Ættartala Adams til Jakobs (Ísraels):

Ættartala Adams til Jakobs (Ísraels)

aettartala1.Mós 5:24 Enok gekk með Guði og hvarf af því að Guð nam hann á burt!

Það segir frá í 1. Mos 6:1-4 að synir Guðs sáu dætur mannanna voru fríðar og tóku sér konur meðal þeirra , allar sem þeim geðjust.

Á þeim tíma voru risarnir á jörðinni og einnig síðar, er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og fæddu þeim sonu. Það eru kapparnir , sm í fyrndinni voru víðfrægir.

Nói var 10. Ættliður frá Adam.

Nói var réttlátur og vandaður á sinni öld. Nói gekk með Guði! og Jörðinn var spillt orðinn.

1.Mós 11:10 segir að Sem gat Arpaksad tveimur árum eftir flóðið sem er misræmi við aldur Metusala við dauða hans en þar á ég en eftir að finna skýrirngu, þar sem aðeins Nói, Sem, Kam og Jafet og konur þeirra fóru í örkina, eða alls 8 manns.

Ég hef gert mér í hugalund út frá biblíulegum forsendum að jörðinn sem var fullkominn skopun Guðs hafi verið fyrir flóð eitthvað á þessa leið sjá mynd:

jordin fyrir flod

Mós 7:11 Á sexhundraðasta aldursári Nóa, í öðrum mánuðinum, á seytjánda degi mánaðarins, á þeim degi opnuðust allar uppsprettur hins mikla undirdjúps og flóðgáttir himinsins lukust upp.

1.Mós 7:12 Og steypiregn dundi yfir jörðina fjörutíu daga og fjörutíu nætur.

1.Mós 6:13 Þá mælti Guð við Nóa: "Endir alls holds er kominn fyrir minni augsýn, því að jörðin er full af glæpaverkum þeirra. Sjá, ég vil afmá þá af jörðinni.

Guð gaf Nóa fyrirmæli um hvernig örkin ætti að vera:

Gjör þú þér örk af góferviði. Smáhýsi skalt þú gjöra í örkinni og bræða hana biki utan og innan.

300 alnir að lengd eða u.þ.b. 150 metrar,

50 alnir að breidd eða u.þ.b. 25 metrar

30 alnir á hæð eða u.þ.b. 15 metrar

orkinn

 

 

 

 

  

Nói er sexhundruðára þegar flóðið kemur yfir jörðina og 17 Ijjar eða árið 1556 eftir sköpun Adams kom flóð yfir heiminn fljóðið.

Þá opnuðust allar uppsprettur hins mikla undirdjúps og fljóðgáttir himinssins lukust upp. og steypiregn dundi yfir jörðina fjörtíu daga og fjörtíu nætur.

Fimtán álna hátt óx vatnið svo að fjöllin fóru á kaf. Það dó allt hold sem hreyfðist á jörðinni. Allt sem hafði lífsanda í nösum sínum.

27 Ijjar árið 1557 eftir sköpun Adams gekk Nói út úr örkinni og með honum synir hans þrír og konur þeirra samtals 8. Manneskjur.

þannig var Nói og fjölskylda hans í eitt ár og 10 daga í örkinni.

Allir aðrir dóu og líka afkomendur sona Guðs og mannanna dætra sem sýnir okkur að þeir voru fallnir frá Guði eins og Satan.

Guð gerði við mannin sáttmála:

Aldrei framar skal allt hold tortímast í vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma og eyða jörðinni. Og hann setti boga sinn í skýinn sem merki þess sáttmála milli allra lifandi sálna.

Boginn skal standa í skýunum, og ég mun horfa á hann til þess að minnast hins eilífa sáttmála.

regnbogi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það vekur einnig athygli mína að frá Nóa flóði til fæðingu Abrahans eru einungis 388 ár og þegar Abraham er 75 ára fer hann frá Harran og nokkrum árum seinna u.þ.b. 470 árum eftir flóð er spillinginn orðinn svo mikkil að Guð eyðir Sódómu og Gómorru.


Barátta góðs og ills!

Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Jörðinn var þá auð og tóm og myrkur gnúfði yfir djúpinu. Og Guð sagði: Verði ljós! og það varð ljós.

Þegar ég las þessar fyrstu línur úr Biblíunni gerði ég mér grein fyrir hvað það þarf mikkla trú til að vera trúleysingi! Því meira sem ég les og kynni mér orð Bíblíunar sé ég hvað þessi bók er uppfull af sannleika, kærleika og þrá Guðs eftir því að leiða okkur aftur heim í fyrirheitna landið.

Það fer ekki mikið fyrir lýsingum á hvernig allt gerðist í upphafi en þó kemur þar fram allt sem við þurfum að vita að jörðinn og maðurinn eru stórkostleg sköpun Guðs, maðurinn er skapaður í Guðs mynd og með frjálsan vilja.

Guð blés lífsanda í nasir mansins og þannig varð maðurinn lifandi sál. Þannig er það samkvæmt mínum skilning að andi Guðs er í okkur á meðan við drögum andan. (job 27:3 meðan lífsönd er í mér og andi Guðs í nösum mínum,)

Guð bjó manninum stað í Paradís, og setti okkur einfaldar reglur okkur til góða þær voru að við máttu eta af öllum tjám aldingarðsins nema af skilningstré góðs og ills.

En höggormurinn var slægari en öll önnur dýr merkurinnar og hann mælti við konuna er það réttt að þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðininum? Þá sagði konan við höggorminn: „Af ávextum trjánna í aldingarðinum megum við eta, en af ávexti trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, af honum, sagði Guð, megið þið ekki eta og ekki snerta hann ella munið þið deyja“

Þá sagði höggormurinn við konuna „Vissulega munuð þið ekki deyja!“

(Þetta vat fyrsta lyginn og því er það augljóst að höggormurinn var Satan.) Joh_8:44 Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.

Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum munu augu ykkar upp ljúkast og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills. (Fyrsta syndin var að óhlýðnast boðum Guðs)

Samkvæmt þessum fyrstu lýsingum Biblíunar er mér það ljósara að Við erum sköpuð af Guði og eigum slóttugan óvin sem notar alla mögulega klæki til að slíta okkur frá Guði.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband