Kærleikur að vopni!

Kærleiksboðskapur Jesús Krists er að hann gaf okkur nýtt boðorð við eigum að elska hvort annað. Við eigum líka að elska óvini okkar.  

Jesús sáði kærleika umfram allt, sem í raun nær lengra heldur en við sjálf getum skilið, NEMA ef við eigum fyllingu andans, og þar af leiðandi erum í hans anda!

Á þessum tímum er mikilvægt að greina á milli sáðningar Guðs sem er KÆRLEIKUR, og sáðningar óvinarins sem er Satan, hans sáðning er andstæðan eða hatur! Satan hefur tímabundið tekið völdinn hér á jörðinni og hans verkfæri er HATUR.

Honum er alveg sama hvernig hann kemur því til leiðar, hann vill bara fylla heimin af hatri og þar af leiðandi færa okkur frá blessun JESÚS og þeim blessunum sem því fylgir að tilheyra honum.

Það er mitt mat að við verðum að gera greinamun á venjulegu fólki, og djöfulegum verkum þeirra, það er að segja að við getum ekki látið djöfullinn vinna sigur á huga okkar, með því að fylla hjörtu okkar og huga af hatri.

Við megum ekki fela okkur á bakvið göfugan málstað, fullir af hatri! Þá missir málstaðurinn seltu sína og verður engu betri en málstaður óvinarins.

Það getur enginn komið fram í nafni Kristinar gilda og hata aðra menn, sama hverra trúar þeir eru, og hvaða skoðanir eða lífsýn þeir hafa. því þá brýtur sá gegn boðskap Jesús Krists.

Það eru því miður allt of margir sem koma fram, í nafni Jesús, og boða allt annað en hann sjálfur hefur boðað. en eru í reynd að boða boðskap hins illa sem er hatur.

Ávextir andans eru:

Gal 5:22

22En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska,

Allir menn hafa syngað og skortir Guðs dýrð, hver er ég að dæma aðra menn?

Róm 3:22

22Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur:

23Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,

24og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.

25Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir,

26til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sé sjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú.

Jóh 13:34-35 

34Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. 35Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars."

Jóh 14:15  

15Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.

Mat 5:43  

43Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.'

44En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,

45svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.

Róm 8:6  

6Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður.

Róm 8:9  

9En þér eruð ekki holdsins menn, heldur andans menn, þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans.

Luk 6:27  

27En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður,

Luk 6:32  

32Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska.

Luk 6:35  

35Nei, elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn hins hæsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda.

Ég hvet þig lesandi góður til þess að láta ekki fylla hjartað þitt af hatri og beyskju!

Heldur leita í ljósið, sem er í orði Guðs 

Guð blessi þig og varðveiti

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 6. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband