21 Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni. 22 Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans.

Á sama hátt er enginn leið til helgunar nema með hlýðni við orð Guðs.

Efes 4:15

15 Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, Kristur.

2Pét 1: 2 -11

2 Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum. 3 Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífsog guðrækni með þekkingunni á honum,sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð. 4 Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit,til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur. 5 Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, 6 í þekkingunni sjálfsögun, ísjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, 7 í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika. 8 Því ef þér hafið þetta til aðbera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottnivorum Jesú Kristi. 9 En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna. 10 Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. 11 Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.

Í orði Guðs kemur það skýrt fram að frelsið sem við eigum í Jesú er ekki hægt að ávinna sér það er öllum gefið sem taka við því. En leiðin til að tryggja sér í Guði og halda vöku sinni allt til endurkomu Jesús er að vaxa í Guði og þekkja hans boð. Hinn illi hefur í hyggju að fella alla sem ekki hafa þekkingu sér til varnaðar, Hans vilji er að afbaka allt sem fætt er af Guði.

Dan 7: 25

25 Hann mun orð mæla gegn Hinum hæsta, kúga hina heilögu Hins hæsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum, og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð.

Ég hvet því alla til að herklæðast öllum herklæðum og gera sig klára á akurinn, Guð kallar á hermenn sem eiga þekkingu á vilja hans, og geta varist vélarbrögðum Satans.

1Þes 5: 8

8 En vér, sem heyrum deginum til, skulum vera algáðir, klæddir brynju trúar og kærleika og von hjálpræðis sem hjálmi. 9 Guð hefur ekki ætlað oss til að verða reiðinni að bráð, heldur til að öðlast sáluhjálp fyrir Drottin vorn Jesú Krist, 10 sem dó fyrir oss, til þess að vér mættum lifa með honum, hvort sem vér vökum eða sofum.

Efes 6: 10 - 15

10 Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. 11 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12 Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. 13 Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. 14 Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15 og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.

 

Préd 3: 14

14 Ég komst að raun um, að allt, sem Guð gjörir, stendur að eilífu, við það er engu að bæta, og af því verður ekkert tekið. Guð hefir gjört það svo, til þess að menn óttuðust hann.

Minnumst ábyrgðar okkar, sem felst í því að okkur var gefin þekking, á lögmáli Guðs, skilningur og viska, augu sem sjá og eyru sem heyra. Fyrir því er ábyrgð okkar mikil að boða, fræða, biðja fyrir, sýna kærleika og elsku, ganga fram í fullkominni elsku til allra manna, ekki í ánauð heldur í fullkominni gleði og kærleika fyrir nafn Jesú Krists.

Guð elskar alla menn þrátt fyrir alla okkar galla og breyskleika, þess vegna sagði hann í Matt 11:28

Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.

 

Með kveðju og hvatningu

Guð blessi okkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband