Vegurinn að lífsins tré!

Vegurinn að lífsins tré!

Veginum að lífsins tré lokaði Guð vegna synda mannsins sjá:

1 Mós 3:24 Og hann rak manni burt og setti kerúbana fyri Austin Eden og loga hins sveipandi sverðs til þess að gæta vegarins að lífsins tré.

1. Kron 16:11

Leitið Drottins og máttar hans, leitið sífellt eftir augliti hans.

Amos 5:14

Leitið hins góða en ekki hins illa, þá munuð þér lifa og þá verður Drottin, Guð hersveitanna, með yður eins og þér hafið sagt.

Guð setti manninum leiðarvísi um hvers við eigum að leita! "lífsins tré"

Matt 7:7

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.

Jóh. 3:16

því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að Hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Opinb. 22:14

Sælir eru þeir sem þvo skykkjur sínar. Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðið inn í borgina.

þetta er eina leiðinn að lífsins tré það er í gegnum trú á hinum lifandi syni Guðs Jesú Kristi.

Jesaja 34:16

Leitið í bók Drottins og lesið: Ekkert mun vanta, ekkert þeirra saknar annars því munnur Drottins hefur boðið þetta, andi hans hefur sjálfur stefnt þeim saman.

Jesaja 8:19-20

Ef sagt er við yður: "Leitið til framliðinna og anda sem hvískra og muldra," skuluð þér svara:"Á fólk ekki frekar að leita til Guðs síns? Hvers vegna ættu menn að leita til dauðra vegna hinna lifandi? "Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins" Hver sem ekki talar þannig mun ekki líta mörgunroðann.

Öll önnur leit er varasöm og til þess eins að eyðileggja og afvegaleiða fólk frá sannleikanum og valda fólki skaða.

Verum því staðföst í Guði og orði hans.


Að eiga lifandi samfélag við Guð!

Þessi sálmur er mér mjög hugleikinn, og skýrir vel samband mitt við Guð, og vonina sem ég á í Jesús frelsara mínum.

Hvert orð Davís í þessum sálmi eru eins og töluð frá hjarta mínu, og set ég þau fram í bæn til Drottins. 

 

Sálmarnir 25 

Davíðssálmur.

Til þín, Drottinn, hef ég sál mína,
Guð minn, þér treysti ég,

lát mig eigi verða til skammar, 
lát eigi óvini mína hlakka yfir mér.

Enginn sem á þig vonar
mun til skammar verða,

þeir einir verða til skammar
sem ótrúir eru að tilefnislausu. 

Vísa mér vegu þína, Drottinn,
kenn mér stigu þína.

Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér

því að þú ert Guð hjálpræðis míns, allan daginn vona ég á þig.

Minnst þú, Drottinn, miskunnar þinnar og gæsku
sem er frá eilífð.

Minnst þú ekki æskusynda minna og afbrota,
minnstu mín í elsku þinni sakir gæsku þinnar, Drottinn.

Góður og réttlátur er Drottinn,
þess vegna vísar hann syndurum veginn.

Hann leiðir hógværa á vegi réttlætisins
og vísar auðmjúkum veg sinn. 

Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti 
fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð.

Vegna nafns þíns, Drottinn,
fyrirgef mér sekt mína þó að hún sé mikil. 

Hverjum þeim sem óttast Drottin
vísar hann veginn sem hann skal velja.

Sjálfur mun hann búa við hamingju
og niðjar hans munu erfa landið.

Drottinn sýnir þeim trúnað sem óttast hann
og gerir þeim sáttmála sinn kunnan.

Ég beini augum sífellt til Drottins
því að hann leysir fætur mína úr snörunni.

Snú þér til mín og ver mér náðugur
því að ég er einmana og beygður.

Frelsa mig frá kvíða hjarta míns,
leið mig úr nauðum.

Lít á neyð mína og eymd
og fyrirgef allar syndir mínar.

Sjá, hve fjandmenn mínir eru margir,
þeir hata mig ákaft.

Varðveit líf mitt og frelsa mig,
lát mig ekki verða til skammar
því að hjá þér leita ég hælis.

Heilindi og ráðvendni verndi mig
því að á þig vona ég.

Guð, frelsa Ísrael
úr öllum nauðum hans. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband