Hin fullkomna áætlun Guðs !

Eins og sjá má í 5.Mósebók 3: 14-30

Þá vissi Guð hvernig allt kæmi til með að verða og öll orð Guðs hafa ræst og eru óskeikul.

Í Sálmunum 22. Kafla spáir Davíð fyrir um komu og örlög Jesús Krists sem frelsara mannkynsins Jesaía spáiði fyrir um komu Jesú ca sexhundrum árum áður en hann kom.

Sjá Jóhannesarguðspjall 3:16 16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Við getum farið í gegnum alla spádóma Bíblíunar og séð að allir eru þeir óskeikulir og þeir munu allir rætast.

Heimför heitið

1Þegar allt þetta, blessunin og bölvunin sem ég hef lagt fyrir þig í dag, er yfir þig komið og þú minnist þeirra orða á meðal allra þeirra þjóða sem Drottinn, Guð þinn, hrekur þig til, 2munt þú og niðjar þínir snúa ykkur aftur til Drottins, Guðs þíns. Þið munuð hlýða boði hans af öllu hjarta og allri sálu, öllu sem ég býð þér í dag, 3þá mun Drottinn, Guð þinn, snúa við högum þínum. Hann mun sýna þér miskunn og safna þér saman frá öllum þeim þjóðum sem Drottinn, Guð þinn, hafði dreift þér á meðal. 4Jafnvel þótt nokkrir ykkar hafi hrakist allt til endimarka himins mun Drottinn, Guð þinn, safna ykkur saman og sækja þangað. 5Og Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig aftur inn í landið sem forfeður þínir tóku til eignar. Þú munt taka það til eignar og hann mun láta þér farnast betur og gera þig fjölmennari en forfeður þína.

6Drottinn, Guð þinn, mun umskera hjarta þitt og hjarta niðja þinna svo að þú elskir Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni svo að þú lifir.

Nú hefur Guð leitt Israelsmenn heim aftur eins og hann hefur lofað og eru það í mínum huga tákn um að Kristur mun koma brátt!

 

Rómverjabréfið 11

Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum

1Ég spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum? Öðru nær! Sjálfur er ég Ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns. 2Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum sem hann þekkti fyrir fram. Ég minni á það sem Ritningin segir í kaflanum um Elía, hvernig hann kemur fram fyrir Guð með kæru á hendur Ísrael: 3„Drottinn, spámenn þína hafa þeir drepið og rifið niður ölturu þín, ég er einn eftir og þeir sitja um líf mitt.“ 4En hvaða svar fær hann hjá Guði? „Ég hef tekið frá handa mér sjö þúsundir manna sem hafa ekki beygt kné fyrir Baal.“ 5Eins eru á okkar tíma leifar eftir sem Guð hefur valið af náð. 6En sé það af náð er það ekki vegna verka, þá væri náðin ekki orðin náð. 

7Hvað merkir þetta? Að það sem Ísrael keppir eftir hlotnaðist honum ekki en útvöldum hlotnaðist það. Hinir urðu forhertir 8eins og ritað er: „Guð gaf þeim sljóan anda, augu sem sjá ekki, eyru sem heyra ekki allt fram á þennan dag.“

9Og Davíð segir: „Verði borðhald þeirra snara og gildra þeim til falls og refsingar. 10Blindist augu þeirra að þeir sjái ekki og ger bak þeirra bogið um aldur.“ 

11Nú spyr ég: Hrösuðu þá Ísraelsmenn til þess að falla að fullu? Fjarri fer því. Fall þeirra varð heiðingjum hjálpræði. Það átti að vekja afbrýði hjá Gyðingum. 12Hafi fall þeirra orðið heiminum auður og ófarir þeirra heiðingjum auður, hve miklu mun þá muna þegar þeir koma allir með tölu? 

 

Jóhannesarguðspjall 3:16

16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Fyrirmæli Drottins til Móse og Jósúa

14Drottinn sagði við Móse:

„Dagar þínir eru brátt taldir. Kallaðu nú á Jósúa og gangið inn í samfundatjaldið því að ég mun setja hann í embættið.“ Móse fór þá ásamt Jósúa og þeir tóku sér stöðu í samfundatjaldinu. 15Þá birtist Drottinn í skýstólpa í tjaldinu og skýstólpinn nam staðar við tjalddyrnar.

16Drottinn sagði við Móse:

„Nú leggst þú til hvíldar hjá forfeðrum þínum. Þá mun þetta fólk gera uppreisn. Það mun taka fram hjá með því að elta hina framandi guði í landinu sem það heldur nú inn í. Það mun yfirgefa mig og rjúfa sáttmála minn sem ég gerði við það.

17Á þeim degi mun heift mín blossa upp gegn því. Ég mun yfirgefa það og hylja auglit mitt fyrir því og þá verður það auðveld bráð. Margs kyns böl og þrengingar munu hremma það. Á þeim degi mun fólkið spyrja: Er þetta böl komið yfir mig af því að Guð minn er ekki með mér?

18En á þeim degi mun ég hylja auglit mitt sakir alls hins illa sem það gerði með því að snúa sér að öðrum guðum.

19Skrifið því upp þetta ljóð og kennið það Ísraelsmönnum. Leggið það þeim í munn svo að þetta ljóð verði vitni mitt gegn Ísraelsmönnum. 20Þegar ég hef leitt þetta fólk inn í landið sem ég hét feðrum þess, landið sem flýtur í mjólk og hunangi, mun það eta nægju sína og fitna. Þá mun það snúa sér að öðrum guðum og þjóna þeim en mér mun það hafna og rjúfa sáttmála minn. 21Þegar margs kyns böl og þrengingar hremma það mun ljóð þetta bera vitni gegn þessu fólki því að það mun ekki gleymast, það mun geymast í munni niðja þess. Ég veit hvert hugur þess hneigist nú þegar, áður en ég leiði það inn í landið sem ég hét því.“

22Sama dag ritaði Móse upp ljóð þetta og kenndi það Ísraelsmönnum.

23Síðan skipaði Drottinn Jósúa Núnsson í embætti sitt og sagði: „Vertu styrkur og djarfur því að þú átt að leiða Ísraelsmenn inn í landið sem ég hét þeim. Ég verð með þér.“ 24Þegar Móse hafði lokið við að skrá sérhvert ákvæði þessa lögmáls á bók 25bauð hann Levítunum sem báru örk sáttmála Drottins og sagði: 26„Takið við þessari lögbók og leggið hana við hliðina á örk sáttmála Drottins, Guðs ykkar. Þar skal hún vera vitni gegn ykkur. 27Ég þekki svo sannarlega mótþróa þinn og þrjósku. Þið hafið óhlýðnast Drottni nú í dag á meðan ég er enn á lífi og hjá ykkur. Hvað verður þá að mér látnum? 28Stefnið nú til mín öllum öldungum ættbálka ykkar og skrifurum. Ég ætla að flytja þeim þessi orð og kveðja himin og jörð til vitnis gegn þeim 29því að ég veit að eftir dauða minn munuð þið gerspillast og víkja af þeim vegi sem ég hef boðið ykkur. Síðar mun ógæfan koma yfir ykkur af því að þið gerið það sem illt er í augum Drottins og vekið reiði hans með athæfi ykkar.“

30Móse flutti þá öllum söfnuði Ísraels þetta ljóð allt frá upphafi til enda.

 

Í 22 Davíðssálmi spáir Davíð fyrir um komu Krists með einstakri ná

Sálmarnir 22

 

1Til söngstjórans. Lag: Hind morgunroðans. Davíðssálmur.

2Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig?

Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg.

3„Guð minn!“ hrópa ég um daga en þú svarar ekki,

og um nætur en ég finn enga fró.

4Samt ert þú Hinn heilagi

sem ríkir yfir lofsöngvum Ísraels.

5Þér treystu feður vorir,

þeir treystu þér og þú hjálpaðir þeim,

6hrópuðu til þín og þeim var bjargað,

treystu þér og vonin brást þeim ekki.

7En ég er maðkur og ekki maður,

smánaður af mönnum, fyrirlitinn af öllum.

8Allir, sem sjá mig, gera gys að mér,

geifla sig og hrista höfuðið.

9Hann fól málefni sitt Drottni,

hann hjálpi honum,

og frelsi hann, hafi hann þóknun á honum.

10Þú leiddir mig fram af móðurlífi,

lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.

11Til þín var mér varpað úr móðurskauti,

frá móðurlífi ert þú Guð minn.

12Ver eigi fjarri mér

því að neyðin er nærri

og enginn hjálpar.

13Sterk naut umkringja mig,

Basans uxar slá hring um mig, [1]

Basan nefndist hérað austan Jórdanar. Nautpeningurinn þar þótti sérstaklega stórvaxinn. Basans uxar merkja illvirkja.

 

14glenna upp ginið í móti mér,

sem bráðsólgið, öskrandi ljón.

15Ég er eins og vatn sem hellt er út,

öll bein mín gliðnuð í sundur,

hjarta mitt er sem vax,

bráðnað í brjósti mér.

16Kverkar mínar eru þurrar sem brenndur leir,

tungan loðir við góminn,

þú leggur mig í duft dauðans.

17Hundar umkringja mig,

hópur illvirkja slær hring um mig, 

þeir hafa gegnumstungið hendur mínar og fætur. 

18Ég get talið öll mín bein,

þeir horfa á og hafa mig að augnagamni.

19Þeir skipta með sér klæðum mínum,

kasta hlut um kyrtil minn.

20En þú, Drottinn, ver ekki fjarri,

styrkur minn, skunda mér til hjálpar.

21Frelsa mig undan sverðinu

og líf mitt frá hundunum.

22Bjarga mér úr gini ljónsins

og frá hornum villinautanna. 

Þú hefur bænheyrt mig.

23Ég vil vitna um nafn þitt

fyrir bræðrum mínum,

í söfnuðinum vil ég lofa þig.

24Þér, sem óttist Drottin, lofið hann,

tignið hann, allir niðjar Jakobs, óttist hann, allir niðjar Ísraels.

25Því að hvorki fyrirleit hann hinn hrjáða

né virti að vettugi neyð hans.

Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum

heldur heyrði hróp hans á hjálp.

26Frá þér kemur lofsöngur minn í stórum söfnuði,

heit mín vil ég efna frammi fyrir þeim sem óttast Drottin.

27Snauðir munu eta og verða mettir,

þeir sem leita Drottins skulu lofa hann.

Hjörtu yðar lifi að eilífu.

28Endimörk jarðar skulu minnast þess og hverfa aftur til Drottins

og allar ættir þjóðanna falla fram fyrir augliti hans.

29Því að ríkið er Drottins,

hann drottnar yfir þjóðunum.

30Öll stórmenni jarðar munu falla fram fyrir honum

og allir sem hníga í duftið beygja kné sín fyrir honum.

31En ég vil lifa honum,

niðjar mínir munu þjóna honum.

32Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni

og óbornum mun boðað réttlæti hans

því að hann hefur framkvæmt það. 

 

 

Í fyllingu tímans sendi Guð Jesú

Jóhannesarguðspjall 3:16

16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

 

Guð gefur son sinn til að allir öðlist líf

(Jóh 3.13-21)

Það var vegna eirormsins sem Móse hóf á loft í eyðimörkinni (4Mós 21.8) að Gyðingar björguðust. Með líkum hætti á fyrir Jesú að liggja að vera „hafinn á loft“ (v.14) á krossinum, orðasamband sem tekur í senn til fórnarinnar og dýrðarinnar sem bíður hans. Vegna kærleika síns færir Guð heiminum einkason sinn, sem aftur megnar að veita líf. Guð fellir ekki dóm yfir heiminum, en með því að færa honum ljósið stillir hann honum upp andspænis valinu um að vera áfram í myrkri eða meðtaka ljósið.

Jesaja 11

Konungur friðarríkisins

1Af stofni Ísaí mun kvistur fram spretta

og sproti vaxa af rótum hans.

2Andi Drottins mun hvíla yfir honum:

andi speki og skilnings,

andi visku og máttar,

andi þekkingar og guðsótta.

3Guðsóttinn verður styrkur hans.

Hann mun ekki dæma eftir því sem augu hans sjá

og ekki skera úr málum eftir því sem eyru hans heyra.

4Með réttvísi mun hann dæma hina vanmáttugu

og skera með réttlæti úr málum hinna fátæku í landinu.

Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns,

deyða hinn guðlausa með anda vara sinna.

5Réttlæti verður belti um lendar hans,

trúfesti lindinn um mjaðmir hans.

6Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu

og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum.

Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman

og smásveinn gæta þeirra. 

7Kýr og birna verða saman á beit, 

ungviði þeirra hvílir hvort hjá öðru,

og ljónið mun bíta gras eins og nautið.

8Brjóstmylkingurinn mun leika sér 

við holu nöðrunnar

og barn, nývanið af brjósti, 

stinga hendi inn í bæli höggormsins.

9Enginn mun gera illt,

enginn valda skaða 

á mínu heilaga fjalli

því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni

eins og vatn hylur sjávardjúpið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband